All Posts By

localhost

Takk fyrir okkur!

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin vilja þakka eftirtölum aðilum:

Exton fyrir hjálpina við að hljóma vel og lán á sviðsbúnaði á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Hörpu.
www.exton.is

Rúv fyrir að sýna frá hátíðinni.
www.ruv.is

Rás 2 fyrir að standa að valinu á Björtustu voninni
www.ruv.is

Concept Events fyrir allt skipulagið, hjálpina og góðan félagsskap.
www.conceptevents.is

Luxor fyrir sviðsmynd og lýsingu.
www.luxor.is

Albumm.is fyrir að standa að vali á Tónlistarmyndbandi ársins.
www.albumm.is

Harpa og starfsfólk Hörpu fyrir að taka vel á móti okkur og halda vel utan um viðburðinn og gesti.
www.harpa.is

Kjóstu uppáhalds myndbandið þitt

By | Fréttir | No Comments

Inn á vef albumm.is er hægt að taka þátt í að kjósa myndband ársins fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin 2016, sem verða haldin hátíðleg 2. mars í Hörpu.

Gróskan í myndbandagerð er gríðarlega mikil og metnaðarfull eins og sjá má á þessum 10 myndböndum sem fengu tilnefningu en þess má geta að þetta var einn af stærri flokkunum hvað innsendingar varðar sem kom skemmtilega á óvart.

Smelltu á linkinn neðan til að kjósa:
ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN OG ALBUMM.IS KYNNA MYNDBAND ÁRSINS

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tilkynntar

By | Fréttir | No Comments

Rétt í þessu var tilkynnt hverjir það eru sem fá tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016. Það er óhætt að segja að 2016 hafi verið árið hans Emmsjé Gauta en hann hlaut alls níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem er glæsilegur árangur. Í flokki dægurtónlistar voru fleiri áberandi en Kaleo var atkvæðamikil og hlaut sex tilnefningar, Júníus Meyvant fékk fimm tilnefningar og Mugison og Sin Fang fengu síðan fjórar tilnefningar hvor. Í flokki djasstónlistar var það ADHD sem fékk flestar tilnefningar eða þrjár alls en í flokknum sígild og samtímatónlist hljóta Schola Cantorum, Guðný Einarsdóttir fyrir flutning á orgelverkum eftir Jón Nordal og Anna Þorvaldsdóttir flestar tilnefningar, eða tvær.

Alls verða veitt verðlaun í 29 flokkum að meðtöldum Heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp- og rokktónlist, fyrir djass- og blústónlist, sígilda- og samtímatónlist og í opnum flokki en nú bætast að auki við fjórir nýir verðlaunaflokkar: Verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús/kvikmyndatónlist, fyrir plötu ársins í raftónlist og fyrir plötu ársins í rappi og hiphopi en einnig er bætt við verðlaunum fyrir rapp og hiphop-lagi ársins.

Hér má sjá allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2016.

Tvenn verðlaun skera sig úr en það eru Bjartasta vonin í Popp, rokk, rappi og raftónlist og svo Tónlistarmyndband ársins. Bjartasta vonin er sem fyrr tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og fer kosning fram á vef Rásar 2 þar sem hlustendur velja björtustu vonina. Tónlistarmyndband ársins er tilnefnt af Albumm.is og fer kosning fram á heimasíðu Albumm þar sem einnig er hægt að horfa á myndböndin tíu sem þóttu skara fram úr að mati dómnefndar.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd beinni útsendingu á Rúv.

Nú styttist í Íslensku tónlistarverðlaunin 2016 í Hörpu

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Rúv.
Dómnefndir eru á fullu við að fara gaumgæfilega yfir þær fjölmörgu innsendingar sem bárust frá tónlistarfólki, útgefendum, tónleikahöldurum og öðrum fagaðilum sem koma að íslensku tónlistarlífi. Áætlað er að tilkynna hverjir það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 þann 16. febrúar næstkomandi í Hörpu.

Ný stjórn ÍSTÓN 2016

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2015 er að baki og hægt er að skoða vinningshafa hér: Vinningshafar 2015.

Ný stjórn hefur tekið til starfa fyrir ÍSTÓN 2016, og er hún þriggja manna stjórn þar sem einn stjórnarmeðlimur er forsvarsmaður STEF, og tveir forsvarsmenn SFH. Mikael Lind er forsvarsmaður STEF og þau Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson eru forsvarsmenn SFH – Margrét Eir á vegum flytjenda og Jóhann Ágúst á vegum hljómplötuframleiðenda.

Einnig er farið að finna nýtt fagfólk fyrir dómnefndirnar í flokkunum þremur (Sígild- og samtímatónlist, Djass og blús, og Popp, rokk og önnur tónlist) þar sem nokkrir dómnefndarmenn hafa hætt störfum.