Kristín Anna

Kristín Anna Valtýsdóttir vann til tveggja verðlauna í Opna flokknum en platan hennar I must be the devil var valin plata ársins, þar sem henni var lýst sem hreinasta galdri í umsögn auk þess sem umslagshönnun sömu plötu heillaði líka og var valið plötuumslag ársins. Umslagið felur í sér vísanir í rokksöguna en stendur einnig sem fallegt gjörningalistaverk sem þeir Ragnar Helgi Ólafsson og Ari Magg önnuðust.

Leave a Reply