Category

Verðlaunahafar 2017

Mammút – Kinder Versions (Plata ársins – Rokk)

By | Verðlaunahafar 2017 | No Comments

Mammút – Kinder Versions

Kinder Versions er fjórða breiðskífa Mammút og sú fyrsta sem sveitin gefur út í gegnum hina öflugu útgáfu Bella Union. Þetta er verk sem þarf að vinna fyrir, blær níunda áratugarins svífur yfir vötnum og undiraldan þung. Melódía og grúv er þó í umvörpum og Katrína Mogensen á sannkallaðan stjörnuleik í söng.

Snorri Helga – Margt býr í þokunni (Plata ársins – Þjóðlagatónlist)

By | Verðlaunahafar 2017 | No Comments

Snorri Helgason – Margt býr í þokunni

Margt býr í þokunni er afar vel heppnuð tilraun til að tengja saman nýja tíma og þjóðlagahefð okkar Íslendinga frá fornu fari. Sterkar lagasmíðar, vandaður flutningur og ekki skemmir fyrir hvernig þjóðsögurnar ganga í endurnýjun lífdaga. Afar vönduð plata þar sem nostrað er við hvert smáatriði.