UPPFÆRÐ TÓNLISTARVERÐLAUN OG LANGLISTI BIRTUR Í FYRSTA SINN

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudagskvöldið 22. mars. Verðlaunaflokkarnir hafa fengið talsverða upphalningu og umfang verðlaunanna gert nokkuð einfaldara. Ekki er um niðurskurð að ræða, enda gróskan í íslensku tónlistarlífi umtalsverð, heldur hefur verið hagrætt innan flokka og verðlaun sameinuð. Þar með eykst vægi hverra verðlauna. Verðlaunaflokkarnir sem voru samtals um 37 talsins í fyrra eru nú 22.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem akademía dómnefnda, samansett af tónlistarfólki, tónskáldum, flytjendum, fólki sem fjallar um, skrifar eða vinnur í kringum tónlist, velur úr öllu því helsta sem telst hafa staðið upp úr frá síðasta tónlistarári. Þá eru verðlaunin byggð á allri breiddinni, þar sem popp- og rokktónlist, sígild og samtímatónlist, djass-, kvikmynda- og leikhústónlist, heims- og þjóðlagatónlist sem og hver önnur sem fellur á milli fyrrgreinda flokka, á sitt heimili.

Verðlaunað er í hverjum tónlistarflokki fyrir plötur, söng, hljóðfæraleik eða flutning, einstök lög eða tónverk þar sem kastljósinu er beint að aðstandendum (laga- og textahöfundum) helstu lagasmíða ársins. Þá verður verðlaunað þvert á flokka fyrir myndbönd, tónleika og hátíðir og upptökustjórn auk þess sem bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi verður valin. Sú nýlunda verður að verðlaun fyrir plötuumslag ársins verða veitt í samvinnu við Félag íslenskra teiknara og afhent á FÍT verðlaunum fáeinum dögum fyrr. Loks verða veitt heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna en meðal fyrri verðlaunahafa eru Diddú, Kristinn Sigmundsson, Sigur Rós, Jón Ásgeirsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem hlaut þau í fyrra.

Langlisti platna, laga og tónverka birtur í fyrsta sinn
Svokallaður „langlisti“ þeirra platna og laga/tónverka sem koma munu til greina í tilnefningum ársins er hér birtur í fyrsta sinn á undan eiginlegum „stuttlista“ en sjálfar tilnefningarnar verða kynntar fimmtudaginn 9. mars.

PLÖTUR SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

12:48 gugusar
7 Lára Rúnars
ADHD 8 ADHD
Aether Haukur Gröndal og Iceland’s Liberation Orchestra
Another time ASA trio og Jóel Pálsson
Bjargrúnir Umbra
Dætur Friðrik Dór
Un Monde Nouveau Arnar Guðjónsson
Ekki treysta fiskunum Ólafur Kram
Fikta Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Finding Place MIMRA
Five Angles Haukur Gröndal
Flækt og týnd og einmana Una Torfa
Fossora Björk
From Afar Víkingur Ólafsson
Gork Óskar Kjartansson
Hereby Andrés Þór
Hiatus Terræ Ari Árelíus
High Expectations Veigar Margeirsson & Sinfonia Nord
Hríma Sævar Jóhannsson
Hvernig ertu? Prins Póló
Infinite Wellness Ultraflex
Jaula Snorri Hallgrímsson
Kúlomb Kraftgalli
Ljóð Rebekka Blöndal
Með vorið í höndunum Sönglög Jónasar Ingimundarsonar
Motive Baldvin Hlynsson
Nýr heimur Annalísa og Unnur Elísabet
One Evening in July Marína Ósk
OWLS Magnús Jóhann
Quanta Einar Torfi Einarsson
Skemmtilegt er myrkrið Tónleikhúshópurinn Töfrar
Solon Islandus Gabríel Ólafs
Sounds of Fischer Sin Fang, Kjartan Holm, Jonsi, Alex Somers
Stökk Kristján Martinsson
strengur Halla Steinunn Stefánsdóttir
Surface Ólafur Arnalds
Tempó Prímó Uppáhellingarnir
Thankfully distracted LÓN
The Essex Serpent Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran
They only talk about the weather Árný Margrét
Tindátarnir Soffia
Two Sides Barokkbandið Brák
Ungfrú Ísland Kvikindi
VÍDDIR Bára Gísladóttir
Víðihlíð Snorri Helgason
Vök Vök
Vökuró Graduale Nobili
While we wait RAKEL, Salóme Katrín & ZAAR
Windbells Kammersveit Reykjavíkur


LÖG/TÓNVERK SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

Á óvart (ásamt Kött Grá Pjé & Urður) Benni Hemm Hemm
Aether Haukur Gröndal
Allt russian.girls & Bngrboy
Andblær Lára Rúnars
Another time ASA og Jóel
ARCHORA Anna Þorvaldsdóttir
Bleikur og blár Friðrik Dór
Circle Finnur Karlsson
EF ÞEIR VILJA BEEF (ásamt Joey Christ) Daniil
Einn heima Kristján Martinsson
Einsetumaður Magnús Jóhann
Fasaskipti Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
FEAST Daníel Bjarnason
Gemæltan Veronique Vaka
Glerhjallar Sveinn Lúðvík Björnsson
Haustdansinn Mugison
Himnalag KIRA KIRA
Klisja Emmsjé Gauti
Lately Sycamore Tree
Milder’s Mailbox Baldvin Hlynsson
Partíta Hjálmar H. Ragnarsson
PLAY – a concerto for Martin Kuuskmann Páll Ragnar Pálsson
Prikó ADHD
Radioflakes Atli Ingólfsson
Ray of Light Haukur Gröndal
Rhodos Ultraflex
Rome Jelena Ciric
Runaway (ásamt Rakel) Lón
Snowblind Ásgeir Trausti
Sólarsamban Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson
The Gospel of Mary – Guðspjall Maríu Hugi Guðmundsson
The Man Who Came To Play Andrés Þór
The Moon and the Sky Marína Ósk
The Other Side Rakel, Salóme Katrín, ZAAR
The World is between us Árný Margrét
Um tind er fjallað Óskar Kjartansson
Ungfrú Ísland Kvikindi
Upp á rönd (ásamt GDRN) Hjálmar
Vinir Elín Hall
We could stay Ólafur Arnalds og Josin