Fleiri tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013

Íslensku tónlistarverðlaunin gera kunnugt um fleiri tilnefningar vegna verka ársins 2013

Nú er ljóst hverjir hljóta tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 til Björtustu vonarinnar, Plötuumslags ársins, Tónlistarmyndbands ársins og nýjungar er nefnist Coca Cola plata ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa gert þriggja ára samstarfssamning við Vífilfell og af því tilefni verða verðlaunin Coca Cola plata ársins veitt í fyrsta sinn í ár. Gjaldgengar til verðlaunanna eru breiðskífur eða EP plötur sem eru frumraunir ungra flytjenda en þá er gert ráð fyrir að meirihluti hljómsveitarmeðlima sé yngri en 25 ára. Sérstök dómnefnd var sett saman til að ákveða tilnefningar til Coca Cola plötu ársins en hún er skipuð þeim Katrínu Mogensen, söngkonu Mammút, Steinþóri Helga Arnsteinssyni, umboðsmanni og tónleikahaldara, og Styrmi Haukssyni, upptökustjóra.

Tilnefningar til Björtustu vonarinnar eru líkt og tvö undanfarin ár í höndum útvarpsstöðvanna Rásar 2 og Rásar 1. Starfsfólk þeirra sér um að tilnefna en endanlegt val er í höndum almennings. Kosning er þegar hafin og fer fram á vef RÚV til hádegis föstudaginn 14. mars: http://www.ruv.is//bjartastavonin

Sérstök fagdómnefnd, skipuð þeim Goddi, Dögg Mósesdóttur og Dr. Gunna sá svo um að tilnefna þau plötuumslög og tónlistarmyndbönd sem þóttu skara fram úr á árinu 2013.

 

HÉR MÁ LÍTA TILNEFNINGARNAR:

Coca Cola plata ársins

Grísalappalísa – Ali

Vök- Tension

Steinar – Beginning

 

Bjartasta vonin (Popp, rokk og blús)

Vök

Kaleo

Kött Grá Pjé

Grísalappalísa

Highlands

 

Bjartasta vonin (Djass og sígild- og samtímatónlist)

Baldvin Oddsson, trompetleikari

Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari

Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngkona

 

Plötuumslag ársins

Mammút – Komdu til mín svarta systir

Hönnun: Katrína Mogensen og Sunneva Ása Weisshappel

Ojba Rasta – Friður

Hönnun: Ragnar Fjalar Lárusson

Emiliana Torrini – Tookah

Hönnun: Ali Taylor Mapleloft

Hjaltalín – Enter 4

Hönnun: Sigurður Oddsson

Emilía Rós Sigfúsdóttir & Ástríður Alda Sigurðardóttir – Portrait

Hönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir

 

Tónlistarmyndband ársins

Baarregaard & Briem – Love with you

Stjórn: Harald Haraldsson

Grísalappalísa – Hver er ég?

Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen

Ólafur Arnalds – Only the winds

Stjórn: Harald Haraldsson

dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

Stjórn: Steinunn Harðardóttir

Úlfur – Heaven in a wildflower

Stjórn: Máni M. Sigfússon

Share