Fyrri hluti verðlaunanna á ruv.is

Fyrri hluti Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 fer fram í Norðurljósasal Hörpu frá kl. 12.30 föstudaginn 14. mars og bein útsending frá viðburðinum verður á ruv.is. Jóhanna Vigdís Arnardóttir er kynnir og þar verða afhent verðlaun fyrir Tónlistarflytjendur ársins, Tónlistarviðburð ársins, Upptökustjóra ársins, Tónlistarmyndband ársins, Plötuumslag ársins, Tónverk ársins, Söngvara ársins og Söngkonu ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í ár og önnur verðlaun verða afhent í Eldborg í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 um kvöldið.

Share