Category

awards

Bríet, Ingibjörg Turchi, Haukur Gröndal og Hjaltalín sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021

By | awards, Fréttir, news


Bríet Ísis Elfar, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru meðal þess tónlistarfólks sem var hve sigursælast á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í Hörpu á laugardagskvöld. Verðlaunin dreifðust annars vítt yfir sviðið og endurspeglar hversu mikla breidd íslenska tónlistarflóran býr yfir.

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Brugðið var til þeirra ráða að boða allt tónlistarfólk í smærri hópum, skömmu fyrir útsendinguna allt til þess gert að virða þær reglur um fjöldatakmarkanir sem uppi eru. Mikið var um dýrðir í Hörpu þar sem veislustjórinn, Saga Garðarsdóttir, tók á móti gestum, fór að kostum að venju og bauð upp á lifandi tónlist þess á milli. Hljómsveitirnar HAM og GusGus stigu á stokk, sem og Ingibjörg Turchi, Bríet og Álfheiður Erla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti loks heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og var það hljómsveitin Sigur Rós sem er heiðursverðlaunahafi ársins.

BRÍET GAF FINGURINN
Söngkonan Bríet Ísis Elfar átti geysiöfluga innkomu á síðasta ári þegar hún í byrjun árs gaf út lagið Esjuna, sem naut mikilla vinsælda og mun eflaust gera um ókomna tíð, og á seinni hluta ársins kom út hljómplatan Kveðja, Bríet. Bríet var sigursælust listafólks þetta kvöld en hún hreppti hnossið í þremur flokkum; hún á poppplötu ársins, var valin textahöfundur ársins og einnig er hún söngkona ársins í flokki popptónlistar. Það vakti mikla eftirtekt í útsendingunni þegar Bríet tók við verðlaunum sínum sem textahöfundur ársins. Í þakkarræðu sinni beindi hún orðum sínum til allra þeirra sem hafa spurt hana í gegnum tíðina hver það eru sem semja alla textana fyrir hana. Öllu því fólki gaf hún fingurinn. Ingibjörg Turchi ásamt hljómsveit sinni vakti talsverða athygli á síðasta ári með plötu sinni Meliae, hún var m.a. valin plata ársins í Morgunblaðinu en Meliae er einnig plata ársins í flokki djasstónlistar auk þess sem Ingibjörg hlaut önnur verðlaun með sínu fólki fyrir upptökustjórn Meliae. Meðlimir Hjaltalín voru valin lagahöfundar ársins auk þess sem Högni Egilsson var valinn söngvari ársins. Haukur Gröndal var sigursæll á kvöldinu en hann, ásamt Frelsissveit Íslands endaði með þrenn verðlaun í farteskinu, fyrir tónverk ársins sem og tónlistarflutning einstaklinga og hópa.

Eins og áður segir var breiddin mikil á verðlaunahátíð ársins og mörg kunnugleg andlit og nöfn sem birtust á skjánum – í bland við vonarstjörnur íslensks tónlistarlífs. Meðal vinningshafa voru Bubbi Morthens sem er tónlistarflytjandi ársins, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir var valin söngkona ársins en hún er ein helsta vonarstjarna okkar í klassískum söng og var Stuart Skelton valinn söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist en Skelton er í fremstu röð tenórsöngvara í óperuheiminum. Þrátt fyrir almenna tónleikaþurrð á síðasta ári má þó sjá glöggt hversu listafólk náði að klífa ýmsar áskoranir í viðburðahaldi og ímyndunaraflið fékk að njóta sín. Helgi Björnsson var þar fremstur meðal jafningja en hann hlaut verðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins í flokki popptónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn tónlistarflytjandi ársins í sígildri tónlist, Jófríður Ákadóttir, JFDR, átti lag ársins í raftónlist og þjóðargersemin Daði Freyr Pétursson fer til Hollands með verðlaunagrip í farteskinu en hann átti popplag ársins.


BJARTAR VONIR Í Í
SLENSKRI FLÓRU
Fyrr í vikunni var tekin forskot á sæluna þegar fern verðlaun voru veitt utan hátíðarinnar í Hörpu. Björtustu vonunum þremur; í popp-, rokk-, rapp/hiphop- og raftónlist, djass- og blústónlist og loks sígildri og samtímatónlist var komið á óvart á ýmsan hátt í þættinum Menningunni á RÚV. Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir sem kallar sig gugusar var sótt heim og henni afhent styttan og er hún bjartasta vonin í popp-, rokk-, rapp/hipp hopp- og raftónlist, Steiney Sigurðardóttir sellóleikari var elt á fund í Perlunni í Öskjuhlíð og henni afhent stytta þar og loks fékk Laufey Lín Jónsdóttir símtal til Boston og henni tilkynnt að hún væri bjartasta vonin í flokki djass- og blústónlistar. Þrjár virkilega spennandi hæfileikakonur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Þá var einnig tilkynnt á vefmiðlinum Albumm.is hvert tónlistarmyndband ársins væri en það var valið í kosningu á netinu auk þess að dómnefnd, skipuð tónlistarfólki og kvikmyndaleikstjóra, hafði vægi á móti. Tónlistarmyndband ársins var valið myndband Frosta Jóns Runólfssonar við lag Jónsa, Sumarið sem aldrei kom. Sjón er sögu ríkari; https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw


HLJÓ
MSVEITIN SIGUR RÓS HEIÐRUÐ
Heiðursverðlaunahafar ársins er hljómsveitin Sigur Rós og tóku þeir við viðurkenningunni frá Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Sigur Rós var stofnuð 1994 í Mosfellsbæ, eftir hana liggja meðal annars sjö breiðskífur, kvikmyndir og önnur listaverk sem hafa gert það að verkum að Sigur Rós er ein þekktasta og dáðasta hljómsveit okkar þjóðar sem á milljónir áhangenda um alla veröld. Stofnmeðlimir hljómsveitarinnar, sem í fyrstu hét Victory Rose, þeir Georg Holm, Ágúst Ævar Gunnarsson og Jónsi veittu verðlaununum viðtöku. Jónsi var þó mættur í streymisformi þar sem hann er búsettur erlendis. Með þeim voru vitaskuld þeir Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason sem hafa verið meðlimir Sigur Rósar um langa hríð. Þeim er hér þakkað fyrir sitt drjúga framlag til íslenskrar tónlistar og menningar.

