Skráning á tilnefningum á www.iston.is

Rétt er að vekja athygli á því að skráningarblaðið fyrir tilnefningar gerir einungis ráð fyrir að send séu inn rafræn eintök af verkum.  Ef hins vegar ekki eru til rafræn eintök af verkunum er hægt að senda eintök verka til  Sagafilm, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. B.t. Ragnhildur Ragnarsdóttir, sem mun koma eintökunum áfram til dómnefnda.

Það sama á við ef ekki eru til hljóðrit af viðkomandi verkum og viðkomandi er ekki með nótur á rafrænu formi til að senda með skráningunni. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir því að útvegaðar verði nótur af verkunum í gegnum Íslenska tónverkamiðstöð, enda séu slíkar nótur til hjá miðstöðinni. (Tónskáld eru hvött til að senda nótur af verkum sínum til Íslensku tónverkamiðstöðvarinnar til að auðvelda aðgengi að þeim og viðskipti með nótur). Vinsamlegast látið vita sérstaklega af slíkri ósk með tölvupósti á ragga@sagafilm.is

Share