Íslensku tónlistarverðlaunin 2013

Íslensku tónlistarverðlaunin eiga 20 ára afmæli í ár. Þess vegna verður verðlaunahátíðin með einstaklega veglegu sniði í þetta skiptið. Tilkynnt verður um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í byrjun desember en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 14. mars. Nú er hægt að skrá verk til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum 2013 en tímafrestur til að skrá verk sem komu út á tímabilinu 16. nóv 2012 til 15. nóv 2013 er til 8. nóvember nk. Tímafrestur til að skrá verk sem koma út á tímabilinu 1. nóv 2013 til 15. nóv 2013 er til miðnættis föstudaginn 15. nóvember. Skráðu þitt verk hér.

Share