Boðið var upp á tónlistaratriði á heimsmælikvarða í beinni útsendingu þegar nýkrýnd söngkona ársins, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir flutti útgáfu sína af hinu þekkta þjóðlagi, Móðir mín í kví kví. Ingibjörg Elsa Turchi sem hlaut tvenn verðlaun kom fram ásamt hljómsveit sinni og flutti verk sitt Elefþería af hinni frábæri hljómplötu Meliae. Rokkgreifarnir í HAM heiðruðu samkomuna með flutningi á rokklagi ársins, Haf trú af plötu sinni Chromo Sapiens sem þeir unnu í tengslum við verk Hrafnhildar Shoplifter Arnardóttur. Bríet sem hlaut þrenn verðlaun á hátíðinni bauð upp á magnþrungið atriði þegar hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt og hóf sig til flugs í lokin. Það var svo GusGus sem sló botn í dagskrá kvöldsins þegar þau fluttu lagið Higher ásamt mögnuðum danshópi, diskókúlum og konfettísprengjum.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um verðlaunahafa ársins í öllum flokkum. Við óskum verðlaunahöfum sem og öllum þeim sem voru tilnefnd – innilega til hamingju!


VERÐLAUNAHAFAR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2021


POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS
Kveðja, Bríet  – BRÍET

ROKK – PLATA ÁRSINS
Endless Twilight of Codependent Love  – Sólstafir

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS
VACATION  – CYBER

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS
Visions of Ultraflex  – Ultraflex

POPP – LAG ÁRSINS
Think About Things – Daði Freyr

ROKK – LAG ÁRSINS
Haf trú – HAM

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS
Geimvera  – JóiPé x Króli

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS
Think Too Fast  – JFDR

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Heima með Helga

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Hjaltalín

SÖNGVARI ÁRSINS
Högni Egilsson

SÖNGKONA ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
Bubbi Morthens

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS
Sumarið sem aldrei kom – Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson
https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw

BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2
Gugusar

 

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS
John Speight, Solo Piano Works  – Peter Máté

TÓNVERK ÁRSINS
Accordion Concerto – Finnur Karlsson

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Sönghátíð í Hafnarborg

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
Brák og Bach

SÖNGKONA ÁRSINS
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

SÖNGVARI ÁRSINS
Stuart Skelton

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Víkingur Heiðar Ólafsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Sinfóníuhljómsveit Íslands

BJARTASTA VONIN Í SÍGILDRI OG SAMTÍMATÓNLIST
Steiney Sigurðardóttir sellóleikari

 

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Meliae – Ingibjörg Turchi

TÓNVERK ÁRSINS
Four Elements – Haukur Gröndal

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Sigurður Flosason

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Haukur Gröndal

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Frelsissveit Íslands

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
Jazzhátíð Reykjavíkur

BJARTASTA VONIN Í DJASS- OG BLÚSTÓNLIST
Laufey Lín Jónsdóttir


ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST
Defending Jacob – Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST
Shelters one  – Jelena Ciric

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
EPICYCLE II – Gyða Valtýsdóttir

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Astronaut  – Red Barnett

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS
PLASTPRINSESSAN  – K.óla:
Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS
Meliae – Ingibjörg Turchi:
Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

  

SIGUR RÓS HLÝTUR HEIÐURSVERÐLAUN ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2021

Árið 1994 fæddist í Mosfellsbæ hljómsveitin Sigur Rós, sem fékk nafn sitt frá systur söngvara og gítarleikara sveitarinnar – Jóns Þórs Birgissonar, en stúlkan sú var nýfædd þegar hljómsveitin fékk nafn sitt. Upphaflega var hljómsveitin kölluð Victory Rose.

Meðlimir Victory Rose voru ásamt Jóni Þór eða Jónsa, þeir Georg Holm og Ágúst Ævar Gunnarsson og byrjuðu þeir á að apa eftir uppáhalds hljómsveitunum sínum, en hófu svo fljótlega að skapa sinn eigin stíl. Tónlistin var draumkennd og dramatísk, rödd Jónsa notuð meira eins og eitt af hljóðfærunum frekar en hefðbundin söngrödd og spilaði Jónsi á litríkan rafmagnsgítar sinn gjarnan með fiðluboga og hafði hátt, en stundum lágt. Hljóðheimurinn

var þarna kominn – fullskapaður á fyrstu plötunni, Von sem kom út árið 1997 undir merkjum Sigur Rósar og því Victory Rose nafnið lagt til hliðar. Einkennandi hljóðheimur sveitarinnar var svo innsiglaður rækilega til framtíðar á meistaraverkinu Ágætis byrjun 1999, en sú plata náði sannarlega eyrum tónlistarunnenda um allan heim. Þarna hafði hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson bæst við sem fastur liðsmaður Sigur Rósar.

Á svigaplötunni 2002 bjuggu þeir til sitt eigið tungumál – Vonlensku – hopelandic, enn stækkaði aðdáendahópurinn um víða veröld og við tóku tónleikaferðalög umhverfis veröldina gjörvalla. Ágúst trommari hafði lagt kjuðana á hilluna og í hans stað kominn Orri Dýrason. Platan var tekin upp í nýju hljóðveri sem hljómsveitin kom sér upp í gamalli sundlaug í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og er enn starfandi undir Sundlaugar nafninu.

Sigur Rós sýndu fylgjendum sínum þakklæti og sögðu Takk á næstu plötu sem kom út árið 2005. Þar er t.d. lagið Hoppípolla sem BBC notaði mikið til að auglýsa einstaka náttúrulífsþætti sína um tíma. Árið 2008 leit fimmta platan dagsins ljós, Með suð í eyrum við spilum endalaust og má þar finna þeirra helstu smelli sem ennþá heyrast reglulega í útvarpi um allan heim. Fjórum árum ssíðar kemur út platan Valtari – og nýjasta platan, en vonandi ekki sú síðasta, Kveikur, kom svo árið 2013.

