Kauptu miða á hátíðina!

Í fyrsta sinn í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna geta tónlistarunnendur nú keypt sér miða á hátíðina.

Tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða því haldin með einstaklega glæsilegu sniði í Eldborg í Hörpu næstkomandi föstudag, 14. mars. Margt af okkar helsta tónlistarfólki mun koma fram, það sem skara þótti fram úr á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verðlaunanna skoðuð allt aftur til ársins 1993 með aðstoð umsjónarmanna þáttarins “Árið er”. Í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna gefst almenningi nú færi á að taka þátt í gleðinni með því að kaupa miða á hátíðina. Miðasala fer fram á miði.is og harpa.is.

Eftirfarandi koma fram:

Emilíana Torrini – Hjaltalín – Skálmöld – Mezzoforte – Óperan Ragnheiður

Valdimar Guðmundsson – Egill Ólafsson – Páll Óskar – Rósa Birgitta Ísfeld – Ragnar Bjarnason

Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur

Share