Category

Fréttir

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna kynntar á Bryggjunni

By | Fréttir | No Comments

Það var margt að gerast í tónlistarlífinu í fyrra og þegar litið er yfir tilnefningar í ár er gott að sjá að íslenskt tónlistarlíf stendur traustum fótum. Tónlistarárið 2017 var fengsælt og fjölbreytt svo ekki sé meira sagt. Útgáfur voru margar og greinilegt að íslenskir tónlistarmenn og útgefendur höfðu í nógu að snúast enda voru innsendingar sem bárust Íslensku tónlistarverðlaununum gríðarlega margar í ár.

Flestar tilnefningar í ár hlýtur hljómsveitin Mammút eða alls sex tilnefningar, m.a. fyrir bestu rokkplötu ársins 2017, Kinder Versions, og besta rokklagið Breathe into me. Næst á eftir Mammút koma JóiPé og Króli sem gáfu út hina feikivinsælu plötu Gerviglingur sem innhélt eitt af lögum ársins í fyrra B.O.B.A. Félagarnir fá 5 tilnefningar en það gerir líka Nýdönsk sem sendi frá sér gæðagripinn Á plánetunni jörð. Rafsveitin Vök fær einnig 5 tilnefningar en sveitin gaf út hina feiknarsterku plötu Figure. Í flokki djass og blústónlistar er það Sigurður Flosason sem hlýtur flestar tilnefningar í ár en hann sendi frá sér hina stórgóðu plötu Green Moss Black Sand sem vakti athygli langt út fyrir landssteina þegar Spotify valdi hana á spilunarlista sína. Í klassík og samtímatónlist eru það Víkingur Heiðar sem er með flestar tilnefningar eða þrjár en þess má geta að Daníel Bjarnason er einnig með þrjár tilnefningar í ár en ein þessara tilnefninga Daníels eru fyrir tónlist hans við kvikmyndina Undir trénu og fellur því undir annan flokk.

Í ár verða veitt verðlaun í 34. flokkum auk Heiðursverðlauna Íslensku tónlistarverðlaunanna og nýrra verðlauna þar sem ákveðið er að veita sérstaka viðurkenningu Íslensku tónlistarverðlaunanna og Samtóns vegna metnaðarfulls framlags einstaklings í íslensku tónlistarlífi en meira um það síðar.

Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp- og rokktónlist, fyrir djass- og blústónlist, sígilda- og samtímatónlist og í opnum flokki en einnig eru veitt verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús/kvikmyndatónlist, fyrir plötu ársins í raftónlist og fyrir plötu ársins í rappi og hiphopi. Þrenn ný verðlaun bætast þar að auki við í ár en veitt verða verðlaun í fyrsta sinn fyrir þjóðlagaplötu ársins, raftónlistarlag ársins og tónverk/lag ársins í opnum flokki.

Líkt og í fyrra þá eru tvenn verðlaun sem skera sig úr en það eru Bjartasta vonin í Popp, rokk, rappi og raftónlist og svo Tónlistarmyndband ársins. Bjartasta vonin er tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og fer kosning fram á Björtustu voninni fram á vef Rásar 2. Það er dómnefnd á vegum Albumm.is sem tilnefnir Tónlistarmyndband ársins en kosning fer fram á heimasíðu Albumm þar sem einnig er hægt að horfa á myndböndin tíu sem þóttu skara fram úr á liðnu ári.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu miðvikudaginn 14. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Rúv. Kynnir kvöldsins er Dóri DNA.

Það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum en aðilar að Samtóni eru STEF-Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélag Íslands, Félag tónskálda og textahöfunda, SFH-Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda auk aðildarfélaga.Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.

Frekari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin veitir stjórn Ístón en það eru Margrét Eir og Jóhann Ágúst Jóhannsson sem skipa hana.

Hér að neðan er listi sem nær yfir alla þá sem hljóta tilnefningar.

 

Eftirtaldir hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2017.