Sigur Rós hefur undanfarinn aldarfjórðung með einstakri tónlist sinni heillað milljónir manna um allan heim, kveikt áhuga fólks á heimalandi þeirra, því stórbrotna landi elds og ísa sem býr til fólk sem skapar tónlist eins og Sigur Rós gerir. Og það sem meira er – tónlist Sigur Rósar, þegar hún er ekki á Von-lensku, er sungin á Íslensku. Sigur Rós hefur sýnt það og sannað að það er hægt að sá í gegn alþjóðavísu með því að syngja á Íslensku og það er öllum ljóst að þetta hefur skapað Sigur Rós en meiri sérstöðu en ella. Sigur Rós hefur unnið til fjölda verðlauna, og fengið enn fleiri tilnefningar til verðlauna í gegnum tíðina bæði fyrir tónlist sína og kynngimögnuð myndbönd. Lögin þeirra hafa líka heyrst í gríðarlegum fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta um allan heim.

Sigur Rós hefur gefið okkur 7 breiðskífur sem allar eru einstakar. Þeir hafa gert kvikmyndir, ferðast um Ísland og allan heim aftur og aftur og allstaðar eiga þeir aðdáendur sem hafa ýmist hlegið eða grátið á tónleikum hjá þeim, og oft bæði í einu. Sigur Rós kom síðast fram hér heima á Norður og niður listahátíðinni sem hljómsveitin stóð fyrir í Hörpu milli jóla og nýárs 2017 og fáum við vonandi að sjá Sigur Rós á sviði aftur sem allra fyrst. Við eigum Sigur Rós mikið að þakka – þeir hafa gert svo margt gott fyrir íslenska tónlist, íslenska menningu og okkur öll um langa hríð. Þeim er hér færðar þakkir fyrir þeirra framlag.
Hljómsveitin Sigur Rós er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021

By | awards, Fréttir, news

 

Bríet, Auður, Ingibjörg Turchi, GDRN, Ólafur Arnalds, Hjaltalín og Ásgeir með flestar tilnefningar í ár!

Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14. apríl.

Tónlistarárið 2020 verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir. Sköpunarkraftur og áræðni íslensks tónlistarfólks fór ekki framhjá neinum, á sama tíma þegar heimsfaraldur gekk yfir alla heimsbyggðina með öllum þeim takmörkunum á hinu hefðbundna lífi sem við þekkjum. Sjálfsbjargarviðleitnin skilaði sér í fjölmörgum skemmtilegum viðburðum á rafrænu formi, tónlist var áberandi í ljósvakamiðlum og síðast en ekki síst var uppskera nýrrar tónlistar með mesta móti. Innsendingar til verðlaunanna gáfu glögga mynd af því hversu blómlegt tónlistarstarfið var árið 2020 en metfjöldi barst í öllum flokkum verðlaunanna.

Flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár hlýtur Bríet Ísis Elfar fyrir tónlistina á plötu sinni Kveðja, Bríet en tilnefningarnar eru sjö talsins auk þess sem Pálmi Ragnar Ásgeirsson samstarfsmaður Bríetar er tilnefndur sem lagahöfundur ársins. Ingibjörg Turchi hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og djassáhugafólks fyrir plötu sína Meliae en hún var m.a. valin plata ársins hjá Morgunblaðinu í fyrra. Ingibjörg ásamt  Auði hljóta næstflestar tilnefningar, sex talsins, Ólafur Arnalds hlýtur fimm og þau GDRN, Hjaltalín og Ásgeir hljóta fjórar. Um 120 flytjendur og hópar eru tilnefndir í ár og eru það fleiri en þrjátíu sem hljóta fleiri en eina tilnefningu í ár.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. apríl og verður verðlaunahátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er ein fyndnasta kona landsins, grín- og leikkonan Saga Garðarsdóttir.

Helsti stuðningsaðili Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár er NOVA en verðlaunahátíðin er haldin árlega af Samtóni, sem eru regnhlífarsamtök aðildarfélagana í íslensku tónlistarlífi. Þetta er því sannarlega uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks.

 

Eftirtaldir hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021:

 

POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS

BRÍET – Kveðja, Bríet
GDRN – GDRN
Hjaltalín – Hjaltalín
JFDR – New Dreams
Ásgeir – Sátt

ROKK – PLATA ÁRSINS

Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Sólstafir – Endless Twilight of Codependent Love
Auðn – Vökudraumsins fangi
Celebs – Tálvon hinna efnilegu
Dream Wife – So When You Gonna…

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS

CYBER – VACATION
JóiPé x Króli – Í miðjum kjarnorkuvetri
Logi Pedro – Undir bláu tungli

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS

Ultraflex – Visions of Ultraflex
gugusar – Listen To This Twice
Mikael Lind – Give Shape to Space
Moff & Tarkin – Man of the Match
Volruptus – First Contact

POPP – LAG ÁRSINS

Esjan – BRÍET
Think About Things – Daði Freyr
Vorið – GDRN
Það bera sig allir vel – Helgi Björns
Stundum – Moses Hightower

ROKK – LAG ÁRSINS

Haf trú – HAM
Visitor – Of Monsters and Men
Eldborg – Auðn
Prince – MAMMÚT
Kraumar – Celebs

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS

Ungi Besti & Milljón – Vera Illuga
Auður og Floni – Týnd og einmana
JóiPé x Króli – Geimvera
CYBER – calm down
Logi Pedro – Ef Grettisgata gæti talað

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS

Inspector Spacetime – Hvað sem er
Ólafur Arnalds – Loom (feat. Bonobo)
JFDR – Think Too Fast
Ultraflex – Full of Lust
Kuldaboli – Ískaldur veruleikinn

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Heima með Helga
Auður í Vikunni með Gísla Marteini
Listagjöf Listahátíðar í Reykjavík
HAM í Listasafni Reykjavíkur
Big Party Post-Club International

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar
Jóhannes Bjarki Bjarkason
Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
Einar Georg Einarsson, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson og Ásgeir Trausti Einarsson
Benedikt H. Hermannsson

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Pálmi Ragnar Ásgeirsson
Hjaltalín
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Auðunn Lúthersson
Moses Hightower

