Framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna

Breytingar urðu á stjórn ÍSTÓN 2018, en um er að ræða þriggja manna stjórn þar sem einn stjórnarmeðlimur er forsvarsmaður STEFs, og tveir forsvarsmenn SFH. Kristján Freyr Halldórsson kom nýr inn og starfar sem forsvarsmaður STEFs en þau Margrét Eir Hönnudóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson starfa sem forsvarsmenn SFH en þau hófu störf 2016.  Margrét Eir á vegum flytjenda og Jóhann Ágúst á vegum hljómplötuframleiðenda.