Rokk, popp, raftónlist, rapp og hip hop – Tilnefningar 2017

Plata ársins – Rapp og hip hop

Aron Can – Í nótt

Alvia – Elegant Hoe

Joey Christ – Joey

Hr. Hnetusmjör – KÓPBOI

JóiPé og Króli – Gerviglingur

Cyber – Horror

 

Plata ársins – Rokk

LEGEND – Midnight Champion

Sólstafir – Berdreyminn

HAM – Söngvar um helvíti mannanna

Mammút – Kinder Versions

ROFOROFO – ROFOROFO

 

Plata ársins – Popp

Kiriyama Family – Waiting For…

JFDR – Brazil

Björk – Utopia

Moses Hightower – Fjallaloft

Högni – Two Trains

Nýdönsk – Á plánetunni jörð

 

Plata ársins – Raftónlist

Vök – Figure

Auður – Alone

Kiasmos – Blurred

 

Söngvari ársins

Daníel Ágúst

Krummi Björgvinsson

Steingrímur Teague

Kristinn Óli (Króli)

Auður

 

Söngkona ársins

Katrína Mogensen

Dísa

Margrét Rán

Svala

Una Stef

 

Lag ársins – Rokk

Þú lýgur – HAM

Midnight Champion – LEGEND

Breathe Into Me – Mammút

Take Me Back – Roforofo

Alpha Dog – Pink Street Boys

Bergmál – Dimma

 

Lag ársins – Popp

Stundum – Nýdönsk

Blow My Mind – Védís

Hvað með það – Daði Freyr & Gagnamagnið

Fjallaloft- Moses Hightower

Hringdu í mig – Friðrik Dór

The One- Una Stef

 

Lag ársins – Rapp og hip hop

City Lights – Cell 7

B.O.B.A – JóiPé & Króli

Annan – Alvia

Joey Cypher – Joey Christ (ft. Herra Hnetusmjör, Birnir, Aron Can)

Fullir vasar – Aron Can

Já ég veit -Birnir (ásamt Herra Hnetusmjör)

 

Lag ársins – Raftónlist

BTO – Vök

I´d Love – Auður

X – Hatari

 

Textahöfundur ársins

Björn Jörundur/Daníel Ágúst

JóiPé og Króli

Snorri Helgason

Alvia Islandia

Katrína Mogensen

 

Lagahöfundur ársins

Moses Hightower

Snorri Helgason

Björk

Nýdönsk

Mammút

 

Tónlistarviðburður ársins

Gloomy Holiday

Jülevenner – Emmsjé Gauti og vinir

Sigur Rós á Norður og Niður

Páll Óskar

Ásgeir Trausti

 

Tónlistarflytjandi ársins

JóiPé og Króli

Mammút

Hatari

Svala

Bubbi

HAM

 

Bjartasta vonin – Verðlaun veitt í samstarfi við Rás 2

Between Mountains

Hatari

Birgir Steinn

Birnir

GDRN

 

Tónlistarmyndband ársins – Verðlaun veitt í samstarfi við Albumm.is

BLISSFUL – Make It Better / Myndband: Einar Egils.

RJ Skógar – Trophy Kid / Myndband: RJ Skógar.

Úlfur Úlfur – Bróðir / Myndband: Magnús Leifsson.

sóley – Úa / Myndband: Máni M. Sigfússon.

Högni – Komdu með / Myndband: Máni M. Sigfússon og Högni.

Auður – I’d Love / Myndband: Auður og Ágúst Elí.

Vök – BTO / Myndband: Magnus Andersen.

Ólafur Arnalds – 0952 / Myndband: Eilífur Örn.

Alexander Jarl – Hvort Annað / Myndband: Hawk Björgvinsson.

Fufanu – White Pebbles / Myndband: Snorri Bros.

 

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017 – Opinn flokkur

Plata ársins – Þjóðlagatónlist

Ösp Eldjárn – Tales from a poplar tree

Snorri Helgason – Margt býr í þokunni

Egill Ólafsson – Fjall

 

Plata ársins – Opinn flokkur

Þorvaldur Þorsteinsson, Megas og Skúli Sverrisson  – Ósómaljóð

Hafdís Bjarnadóttir – Já

Epic Rain – Dream Sequences

Valgeir Sigurðsson – Dissonance

Ásgeir Ásgeirsson – Two sides of Europe

 

Plata ársins – Leikhús- og kvikmyndatónlist

Frank Hall – Ég man þig

Ólafur Arnalds – Broadchurch Final Chapter

Arnar Guðjónsson – L’homme Qui Voulait Plonger Sur Mars

Daníel Bjarnason – Undir trénu

 

Lag ársins/Tónverk ársins í Opnum flokki

Hafdís Bjarnadóttir – Tunglsjúkar nætur

Ásgeir Ásgeirsson – Izlanda saz semais

Þorvaldur Þorsteinsson – Manni endist varla ævin

Egill Ólafsson – Hósen gósen

Borgar Magnason – Epilogue

 

Plötuumslag ársins

Pink Street Boys – Smells like boys

Snorri Helgason – Margt býr í þokunni

Fufanu – Sports

Vök – Figure

Björk – Útópía

Continuum – Traumwerk

 