SÖNGVARI ÁRSINS

Högni Egilsson
Jón Jónsson
Auðunn Lúthersson
Ásgeir Trausti Einarsson
Matthías Matthíasson

SÖNGKONA ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar
Jófríður Ákadóttir
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Jelena Ciric
Rakel Mjöll Leifsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS

BRÍET
Auður
HAM
Daði Freyr
Bubbi Morthens


TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS

Sumarið sem aldrei kom – Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson.
https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw

Pictures – Ásgeir. Leikstjórn: Einar Egilsson
https://www.youtube.com/watch?v=jRmatUn6aRY

Ljós – Auður feat. BRÍET og Drengur.  Leikstjórn: Kristinn Arnar Sigurðsson aka krassasig
https://www.youtube.com/watch?v=KNneHAYZetQ

Hvíti dauði – Teitur Magnússon (feat. Gunnar Jónsson Collider). Leikstjórn: Jón Bjarki Magnússon
https://www.youtube.com/watch?v=87JeT0ppWiU

Píla – Joey Christ ft. Lil Binni. Leikstjórn: Rough Cult
https://www.youtube.com/watch?v=IauLXt4Bn40

Take the Seasons – Oscar Leone. Leikstjórn: Midnight Mar
https://www.youtube.com/watch?v=qGyqPklZoOo

Easy – aYia. Leikstjórn: Salomon Ligthelm
https://www.youtube.com/watch?v=o6IJZXZ2dzY

Back To The Sky – Ólafur Arnalds, JFDR. Leikstjórn: Arni & Kinski
https://www.youtube.com/watch?v=SwX4b8ohI5o


BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2

Kristin Sesselja
Inspector Spacetime
Skoffín
gugusar
Salóme Katrín

Tónlistarkonan gugusar

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS

Elfa Rún Kristinsdóttir – Baroque Violin Sonatas
Víkingur Heiðar Ólafsson – Debussy-Rameau
Peter Máté – John Speight, Solo Piano Works
Halldór Smárason – STARA: Music of Halldór Smárason
Páll Ragnar Pálsson – Atonement

TÓNVERK ÁRSINS

Finnur Karlsson – Accordion Concerto
Hafdís Bjarnadóttir – Sumar
Bára Gísladóttir – VÍDDIR
Hugi Guðmundsson – BOX, konsert fyrir harmónikku og lírukassa
Snorri Sigfús Birgisson – Konsert fyrir hljómsveit

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR

Listagjöf Listahátíðar í Reykjavík
Myrkir Músíkdagar
Reykholtshátíð 2020
Sönghátíð í Hafnarborg
Sumartónleikar í Skálholti 2020

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

70 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands (5. mars)
KIMI: Afkimar
Brák og Bach
The Modern Romantic – Stuart Skelton (Sönghátíð í Hafnarborg)
Ekkert er sorglegra en manneskjan – Friðrik Margrétar-Guðmundsson

SÖNGKONA ÁRSINS

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Heiða Árnadóttir
Herdís Anna Jónasdóttir
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

SÖNGVARI ÁRSINS

Elmar Gilbertsson
Kristinn Sigmundsson
Stuart Skelton
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Sverrir Guðjónsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR

Anna Guðný Guðmundsdóttir
Elfa Rún Kristinsdóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson
Halla Steinunn Stefánsdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Barokkbandið Brák
Elektra Ensemble
Strokkvartettinn Siggi
Cantoque Ensemble

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 14. APRÍL

Ingibjörg Turchi og hljómsveit

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS

Melismetiq Live – Melismetiq
Make – MONOGLOT
Meliae – Ingibjörg Turchi
hits of – hist og
Four Elements – Haukur Gröndal og Frelsissveit Íslands

TÓNVERK ÁRSINS

Geneva – Ari Bragi Kárason
Svörður – Agnar Már Magnússon
Þú varst ástin mín – Sigurður Flosason
Four Elements – Haukur Gröndal
I don’t want to sleep – Mikael Máni Ásmundsson og Kristín Birgitta Ágústsdóttir

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Ingibjörg Elsa Turchi
Sigurður Flosason
hist og (Eiríkur Orri Ólafsson, Róbert Reynisson og Magnús Trygvason Eliassen)
Mikael Máni Ásmundsson
Þórir Úlfarsson (Thor Wolf)

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR

Haukur Gröndal
Sigurður Flosason
Leifur Gunnarsson
Andrés Þór
Stína Ágústsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Frelsissveit Íslands
Ingibjörg Turchi og hljómsveit
hist og
Brim
Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

Jazzhátíð Reykjavíkur
Jazz í Borgarbókasafninu: Beint á ská og Jazz í hádeginu
Síðdegistónar í Hafnarborg
Ingibjörg Turchi og hljómsveit: Útgáfutónleikar Meliae í Kaldalóni
Charlie Parker with strings á Jazzhátíð Reykjavíkur

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 14. APRÍL

 

ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

Defending Jacob – Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds
Thin Ice – Biggi Hilmars
We’re Here – Herdís Stefánsdóttir
The Vasulka Effect – Hugar
Chasing the Present – Snorri Hallgrímsson

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGATÓNLIST

Brek – Brek
Elín Hall – Með öðrum orðum
Baggalútur – Kveðju skilað
Jelena Ciric – Shelters one
Ásgeir Ásgeirsson – Persian path

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

The Ghost Choir – The Ghost Choir
Ólafur Arnalds – some kind of peace
Red Barnett – Astronauts
K.óla – PLASTPRINSESSAN
Gyða Valtýsdóttir – EPICYCLE II

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson – Morphogenesis
Ólafur Arnalds –  Defending Jacob Theme
Magnús Jóhann – Sálmur fyrir Sollu systur
Kira Kira – We The Feels
Red Barnett – Astronaut

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS

Ingibjörg Turchi – Meliae: Klara Arnalds
BRÍET – Kveðja, Bríet: Bríet Ísis Elfar, Sigurður Erik Hafliðason, Þorgeir Blöndal
Mikael Lind – Give Shape to Space: Sigga Björg Sigurðardóttir, Harry Towell
K.óla – PLASTPRINSESSAN: Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson
Jesper Pedersen – Katydids: Páll Ivan frá Eiðum

