Category

Verðlaunahafar 2016

Gyða Valtýsdóttir – Epicycle (Plata ársins – Opinn flokkur)

By | Verðlaunahafar 2016 | No Comments
Plata ársins - Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir – Epicy

Á plötunni Epicycle býður sellóleikarinn og fjöllistakonan Gyða Valtýsdóttir upp í kyngimagnaða og persónulega reisu um akra tónlistarsögunnar. Allt frá hinni forn-Grísku grafskrift Seikilosar og fram 20. öldina. Gyða er þó fararstjórinn í þessari ferð og setur sannarlega sinn stimpil á þau verk sem hún flytur á þessari mögnuðu plötu.

Sjá alla verðlaunahafa

Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum (Plata ársins – Sígild og samtímatónlist)

By | Verðlaunahafar 2016 | No Comments
Plata ársins - Sígild og samtímatónlist

Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum

In Paradisum er fyrsta sólóplata semballeikarans Guðrúnar Óskarsdóttur, en hún hefur lengi verið meðal fremstu semballeikara hér á landi. Tónverk disksins eru öll samin handa Guðrúnu og eitt verkanna er eftir hana sjálfa. Hér renna margir þræðir saman í frábæra heild, prýðis tónsmíðar eru frábærlega fluttar og upptakan kristaltær. Öll ytri umgjörð er til fyrirmyndar og niðurstaðan er persónulegt listaverk sem allir sem að verki komu geta verið stoltir af.

Sjá alla verðlaunahafa