Sígild- og samtímatónlist – Tilnefningar  2017

Plata ársins

Víkingur Ólafsson – Philip Glass: Piano Works

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Recurrence

Nordic Affect – Raindamage

Kammerkór Suðurlands – Kom skapari

Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Tallinn, Strengjakvartett Kammersveitar Reykjavíkur, Tui Hirv, SKARK strengjasveit – Nostalgia

 

Tónverk ársins

Brothers : ópera – Daníel Bjarnason

Fiðlukonsert – Daníel Bjarnason

Quake – Páll Ragnar Pálsson

#echochamber – Michael Betteridge og Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Moonbow – Gunnar Andreas Kristinsson

 

Söngvari ársins

Ólafur Kjartan Sigurðarson : Fyrir hlutverk Scarpia í Toscu

Jóhann Kristinsson : Fyrir einsöngstónleika í Salnum, Schumann og Mahler

Oddur Arnþór Jónsson : Fyrir einsöngstónleika í Salnum, Vetrarferðin

Kristján Jóhannsson : Fyrir hlutverk Cavaradossis í Toscu

 

Söngkona ársins

Auður Gunnarsdóttir: Fyrir hlutverk sitt sem Elle í Mannsröddinni

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir : Fyrir einsöngstónleika í tónleikaröðinni Kúnstpása

Dísella Lárusdóttir : Fyrir einsöngstónleika á Reykholtshátíð

Bylgja Dís Gunnarsdóttir : Fyrir einsöngstónleika í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni

 

Tónlistarflytjandi ársins

Víkingur Heiðar Ólafsson fyrir glæsilegt og yfirgripsmikið tónleikahald á árinu 2017

Barokkbandið Brák fyrir tónlistarflutning á árinu 2017 en hljómsveitin hélt samtals sex tónleika á síðastliðnu ári.

Ægisif og Hafsteinn Þórólfsson einsöngvari fyrir flutning á Litúrgíu heilags John Chrisostom eftir Sergei Rakmaninov undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar.

Bjarni Frímann Bjarnason fyrir hljómsveitarstjórn í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Giacomo Puccini.

Stefán Ragnar Höskuldsson fyrir flautuleik í flautukonsert Iberts með Sinfóníuhljómsveit Íslands

 

Tónlistarviðburður ársins

Víkingur spilar Philip Glass – útgáfutónleikar

Purcell í norrænu ljósi – Cantoque Ensemble, Camerata Öresund og Höör Barock, undir   leiðsögnfiðluleikarans og barokksérfræðingsins Peter Spissky

LA / Reykjavík – Sinfóníutónleikar 5. október 2017

TOSCA – Uppfærsla Íslensku óperunnar á Toscu eftir

Schumann & Mahler: Tíbrá Tónleikaröð – Ljóðatónleikar Jóhanns Kristinssonar og Ammiel Bushakevitz

 

Bjartasta von í sígildri og samtímatónlist verður kynnt 14. mars þegar tónlistarverðlaunin verða afhent.

 

Djass og blús – Tilnefningar 2017

Plata ársins

Marína og Mikael – Beint heim

Sigurður Flosason – Green Moss Black Sand

Ólafur Jónsson – Tími til kominn

Annes – Frost

Tómas Ragnar Einarsson – Innst inni

 

Tónverk ársins

Trump – Guðmundur Pétursson

Pétur og úlfurinn…en hvað varð um úlfinn?  – Haukur Gröndal

Þúst – Jóel Pálsson

Serenading the moon – Sigurður Flosason

Tími til kominn – Ólafur Jónsson

 

Lagahöfundur ársins

Tómas Ragnar Einarsson

Ólafur Jónsson

Sigurður Flosason

 

Tónlistarflytjandi

Sunna Gunnlaugs

Haukur Gröndal

Ólafur Jónsson

Eyþór Gunnarsson

Sigurður Flosason

 

Tónlistarviðburður ársins

Sumarjazztónleikaröð Jómfrúarinnar

Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur

Múlinn

Jazz í hádeginu

Freyjujazz

 

Bjartasta von í djass og blús verður kynnt á hátíðinni

​Opnað fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna og ný heimasíða

By | Fréttir, news | No Comments

Framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna vill vekja athygli á því að 1. desember er opnað fyrir umsóknir til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017.

Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka sem eru þrír: 1. Klassík og samtímatónlist. 2. Djass og blús. 3. Popp, rokk, rapp, raftónlist, kvikmynda- og leikhústónlist, sem og önnur tónlist.