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS

EPICYCLE II – Gyða Valtýsdóttir: Upptökustjórn: Albert Finnbogason, Hljóðblöndun: Gyða Valtýsdóttir, Jónsi og Albert Finnbogason

Meliae – Ingibjörg Turchi: Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

STARA – Halldór Smárason: Upptökustjórn: Dan Merceruio og Daniel Shores

Kveðja, Bríet – BRÍET: Upptökustjórn: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Hljómjöfnun: Friðfinnur Oculus Sigurðsson

Hjaltalín – Hjaltalín: Upptökustjórn: Styrmir Hauksson og Hjaltalín

ÖLL MET SLEGIN Í INNSENDINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA

By | awards, Fréttir, news


Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 verða haldin hátíðleg í Silfurbergi Hörpu, laugardagskvöldið 17. apríl. Uppskeru tónlistarársins 2020 verður þá fagnað en segja má að uppskera þess árs hafi verið með besta móti, þrátt fyrir fordæmalausa tíð. Veislustjóri verður engin önnur en Saga Garðarsdóttir grín- og leikkona.

Árið 2020 mun án efa seint gleymast öllum þeim sem upplifðu það og sömuleiðis þeim sem rýna munu í spjöld sögunnar í framtíðinni. Svo fordæmalaust var árið með öllum sínum heimsendapestum, náttúruhamförum og heimaskrifstofum. Allt það fólk sem stóð í framlínunni, heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, fólk í þjónustustörfum og umönnun – unnu kraftaverk. Um það verður ekki deilt.

Eitt af því sem við megum einnig þakka fyrir hér heima er framlag tónlistarinnar. Hún skipaði stórt hlutverk í því að viðhalda gleðinni á erfiðum tímum. Íslenskt tónlistarfólk kom víða við, brást við aðstæðum á einstakan máta og allt þetta skilaði sér í aragrúa af frábærri tónlist. Árið 2020 var nefnilega þrátt fyrir allt býsna gjöfult ár þegar kemur að útgáfu. Húrra fyrir íslenskri tónlist!

Innsendingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hófu að berast á Degi íslenskrar tónlistar 1. desember síðastliðinn og rann frestur út 17. janúar í ár. Skemmst er frá því að segja að öll met voru slegin í innsendingum en um 1200 innsendingar bárust í formi platna, tónverka, viðburða, einstaklingsverðlauna, myndbanda og hönnunar.

Það hefur því ekki verið öfundsvert starf allra þeirra sem eiga sæti í dómnefndum að kynna sér allar þær metnaðarfullu innsendingar sem bárust. Dómnefndirnar eru fjórar talsins; ein í flokki popp-, rokk-, rapp/hipphopp- og raftónlistar, önnur í sígildri og samtímatónlist, sú þriðja í djass- og blústónlist og loks svokölluðum opnum flokki. Þar er tekin fyrir önnur tónlist, heims-, þjóðlaga-, kvikmynda- og leikhústónlist. Það eru hátt í þrjátíu manns sem koma að þessu starfi.

Tilkynnt verður um tilnefningar til verðlaunanna þann 24. mars en verðlaunin sjálf verða eins og áður segir afhent í Hörpu, 17. apríl en sjónvarpað verður frá verðlaunakvöldinu í beinni útsendingu á RÚV.

NOVA kynnt sem bakhjarl og skráningargjöld felld niður

By | awards, Fréttir, news

Íslensku tónlistarverðlaunin og símafyrirtækið NOVA hafa hafið samstarf um tónlistarverðlaunin 2021 og í kjölfarið ákveðið að fella niður öll gjöld vegna innsendinga til verðlaunanna. Þrátt fyrir afar erfitt ár fyrir tónlistariðnaðinn, þar sem lítið hefur verið um tónleika- og annað viðburðahald, hefur þó gróskan verið gríðarleg og útgáfan sem betur fer afar auðug. Með þessu vilja ÍSTÓN og Nova leggja áherslu á að styðja við íslenskt tónlistarfólk og hvetja þau áfram til dáða.

Opnað var fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í gær, 1. desember 2020, sem er jafnframt Dagur íslenskrar tónlistar. Allt tónlistarfólk er hvatt til þess að senda sín verk frá þessu viðburðarríka og eins og sumir segja „fordæmalausa” ári sem 2020 hefur sannarlega verið. En gjöfult hefur árið verið þegar kemur að íslenskri tónlist og útgáfan afar blómleg. Við gleðjumst yfir því. Hægt verður að tilnefna tónlist, hljómplötur, tónverk, rafræna viðburði og allt það sem tónlistarárið gaf af sér og eru verðlaunin byggð upp á fjórum meginflokkum. Hægt verður að skrá inn ný verk til og með 15. janúar 2021.

Hverjir geta sent inn og hvar?
Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd árið 2020 er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka.

Flokkarnir fyrrgreindu eru:
1. Sígild og samtímatónlist.
2. Djass- og blústónlist.
3. Popp-, rokk-, hipphopp- og raftónlist
4. Önnur tónlist: Önnur tónlist er opinn flokkur, þar sem kvikmynda- og leikhústónlist, þjóðlaga- og heimstónlist eiga sér heimili.

• Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020
• Skilafrestur á innsendingum rennur út á miðnætti 15. janúar 2021
• Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar um miðjan febrúar 2021
• Veitt verða 38 verðlaun í 4 flokkum auk heiðursverðlauna.
• Verðlaunahátíðin fer fram í Hörpu miðvikudaginn 10. mars 2021
• Íslensku tónlistarverðlaunin verða í beinni útsendingu á RÚV
• Skráningargjöld hafa verið felld niður í samvinnu við aðalbakhjarl verðlaunanna; NOVA.

Skráning á tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram hér (https://istonumsokn.firebaseapp.com/)

Dómnefndir 2019 – 2020

By | awards, Fréttir, news, Tilnefningar 2020 | No Comments

 

Dómnefndir Íslensku tónlistarverðlaunanna voru skipaðar með eftirfarandi hætti.

