Heiðursverðlaun 2016

Rut Ingólfsdóttir

Rut var konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og Bachsveitarinnar í Skálholti. Hún starfaði ennfremur í Sinfóníuhljómsveit Íslands í áratugi. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika, gefið út sólóplötur og fjölda hljómdiska í samstarfi við aðra. Hún er einn af 12 stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur og listrænn stjórnandi í 40 ár. Megintilgangur með stofnun Kammersveitar Reykjavíkur var að auðga íslenskt tónlistarlíf með því að gefa áheyrendum kost á að hlýða á fyrsta flokks tónlistarflutning frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar, allt frá barokktímanum til nútímans og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri að glíma við áhugaverð og fjölbreytt verkefni.

Heiðursverðlaun 2015

Kristinn Sigmundsson

Heiðursverðlaun 2014

Sykurmolarnir