Í fyrra var verðlaunum fjölgað þegar bætt var við rappi, hip hop, raftónlist, kvikmynda- og leikhústónlist og gaf það góða raun. Þessir verðlaunaflokkar, ásamt þjóðlagatónlist, eru þó háðir þeim afmörkunum að nægilega margar frambærilegar tilnefningar berist í þessa tilteknu flokka.

Opið verður fyrir tilnefningar til 15. janúar 2018.

Til að skrá verk skal fylgja þessum hlekk en hér er um að ræða innsendingarsíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna: https://istonumsokn.firebaseapp.com

  • Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 1. Janúar til 31. Desember 2017
  • Skilafrestur á innsendingum rennur úr á miðnætti 15. Janúar 2018
  • Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar um miðjan febrúar 2018
  • Verðlaunahátíðin fer fram í Hörpu þann 14.mars 2018
  • Verðlaun verða veitt í alls 30 flokkum

Ný og endurbætt heimasíða Íslensku tónlistarverðlaunanna opnaði einnig í dag en hér er að finna allar helstu upplýsingar um verðlaunin, reglur, samstarfsaðila, sögu hátíðarinnar og lista yfir verðlaunahafa fyrri ára og þá sem hlotið hafa tilnefningar. Það eru þeir Þormóður Dagson, Kristinn Evertsson og Steve Anatai sem eiga veg og vanda að glæsilegu útliti og hönnun nýju síðunnar.

Nánari upplýsingar um skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017

Senda má inn tilnefningar vegna verka sem gefin eru út og frumflutt á árinu. Tónlist má skila á rafrænu formi en jafnframt er eindregið mælst til þess að senda inn geisladiska eða plötur ef kostur er á slíku. Tekið verður við eintökum á skrifstofu STEFs sem nú er tímabundið að Ármúla 7.

Í ár verða veitt verðlaun í 30 flokkum að viðbættum Heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Reglur og leiðbeiningar Íslensku tónlistarverðlaunanna er að finna á heimsíðu verðlaunanna. Spurningum og fyrirspurnum varðandi gjaldgengi og fyrirkomulag skal beint til stjórnar í gegnum netfangið iston@iston.is.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu miðvikudaginn 14. mars 2018 en tilnefningar verða kynntar um miðjan febrúar.

Stjórn Ístón skipa Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmunafélaga tónlistarinnar, STEFs og SFH, undir merkjum Samtóns.

Fylgist líka með okkur á Facebook og Twitter. Ef spurningar vakna má senda póst á iston@iston.is.

 

Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í Hörpu

By | Fréttir | No Comments

Emmsjé Gauti verðlaunahafi kvöldsins Emmsjé Gauti hlýtur fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, Íslenska Óperan fékk þrenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir uppfærslu sína á Évgení Onegin eftir Tchaikovsky og Þorgrímur Jónsson fær tvenn verðlaun í flokki djass og blústónlistar

Af gefnu tilefni

By | Fréttir | No Comments

Vegna umræðna síðustu daga um verðlaunahafa á Íslensku tónlistarverðlaununum vill stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna leiðrétta ákveðinn misskilning sem upp hefur komið og um leið taka fram að allir sem komu að vinnu í dómnefndum störfuðu samkvæmt ákveðnum meginreglum. Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem allar ákvarðanir um tilnefningar og verðlaun til þeirra sem töldust hafa skarað fram úr í hverjum flokki byggja á faglegu mati, þekkingu og rökstuddum niðurstöðum dómnefnda. Öllum aðdróttunum um að kynferðissjónarmið kunni að hafa búið þar að baki er alfarið vísað á bug.

Við sem að verðlaunum stöndum fögnum umræðunni sem upp hefur komið í kjölfarið um stöðu kvenna í tónlistarlífinu. Við vonum að opinber umræða sem þessi verði öllum hvatning í framtíðinni til að gera betur og vinna saman að jöfnum tækifærum kvenna og karla á sviði tónlistarlífsins.

Að lokum viljum við þakka öllum þeim fyrir sem sendu inn verk sín til Íslensku tónlistarverðlaunanna og að sama skapi óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju.

Takk fyrir okkur!

