All Posts By

localhost

Gyða Valtýsdóttir – Epicycle (Plata ársins – Opinn flokkur)

By | Verðlaunahafar 2016 | No Comments
Plata ársins - Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir – Epicy

Á plötunni Epicycle býður sellóleikarinn og fjöllistakonan Gyða Valtýsdóttir upp í kyngimagnaða og persónulega reisu um akra tónlistarsögunnar. Allt frá hinni forn-Grísku grafskrift Seikilosar og fram 20. öldina. Gyða er þó fararstjórinn í þessari ferð og setur sannarlega sinn stimpil á þau verk sem hún flytur á þessari mögnuðu plötu.

Sjá alla verðlaunahafa

Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum (Plata ársins – Sígild og samtímatónlist)

By | Verðlaunahafar 2016 | No Comments
Plata ársins - Sígild og samtímatónlist

Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum

In Paradisum er fyrsta sólóplata semballeikarans Guðrúnar Óskarsdóttur, en hún hefur lengi verið meðal fremstu semballeikara hér á landi. Tónverk disksins eru öll samin handa Guðrúnu og eitt verkanna er eftir hana sjálfa. Hér renna margir þræðir saman í frábæra heild, prýðis tónsmíðar eru frábærlega fluttar og upptakan kristaltær. Öll ytri umgjörð er til fyrirmyndar og niðurstaðan er persónulegt listaverk sem allir sem að verki komu geta verið stoltir af.

Sjá alla verðlaunahafa

Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í Hörpu

By | Fréttir | No Comments

Emmsjé Gauti verðlaunahafi kvöldsins Emmsjé Gauti hlýtur fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, Íslenska Óperan fékk þrenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir uppfærslu sína á Évgení Onegin eftir Tchaikovsky og Þorgrímur Jónsson fær tvenn verðlaun í flokki djass og blústónlistar

Af gefnu tilefni

By | Fréttir | No Comments

Vegna umræðna síðustu daga um verðlaunahafa á Íslensku tónlistarverðlaununum vill stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna leiðrétta ákveðinn misskilning sem upp hefur komið og um leið taka fram að allir sem komu að vinnu í dómnefndum störfuðu samkvæmt ákveðnum meginreglum. Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem allar ákvarðanir um tilnefningar og verðlaun til þeirra sem töldust hafa skarað fram úr í hverjum flokki byggja á faglegu mati, þekkingu og rökstuddum niðurstöðum dómnefnda. Öllum aðdróttunum um að kynferðissjónarmið kunni að hafa búið þar að baki er alfarið vísað á bug.

Við sem að verðlaunum stöndum fögnum umræðunni sem upp hefur komið í kjölfarið um stöðu kvenna í tónlistarlífinu. Við vonum að opinber umræða sem þessi verði öllum hvatning í framtíðinni til að gera betur og vinna saman að jöfnum tækifærum kvenna og karla á sviði tónlistarlífsins.

Að lokum viljum við þakka öllum þeim fyrir sem sendu inn verk sín til Íslensku tónlistarverðlaunanna og að sama skapi óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju.

Takk fyrir okkur!

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin vilja þakka eftirtölum aðilum:

Exton fyrir hjálpina við að hljóma vel og lán á sviðsbúnaði á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Hörpu.
www.exton.is

Rúv fyrir að sýna frá hátíðinni.
www.ruv.is

Rás 2 fyrir að standa að valinu á Björtustu voninni
www.ruv.is

Concept Events fyrir allt skipulagið, hjálpina og góðan félagsskap.
www.conceptevents.is

Luxor fyrir sviðsmynd og lýsingu.
www.luxor.is

Albumm.is fyrir að standa að vali á Tónlistarmyndbandi ársins.
www.albumm.is

Harpa og starfsfólk Hörpu fyrir að taka vel á móti okkur og halda vel utan um viðburðinn og gesti.
www.harpa.is