Author Archives: iston

Takk fyrir okkur (Sticky)

Íslensku tónlistarverðlaunin vilja þakka eftirtölum aðilum:

 

Exton fyrir hjálpina við að hljóma vel og lán á sviðsbúnaði á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Hörpu.
www.exton.is

Rúv fyrir að sýna frá hátíðinni.
www.ruv.is

Rás 2 fyrir að standa að valinu á Björtustu voninni
www.ruv.is

Concept Events fyrir allt skipulagið, hjálpina og góðan félagsskap.
www.conceptevents.is

Luxor fyrir sviðsmynd og lýsingu.
www.luxor.is

Albumm.is fyrir að standa að vali á Tónlistarmyndbandi ársins.
www.albumm.is

Harpa og starfsfólk Hörpu fyrir að taka vel á móti okkur og halda vel utan um viðburðinn og gesti.
www.harpa.is

 

17122064_10154992402568818_721371631_o

 

Continue Reading

Rétt í þessu var tilkynnt hverjir það eru sem fá tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016. Það er óhætt að segja að 2016 hafi verið árið hans Emmsjé Gauta en hann hlaut alls níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem er glæsilegur árangur. Í flokki dægurtónlistar voru fleiri áberandi en Kaleo var atkvæðamikil og hlaut sex tilnefningar, Júníus Meyvant fékk fimm tilnefningar og Mugison og Sin Fang fengu síðan fjórar tilnefningar hvor. Í flokki djasstónlistar var það ADHD sem fékk flestar tilnefningar eða þrjár alls en í flokknum sígild og samtímatónlist hljóta Schola Cantorum, Guðný Einarsdóttir fyrir flutning á orgelverkum eftir Jón Nordal og Anna Þorvaldsdóttir flestar tilnefningar, eða tvær.

Alls verða veitt verðlaun í 29 flokkum að meðtöldum Heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp- og rokktónlist, fyrir djass- og blústónlist, sígilda- og samtímatónlist og í opnum flokki en nú bætast að auki við fjórir nýir verðlaunaflokkar: Verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús/kvikmyndatónlist, fyrir plötu ársins í raftónlist og fyrir plötu ársins í rappi og hiphopi en einnig er bætt við verðlaunum fyrir rapp og hiphop-lagi ársins.

Tvenn verðlaun skera sig úr en það eru Bjartasta vonin í Popp, rokk, rappi og raftónlist og svo Tónlistarmyndband ársins. Bjartasta vonin er sem fyrr tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og fer kosning fram á vef Rásar 2 þar sem hlustendur velja björtustu vonina. Tónlistarmyndband ársins er tilnefnt af Albumm.is og fer kosning fram á heimasíðu Albumm þar sem einnig er hægt að horfa á myndböndin tíu sem þóttu skara fram úr að mati dómnefndar.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd beinni útsendingu á Rúv.

Hér má sjá allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2016: http://iston.is/tilnefningar2016/

Continue Reading

Íslensku tónlistarverðlaunin 2013

Íslensku tónlistarverðlaunin eiga 20 ára afmæli í ár. Þess vegna verður verðlaunahátíðin með einstaklega veglegu sniði í þetta skiptið. Tilkynnt verður um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í byrjun desember en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 14. mars. Nú er hægt að skrá verk til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum 2013 en tímafrestur til að skrá verk sem komu út á tímabilinu 16. nóv 2012 til 15. nóv 2013 er til 8. nóvember nk. Tímafrestur til að skrá verk sem koma út á tímabilinu 1. nóv 2013 til 15. nóv 2013 er til miðnættis föstudaginn 15. nóvember. Skráðu þitt verk hér.

Continue Reading

Tilnefningar kynntar á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 10. desember, milli 13:00 og 14:00 ætlum við að kunngjöra tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í þættinum Popplandi á Rás 2. Ekki missa af því! Hér má hlusta á Rás 2 í beinni útsendingu.