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin vilja þakka eftirtölum aðilum:

Exton fyrir hjálpina við að hljóma vel og lán á sviðsbúnaði á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Hörpu.
www.exton.is

Rúv fyrir að sýna frá hátíðinni.
www.ruv.is

Rás 2 fyrir að standa að valinu á Björtustu voninni
www.ruv.is

Concept Events fyrir allt skipulagið, hjálpina og góðan félagsskap.
www.conceptevents.is

Luxor fyrir sviðsmynd og lýsingu.
www.luxor.is

Albumm.is fyrir að standa að vali á Tónlistarmyndbandi ársins.
www.albumm.is

Harpa og starfsfólk Hörpu fyrir að taka vel á móti okkur og halda vel utan um viðburðinn og gesti.
www.harpa.is

Kjóstu uppáhalds myndbandið þitt

By | Fréttir | No Comments

Inn á vef albumm.is er hægt að taka þátt í að kjósa myndband ársins fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin 2016, sem verða haldin hátíðleg 2. mars í Hörpu.

Gróskan í myndbandagerð er gríðarlega mikil og metnaðarfull eins og sjá má á þessum 10 myndböndum sem fengu tilnefningu en þess má geta að þetta var einn af stærri flokkunum hvað innsendingar varðar sem kom skemmtilega á óvart.

Smelltu á linkinn neðan til að kjósa:
ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN OG ALBUMM.IS KYNNA MYNDBAND ÁRSINS

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tilkynntar

By | Fréttir | No Comments

Rétt í þessu var tilkynnt hverjir það eru sem fá tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016. Það er óhætt að segja að 2016 hafi verið árið hans Emmsjé Gauta en hann hlaut alls níu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem er glæsilegur árangur. Í flokki dægurtónlistar voru fleiri áberandi en Kaleo var atkvæðamikil og hlaut sex tilnefningar, Júníus Meyvant fékk fimm tilnefningar og Mugison og Sin Fang fengu síðan fjórar tilnefningar hvor. Í flokki djasstónlistar var það ADHD sem fékk flestar tilnefningar eða þrjár alls en í flokknum sígild og samtímatónlist hljóta Schola Cantorum, Guðný Einarsdóttir fyrir flutning á orgelverkum eftir Jón Nordal og Anna Þorvaldsdóttir flestar tilnefningar, eða tvær.

Alls verða veitt verðlaun í 29 flokkum að meðtöldum Heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp- og rokktónlist, fyrir djass- og blústónlist, sígilda- og samtímatónlist og í opnum flokki en nú bætast að auki við fjórir nýir verðlaunaflokkar: Verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús/kvikmyndatónlist, fyrir plötu ársins í raftónlist og fyrir plötu ársins í rappi og hiphopi en einnig er bætt við verðlaunum fyrir rapp og hiphop-lagi ársins.

Hér má sjá allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2016.

Tvenn verðlaun skera sig úr en það eru Bjartasta vonin í Popp, rokk, rappi og raftónlist og svo Tónlistarmyndband ársins. Bjartasta vonin er sem fyrr tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og fer kosning fram á vef Rásar 2 þar sem hlustendur velja björtustu vonina. Tónlistarmyndband ársins er tilnefnt af Albumm.is og fer kosning fram á heimasíðu Albumm þar sem einnig er hægt að horfa á myndböndin tíu sem þóttu skara fram úr að mati dómnefndar.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd beinni útsendingu á Rúv.

Nú styttist í Íslensku tónlistarverðlaunin 2016 í Hörpu

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á Rúv.
Dómnefndir eru á fullu við að fara gaumgæfilega yfir þær fjölmörgu innsendingar sem bárust frá tónlistarfólki, útgefendum, tónleikahöldurum og öðrum fagaðilum sem koma að íslensku tónlistarlífi. Áætlað er að tilkynna hverjir það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 þann 16. febrúar næstkomandi í Hörpu.

Ný stjórn ÍSTÓN 2016

By | Fréttir | No Comments

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2015 er að baki og hægt er að skoða vinningshafa hér: Vinningshafar 2015.

Ný stjórn hefur tekið til starfa fyrir ÍSTÓN 2016, og er hún þriggja manna stjórn þar sem einn stjórnarmeðlimur er forsvarsmaður STEF, og tveir forsvarsmenn SFH. Mikael Lind er forsvarsmaður STEF og þau Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson eru forsvarsmenn SFH – Margrét Eir á vegum flytjenda og Jóhann Ágúst á vegum hljómplötuframleiðenda.

Einnig er farið að finna nýtt fagfólk fyrir dómnefndirnar í flokkunum þremur (Sígild- og samtímatónlist, Djass og blús, og Popp, rokk og önnur tónlist) þar sem nokkrir dómnefndarmenn hafa hætt störfum.