 

Sígild og samtímatónlist

Friðrik Margrétar-Guðmundarson
Gísli Magna
Hlín Pétursdóttir
Signý Leifsdóttir
Svanhildur Óskarsdóttir
Tui Hirv – Formaður dómnefndar

Popp, rokk, raftónlist, rapp og hipphopp

Erla Stefánsdóttir
Hannes Friðbjarnarson
Helga Þórey Jónsdóttir – Formaður dómnefndar
Ólafur Halldór Halldórsson
Ólafur Páll Gunnarsson
Ómar Úlfur Eyþórsson
Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir

Djass og blús

Ari Daníelssson
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir
Skúli Þórðarson
Þóra Sif Svansdóttir – Formaður dómnefndar

Önnur tónlist: Opinn flokkur, þjóðlagatónlist og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist

Arnar Eggert Thoroddsen
Friðrik Margrétar-Guðmundarson
Helga Þórey Jónsdóttir
Þóra Sif Svansdóttir
Þráinn Árni Baldvinsson – Formaður dómnefndar

Dómnefnd Albumm.is í formennsku Steinars Fjeldsted tilnefndi og valdi tónlistarmyndband ársins ásamt lesendum síðunnar.

Sérstaka aðstoð og umsögn veitti Þormar Melsted við greiningu og umræðu þegar farið var yfir innsendingar á Plötuumslagi ársins.

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna þakkar dómnefndum kærlega fyrir frábæra samvinnu, vönduð vinnubrögð, gott og óeigingjarnt starf.

Íslensku tónlistarverðlaunin 2020

By | awards, Fréttir | No Comments

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN AFHENT Í HÖRPU

 

Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir, Kristín Anna, Grísalappalísa, Páll Ragnar Pálsson, Ásta og Ingi Bjarni Skúlason voru meðal vinningshafa á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í kvöld. Veitt voru 38 verðlaun auk heiðursverðlauna á annars fjölbreyttri verðlaunaafhendingu þar sem verðlaun dreifðust á margar hendur. Hin ástsæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut heiðursverðlaun Samtóns og lokatónar kvöldsins voru slegnir Ragga Bjarna til heiðurs.

Margrét Rán Magnúsdóttir ásamt félögum sínum í Vök og Auður unnu til flestra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum eða þrenn hvor. Auður var valinn söngvari ársins og flytjandi auk þess sem lagið hans Enginn eins og þú hlaut verðlaun sem popplag ársins. Vök átti poppplötu ársins, In the Dark og Margrét Rán var valin lagahöfundur ársins en hún var einnig valin söngkona ársins. Það kom eflaust fáum á óvart að sigurganga Hildar Guðnadóttur héldi áfram á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld en tónlist hennar við Chernobyl hampaði tvennum verðlaunum.   

Að öðru leiti er ekki hægt að segja annað en að verðlaun hafi dreifst víða, hafi endurspeglað breiddina sem við búum við og að hinn sanni sigurvegari  kvöldsins hafi verið íslensk tónlist og fjölbreytileikinn en þetta á við alla fjóra flokka Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Eins og áður segir voru hljómsveitin Vök með Margréti Rán Magnúsdóttir í fararbroddi og Auður áberandi í flokki popp, rokk, raf, rapp og hiphopptónlistar. Það var einnig Grísalappalísa sem átti opnunaratriði hátíðarinnar og hlaut tvenn verðlaun. Plata sveitarinnar og jafnframt svanasöngur hennar Týnda Rásin var kosin rokkplata ársins en tveim dögum áður höfðu söngvarar og textasmiðir Grísalappalísu, Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson, fengið Íslensku tónlistarverðlaunin afhent sem textahöfundar ársins í þættinum Menningunni á RÚV. Rokklag ársins kemur frá Álftanesi en það var Fyrsta ástin frá spútniksveitinni Hipsumhaps sem hlaut verðlaunin en lagið er uppfullt af tilfinningu og er afar grípandi svo ekki sé meira sagt.

Plata Bjarka, Happy Earthday, var valin raftónlistarplata ársins en skífan þykir heilsteypt og vandað verk þar sem hinum ýmsu stefnum er att saman. Lag ársins í raftónlist átti hins vegar hin orkuríka sveit Sykur með lag sitt Svefneyjar enda ansi grípandi danssmellur sem engan svíkur. Plata ársins í rapp og hipp-hopptónlist var plata Cell7, Is anybody listening? sem dómnefnd sagði fjölbreytta og kraftmikla um leið og lagasmíðarnar einkenndust af framúrskarandi og óaðfinnanlegri túlkun Cell7 á efninu. Lag ársins í rapp og hipp hoppi var hins var lag Flona, Falskar ástir en það þykir óvenju fallegt popplag þar sem autotune-tæknin er nýtt á skemmtilegan hátt til þess að draga fram sálarangist ljóðmælanda. Vel samið lag hjá upprennandi og leitandi tónlistarmanni.

Ekki er hægt að hugsa um tónlistarárið 2019 án þess að leiða hugann að þátttöku Hatara í Söngvakeppninni en Hatari í Eurovision var valinn tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Skal engan undra enda verður þessi viðburður lengi í minnum hafður.  Hárbeitt ádeila sveitarinnar skilaði sér í stórgóðum flutningi lagsins​ Hatrið mun sigra​ og vakti athygli um heim allan. Hatari hlaut einnig önnur verðlaun áður en kvöldið var úti en tónlistarmyndband ársins sem kosið var af dómnefnd og lesendum Albumm.is var Hatrið mun sigra í leikstjórn Baldvins Vernharðssonar og Klemens Hannigan.

Djass og blústónlist er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir og fjöldi innsendinga hefur aldrei verið meiri. Djassinn dunar og það er gott en í ár var það enginn annar en Tómas Ragnar Einarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar lesið var upp hvaða plata fengi Íslensku tónlistarverðlaunin sem djass og blúsplata ársins. Plata Tómasar, Gangandi Bassi, þykir fanga afslappað andrúmsloft Kúbu þar sem tónmál sveiflunnar og latíntónlistar ganga hönd í hönd..

Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Avi eftir djassgítarleikarann Andrés Þór. Avi er angurvær ballaða með fallegum stíganda þar sem gítarinn fær að njóta sín, nýr íslenskur djassstandard. Hljómsveitin ADHD hlaut verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins í flokki hópa enda er sveitin ávallt iðin við kolann og gríðarvinsæl bæði hér heima og erlendis. Tónlistarflytjandi ársins úr flokki einstaklinga er Sunna Gunnlaugsdóttir. Sunna er sérlega ötull og afkastamikill djasspíanisti, tónskáld og tónleikahaldari og þar er síðasta ár engin undantekning þar sem hún lék fjölda tónleika erlendis sem og hér á landi. Lagahöfundur ársins var valinn Einar Scheving, en plata Einars Mi Casa, Su Casa einkennist af lágstemmdum en áhrifamiklum verkum sem mynda sterka heildarmynd. Tónsmiðarnar eru ljóðrænar og ljúfar og kalla fram ljúfsár hughrif sem senda hlustandann í ferðalag og koma honum aftur heim. Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur hlaut svo Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarviðburður ársins en þótti hún einkar glæsileg, umfangsmikil og vel útfærð. Sveitin lék á fjölda tónleika og tókst á við mjög ólík og krefjandi verkefni þar sem fengist er við vítt svið djasstónlistar af öllum gerðum – innlenda og erlenda, framsækna og létta.

Í sígildri og samtímatónlist var Concurrence með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar valin plata ársins. Þetta vandaða hljóðrit heillaði dómnefndina sem og aðra unnendur góðrar tónlistar. Concurrence þykir sýna margbreytileika íslenskrar samtímatónlistar í sinni bestu mynd. Flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels er fyrsta flokks og sérstaka athygli vekur upptökustjórnin sem er framsækin og metnaðarfull.

Crevace, konsert fyrir flautu og fagott eftir Páll Ragnar Pálsson var valið tónverk ársins. Hér fléttar Páll Ragnar tveimur djörfum einleikspörtum saman við framsækin og hugvitssöm hljómsveitarskrif. Tónmálið er hvort tveggja, persónulegt og myndrænt og í verkinu nær hann að tengja saman tóna og þann kraft sem ólgar í iðrum jarðar.

Tónlistarviðburður ársins var valin Hljóðön – Sýning tónlistar sem flutt var í Hafnarborg en sýningin þótti spennandi og frumleg með afar áhrifaríkum upphafstónleikum þar sem vel var unnið með samspil tónlistar og rýmis. Það voru Myrkir músíkdagar sem hrepptu hnossið sem tónlistarhátíð ársins úr flokki hátíða en nýju lífi hefur verið blásið í Myrka músíkdaga sem þóttu sérlega glæsilegir í fyrra og sýndi hátíðin vel fjölbreytni nýsköpunar í íslenskri tónlist.

Tónlistarflytjandi ársins úr röðum einstaklinga var valinn Bjarni Frímann Bjarnason en hann er afar fjölhæfur listamaður og kraftar hans nýtast vel íslensku tónlistarlífi. Bjarni Frímann þótti sýna einstaka hæfni sem listrænn stjórnandi í störfum sínum fyrir Íslensku óperuna og Sinfóníuhljómsveit Íslands á liðnu ári og er vel að verðlaununum kominn. Elektra Ensemble hlaut verðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins úr flokki tónlistarhópa en Elektra Ensamble hefur í áratug verið eitt af flaggskipum íslenskrar samtímatónlistar. Hópinn skipa fimm framúrskarandi tónlistarkonur sem eru ófeimnar við tilraunir og í fyrra var haldið upp á tíu ára afmælið með útgáfu nýrrar plötu og glæsilegum útgáfutónleikum.

Söngkona ársins er Dísella Lárusdóttir en hún vakti sérstaka athygli á árinu fyrir afburða frammistöðu á sviði Metropolitan óperunnar í New York þar sem hún fór með hlutverk Tye drottningar í óperunni Akhnaten​ eftir Philip Glass. Söngvari ársins var svo Benedikt Kristjánsson, en flutningur hans og samverkamanna hans á ​Jóhannesarpassíu​ Bachs vakti mikla athygli og hrifningu erlendis á árinu. Benedikt gaf einnig út einsöngsplötu þar sem fléttað er saman íslenskum þjóðlögum og sönglögum eftir Schubert svo hvort tveggja birtist í nýju ljósi

Í flokknum Önnur tónlist komu verðlaunahafar úr röðum höfunda kvikmynda- og leikhústónlistar sem og blómlegum garði þjóðlaga- og heimstónlistar. Það kom eflaust fáum á óvart að það skyldi vera Hildur Guðnadóttir sem fékk verðlaun í flokki kvikmyndatónlistar en þar var það tónlist hennar við sjónvarpsþættina Chernobyl sem bar sigur úr býtum. Meðferð Hildar á hljóðheimi þáttanna brýst út fyrir hefðbundið hlutverk tónlistar í kvikmyndagerð á djarfan hátt og mörkin milli hljóðvinnslu og tónlistar þykja óræð en alltaf skín vel í gegn persónulegur stíll tónskáldsins. Chernobyl hlaut þar að auki önnur verðlaun en Hildur Guðnadóttir og Sam Slater fengu verðlaun fyrir upptökustjórn ársins fyrir hljóðmynd þáttanna en útfærsla hennar þótti ekkert minna en afrek sem á fáa sína líka í tónlistarsögunni í umsögn dómnefndar.

Kristín Anna Valtýsdóttir vann einnig til tveggja verðlauna í Opna flokknum en platan hennar
I must be the devil var valin plata ársins, þar sem henni var lýst sem hreinasta galdri í umsögn auk þess sem umslagshönnun sömu plötu heillaði líka og var valið plötuumslag ársins. Umslagið felur í sér vísanir í rokksöguna en stendur einnig sem fallegt gjörningalistaverk sem þeir Ragnar Helgi Ólafsson og Ari Magg önnuðust. Fyrsta plata Ástu, Sykurbað, lét ekki fara mikið fyrir sér á síðasta ári en einlægni Ástu, vangaveltur hennar og hugleiðingar þóttu einstakar og heillandi sem skiluðu Ástu verðlaunum fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist fyrir þessa frumraun sína. Loks hlaut Lára Rúnarsdóttir Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins í sama flokki fyrir Altari en í þessu fallega lagi opnar Lára hjarta sitt og syngur af einlægni og afslöppun. Lagið flutti Lára einnig á hátíðinni ásamt hljómsveit sinni.