Continue Reading

Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða því haldin með einstaklega glæsilegu sniði í Eldborg í Hörpu næstkomandi föstudag, 14. mars. Margt af okkar helsta tónlistarfólki mun koma fram, það sem skara þótti fram úr á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt aftur til ársins 1993 með aðstoð umsjónarmanna þáttarins “Árið er”. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að taka þátt í gleðinni með því að kaupa miða á hátíðina. Miðasala fer fram á miði.is og harpa.is.

Eftirfarandi koma fram:

Emilíana Torrini – Hjaltalín – Skálmöld – Mezzoforte – Óperan Ragnheiður

Valdimar Guðmundsson – Egill Ólafsson – Páll Óskar – Rósa Birgitta Ísfeld – Ragnar Bjarnason

Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur.

Continue Reading

Íslensku tónlistarverðlaunin gera kunnugt um fleiri tilnefningar vegna verka ársins 2013

Nú er ljóst hverjir hljóta tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 til Björtustu vonarinnar, Plötuumslags ársins, Tónlistarmyndbands ársins og nýjungar er nefnist Coca Cola plata ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa gert þriggja ára samstarfssamning við Vífilfell og af því tilefni verða verðlaunin Coca Cola plata ársins veitt í fyrsta sinn í ár. Gjaldgengar til verðlaunanna eru breiðskífur eða EP plötur sem eru frumraunir ungra flytjenda en þá er gert ráð fyrir að meirihluti hljómsveitarmeðlima sé yngri en 25 ára. Sérstök dómnefnd var sett saman til að ákveða tilnefningar til Coca Cola plötu ársins en hún er skipuð þeim Katrínu Mogensen, söngkonu Mammút, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, umboðsmanni og tónleikahaldara, og Styrmi Haukssyni, upptökustjóra.

Tilnefningar til Björtustu vonarinnar eru líkt og tvö undanfarin ár í höndum útvarpsstöðvanna Rásar 2 og Rásar 1. Starfsfólk þeirra sér um að tilnefna en endanlegt val er í höndum almennings. Kosning er þegar hafin og fer fram á vef RÚV til hádegis föstudaginn 14. mars: http://www.ruv.is//bjartastavonin

Sérstök fagdómnefnd, skipuð þeim Goddi, Dögg Mósesdóttur og Dr. Gunna sá svo um að tilnefna þau plötuumslög og tónlistarmyndbönd sem þóttu skara fram úr á árinu 2013.

 

HÉR MÁ LÍTA TILNEFNINGARNAR:

Coca Cola plata ársins

Grísalappalísa – Ali

Vök- Tension

Steinar – Beginning

 

Bjartasta vonin (Popp, rokk og blús)

Vök

Kaleo

Kött Grá Pjé

Grísalappalísa

Highlands

 

Bjartasta vonin (Djass og sígild- og samtímatónlist)

Baldvin Oddsson, trompetleikari

Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari

Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngkona

 

Plötuumslag ársins

Mammút – Komdu til mín svarta systir

Hönnun: Katrína Mogensen og Sunneva Ása Weisshappel

Ojba Rasta – Friður

Hönnun: Ragnar Fjalar Lárusson

Emiliana Torrini – Tookah

Hönnun: Ali Taylor Mapleloft

Hjaltalín – Enter 4

Hönnun: Sigurður Oddsson

Emilía Rós Sigfúsdóttir & Ástríður Alda Sigurðardóttir – Portrait

Hönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir

 

Tónlistarmyndband ársins

Baarregaard & Briem – Love with you

Stjórn: Harald Haraldsson

Grísalappalísa – Hver er ég?

Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen

Ólafur Arnalds – Only the winds

Stjórn: Harald Haraldsson

dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

Stjórn: Steinunn Harðardóttir

Úlfur – Heaven in a wildflower

Stjórn: Máni M. Sigfússon

Continue Reading

Kauptu miða á hátíðina!

