Sigurvegarar frá hádeginu

8M2A4221Fyrri hluti Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 fór fram í Norðurljósum í Hörpu í dag þegar veitt voru verðlaun í 11 flokkum. Sýnt var beint frá athöfninni á vef RÚV. Tilnefndum og öðrum gestum var boðið upp á glæsilegan hádegisverð. Hanna Dóra Sturludóttir söng við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson stigu einnig á stokk. Kynnir var Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Seinni hluti verðlaunaafhendingar Íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram í kvöld í Eldborg í Hörpu en sá hluti verður í beinni útsendingu á RÚV. Þar koma fram Emilíana Torrini, Hjaltalín, Mezzoforte, Skálmöld, Þóra Einarsdóttir og Elmar Gilbertsson sem flytja atriði úr óperunni Ragnheiði og svo fjölda margir aðrir af okkar dáðustu söngvurum. Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson. Fyrir þá sem ekki vilja láta sér nægja að fylgjast með viðburðinum heima í stofu er í fyrsta skipti í sögu Íslensku tónlistarverðlaunanna hægt að kaupa sér miða á viðburðinn en miðasala fer fram á miði.is og harpa.is

Hér eru handhafar Íslensku tónlistarverðlaunanna frá í hádeginu:

Tónverk ársins (Djass og blús) ­ Strokkur af plötunni Meatball Evening – Kristján Tryggvi Martinsson­

Tónverk ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nostalgia ­ Páll Ragnar Pálsson

Upptökustjóri ársins ­ Sveinn Helgi Halldórsson ­ Fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín

Tónlistarviðburður ársins ­ Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera

Plötuumslag ársins ­ Mammút ­ Komdu til mín svarta systir ­
Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel

Söngvari ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Ágúst Ólafsson

Söngkona ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Hallveig Rúnarsdóttir

Tónlistarflytjandi ársins (Djass og blús) ­ Sigurður Flosason

Tónlistarflytjandi ársins (Popp og rokk) ­ Skálmöld

Tónlistarflytjandi ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nordic Affect

Tónlistarmyndband ársins ­ Grísalappalísa ­ Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsens

Share