Ný stjórn ÍSTÓN 2016

By 20/10/2016Fréttir

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2015 er að baki og hægt er að skoða vinningshafa hér: Vinningshafar 2015.

Ný stjórn hefur tekið til starfa fyrir ÍSTÓN 2016, og er hún þriggja manna stjórn þar sem einn stjórnarmeðlimur er forsvarsmaður STEF, og tveir forsvarsmenn SFH. Mikael Lind er forsvarsmaður STEF og þau Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson eru forsvarsmenn SFH – Margrét Eir á vegum flytjenda og Jóhann Ágúst á vegum hljómplötuframleiðenda.

Einnig er farið að finna nýtt fagfólk fyrir dómnefndirnar í flokkunum þremur (Sígild- og samtímatónlist, Djass og blús, og Popp, rokk og önnur tónlist) þar sem nokkrir dómnefndarmenn hafa hætt störfum.

Leave a Reply