Í fyrsta sinn í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna geta tónlistarunnendur nú keypt sér miða á hátíðina.

Tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða því haldin með einstaklega glæsilegu sniði í Eldborg í Hörpu næstkomandi föstudag, 14. mars. Margt af okkar helsta tónlistarfólki mun koma fram, það sem skara þótti fram úr á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt aftur til ársins 1993 með aðstoð umsjónarmanna þáttarins “Árið er”. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að taka þátt í gleðinni með því að kaupa miða á hátíðina. Miðasala fer fram á miði.is og harpa.is.

Eftirfarandi koma fram:

Emilíana Torrini – Hjaltalín – Skálmöld – Mezzoforte – Óperan Ragnheiður

Valdimar Guðmundsson – Egill Ólafsson – Páll Óskar – Rósa Birgitta Ísfeld – Ragnar Bjarnason

Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur

Continue Reading

Fyrri hluti verðlaunanna á ruv.is

Fyrri hluti Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 fer fram í Norðurljósasal Hörpu frá kl. 12.30 föstudaginn 14. mars og bein útsending frá viðburðinum verður á ruv.is. Jóhanna Vigdís Arnardóttir er kynnir og þar verða afhent verðlaun fyrir Tónlistarflytjendur ársins, Tónlistarviðburð ársins, Upptökustjóra ársins, Tónlistarmyndband ársins, Plötuumslag ársins, Tónverk ársins, Söngvara ársins og Söngkonu ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í ár og önnur verðlaun verða afhent í Eldborg í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 um kvöldið.

Continue Reading

Gleðilega hátíð!

Í dag verða Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í 20. sinn. Fyrri hluti verðlaunaafhendingar fer fram núna í hádeginu og RÚV sýnir beint frá athöfninni á vef sínum. Fylgist með þar!

Continue Reading

Sigurvegarar frá hádeginu

8M2A4221Fyrri hluti Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 fór fram í Norðurljósum í Hörpu í dag þegar veitt voru verðlaun í 11 flokkum. Sýnt var beint frá athöfninni á vef RÚV. Tilnefndum og öðrum gestum var boðið upp á glæsilegan hádegisverð. Hanna Dóra Sturludóttir söng við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson stigu einnig á stokk. Kynnir var Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Seinni hluti verðlaunaafhendingar Íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram í kvöld í Eldborg í Hörpu en sá hluti verður í beinni útsendingu á RÚV. Þar koma fram Emilíana Torrini, Hjaltalín, Mezzoforte, Skálmöld, Þóra Einarsdóttir og Elmar Gilbertsson sem flytja atriði úr óperunni Ragnheiði og svo fjölda margir aðrir af okkar dáðustu söngvurum. Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson. Fyrir þá sem ekki vilja láta sér nægja að fylgjast með viðburðinum heima í stofu er í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna hægt að kaupa sér miða á viðburðinn en miðasala fer fram á miði.is og harpa.is

Hér eru handhafar Íslensku tónlistarverðlaunanna frá í hádeginu:

Tónverk ársins (Djass og blús) ­ Strokkur af plötunni Meatball Evening – Kristján Tryggvi Martinsson­

Tónverk ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nostalgia ­ Páll Ragnar Pálsson

Upptökustjóri ársins ­ Sveinn Helgi Halldórsson ­ Fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín

Tónlistarviðburður ársins ­ Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera

Plötuumslag ársins ­ Mammút ­ Komdu til mín svarta systir ­
Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel

Söngvari ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Ágúst Ólafsson

Söngkona ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Hallveig Rúnarsdóttir

Tónlistarflytjandi ársins (Djass og blús) ­ Sigurður Flosason

Tónlistarflytjandi ársins (Popp og rokk) ­ Skálmöld

Tónlistarflytjandi ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nordic Affect

Tónlistarmyndband ársins ­ Grísalappalísa ­ Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsens

Continue Reading