LAUS STAÐA Í DÓMNEFND ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA
Stjórn SAMTÓNs sem er bakhjarl Íslensku tónlistarverðlaunanna ( ÍSTÓN ) hefur ákveðið að gefa félagsmönnum aðildarfélaga SAMTÓNs kost á að bjóða sig fram til starfa sem fulltrúar í dómnefnd í flokknum sígild- og samtímatónlist vegna tónlistarársins 2019.
Æskilegt er að þeir einstaklingar sem sitja í dómnefndum hafi umtalsverða þekkingu á viðkomandi sviði og þeir komi að hluta til úr röðum höfunda, flytjenda og/eða framleiðenda eða hafi fjallað um tónlist í fjölmiðlum.
Við skipun dómnefnda skal eins og unnt er taka tillit til aldursdreifingar og jafnrar stöðu karla og kvenna. Enginn einstaklingur í dómnefnd má vera viðriðinn útgáfu nokkurra þeirra hjóðrita sem tilnefnd verða fyrir árið 2019.
Stjórn SAMTÓNs mun fara yfir umsóknir og velja síðan 3 til 4 nýja fulltrúa í dómnefndina. Þeir sem hafa hug á því að senda inn umsókn er vinsamlega bent á að fara inn á slóð þá sem tilgreind er hér á eftir og að fylla út umsóknareyðublaðið og senda á
http://goo.gl/forms/U7qYCS4s9d
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
INGA ELÍN design gerir verðlaunagrip Íslensku tónlistarverðlaunanna.