Tómas R. Einarsson
Djass og blústónlist var í mikilli uppsveiflu árið 2019. Djassinn dunar og það er gott en í ár var það enginn annar en Tómas Ragnar Einarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar lesið var upp hvaða plata fengi Íslensku tónlistarverðlaunin sem djass og blúsplata ársins. Plata Tómasar, Gangandi Bassi, þykir fanga afslappað andrúmsloft Kúbu þar sem tónmál sveiflunnar og latíntónlistar ganga hönd í hönd.