Framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna

Ný stjórn tók til starfa fyrir ÍSTÓN 2016, og var um að ræða þriggja manna stjórn þar sem einn stjórnarmeðlimur er forsvarsmaður STEFs, og tveir forsvarsmenn SFH. Mikael Lind starfaði sem forsvarsmaður STEFs en hefur nú horfið á braut en þau Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson starfa en sem forsvarsmenn SFH.  Margrét Eir á vegum flytjenda og Jóhann Ágúst á vegum hljómplötuframleiðenda. STEF hefur ekki fundið eftirmann Mikaels en Bragi Valdimar Skúlason hefur veitt stjórninni aðstoð sína fyrir hönd STEFs.