Tilnefningar Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2015 kynntar

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 voru kynntar í Gamla Bíó kl.16:00 í dag . Margrét Eir, söngkona og formaður ráðgjafanefndar ÍTV kynnti tilnefningarnar.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna má finna hér http://iston.is/tilnefningar-2015/ en rökstuðningur með tilnefningunum kemur inn á síðuna eftir helgi.

Alls eru flokkarnir 21 talsins. Heiðursverðlaunin sem og bjartasta vonin í flokki djass & blús og sígíld & samtímatónlist verða kynntar á verðlaununum sjálfum föstudaginn 4.mars.

Share