Björtustu vonirnar

Veitt voru þrenn verðlaun á hátíðinni fyrir bjartar vonir framtíðarinnar. Í djass og blús var það píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason sem hlaut nafnbótina bjartasta vonin í ár. Ingi Bjarni lagði stund á djasspíanónám í Tónlistarskóla FÍH áður en leið hans lá í Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag vorið 2016 þar sem hann lauk sérhæfðu mastersnámi í tónlist. Ingi Bjarni þekkir vel inn á litróf djassins, er flinkur píanóleikari, leitandi tónsmiður og afar skapandi allri í nálgun sinni sem flytjandi. Á plötunni Tenging sem kom út í fyrra leiðir hann kvintett og sýnir þar afdráttarlaust hve mikið vald hann hefur á forminu og að sjóndeildarhringur hans er víður.

Í flokki sígildrar og samtímatónlistar var það Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sem var valin bjartasta vonin. Ingibjörg Ýr er eitt efnilegasta tónskáld landsins og hefur notið vaxandi athygli á undanförnum misserum. Í verkum hennar ber mikið á samspili texta og leikrænu við tónlist þar sem útkoman verður oft óvenjuleg. Meðal þeirra sem frumfluttu verk eftir hana á árinu eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Strokkvartettinn Siggi, og verkið O var tilnefnt á Alþjóðlega tónskáldaþingið. Ingibjörg Ýr er einnig hluti listahópsins Hlakkar sem staðið hefur fyrir viðburðum á sviði tilraunatónlistar.

Bjartasta vonin í poppi, rokki, rappi og raftónlist er tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 eins og undanfarin ár. Kosning fór fram á vef RÚV en í ár er það spútniksveitin Hipsumhaps frá Álftanesi sem hreppir hnossið. Hipsumhaps kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf í fyrra og náði miklum vinsældum á örskammri stundu fyrir vel samin lög sín og frábæra texta. Lögin Lífið sem mig langar í og Fyrsta ásin voru meðal mest leiknu laga í útvarpi á liðnu ári enda smellir af bestu sort. Það verður spennandi að fylgjast með þessari hæfileikaríku hljómsveit í framtíðinni, og sjá og heyra það sem fylgir í kjölfarið.

Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Það er Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sem er heiðursverðlaunahafi Samtóns á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár.

Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, á heimili þar sem tónlist var allt umlykjandi. Hún hóf feril sinn snemma, lék og söng í leikritum í Melaskólanum, kom fram í sjónvarpi og söng inn á plötu árið 1969. Sigrún var valin í hlutverk ungfrú Gúðmúnsen í sjónvarpsgerð Brekkukotsannáls eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness árið 1972, rataði í leiklistarnám skömmu síðar og hefur upp frá því leikið á sviði, í sjónvarpi og vinsælum kvikmyndum þar á meðal Silfurtungið (1978), Bíódagar (1994) og Karlakórinn Hekla (1992). Á áttunda áratugnum starfaði Diddú með allra vinsælustu popphljómsveit landsins, Spilverki þjóðanna og gaf út með Spilverkinu fjölda platna. Hún hefur ljáð ótal verkefnum rödd sína, sungið vísnalög, djassópusa, ljóðasöngva, einsöngslög og óperuaríur á sviði og inn á fjölda hljómplatna.
Sigrún stundaði nám í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum 1979 til 1984 og lauk þaðan Post Graduate námi 1985. Eftir nám hefur hún einbeitt sér að óperusöng og sótt sér reglulega leiðsögn í söng og túlkun hjá kennurum á Ítalíu.
Á óperusviðinu þreytti Sigrún frumraun sína í hlutverki Olympiu í Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach árið 1988, hjá Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu. Síðan hefur hún sungið fjölmörg óperuhlutverk hjá Íslensku óperunni, hjá Óperunni í Þrándheimi og í Gautaborg og er án efa ástsælasta og þekktasta óperusöngkona landsins.
Sigrún hefur starfað um árabil með píanóleikurunum Jónasi Ingimundarsyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttir, auk þess að hafa komið víða fram sem Diddú og Drengirnir. Sigrún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, ásamt ýmsum öðrum hljómsveitum, söngvörum og kórum víða um heim, meðal annars með tenórunum José Carreras, Placido Domingo og Hugh Smith. Sigrún hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir söng sinn, var m.a. valin Söngkona ársins 1977, 1978 og 1979. Hún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt á sviði sönglistarinnar 1995, varð Stórmeistari af finnsku ljónsorðunni 1997 og hefur verið bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Fram komu

Bergur Ebbi fór á kostum sem kynnir kvöldsins og náði vel til áhorfenda. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt og samkvæmt venju áttu það öll sameiginlegt að vera tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir utan eitt en þar var Ragga Bjarna minnst á hugljúfan hátt þegar Katla Vigdís og Arnar Guðjónsson fluttu lagið Barn og Oddur Arnþór og Salka Sól fluttu í kjölfarið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig við undirleik Kjartans Valdemarssonar, Þorgríms Jónssonar og Magnús Trygvasonar Eliassen. Úr hópi tilnefndra komu fram Grísalappalísa, Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit og strengjaleikurum, Hatari ásamt GDRN og kór, Siggi String Quartet, tríó Inga Bjarna Skúlasonar og Between Mountains.

Alls voru veitt 39 verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020 fyrir tónlistarárið 2019. Það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum en að baki Samtóni standa FÍH, FHF, STEF, SFS, FTT og Tónskáldafélag Íslands. Markmið Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum íslenskra tónlistarmanna og fagaðila, styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna skipa Margrét Eir Hönnudóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson.

Sérstakar þakkir frá Íslensku tónlistarverðlaunum fá

Concept Events, RÚV, Harpa, Lúxor, Instamyndir, Alda Music, Albumm, Tónlistarsjóður, Mekka wine & spirits, og allir þeir sem komu fram á hátíðinni og lögðu hönd á plóginn á einn eða annan hátt

Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2019:

Önnur tónlist: Opinn Flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist

Útgáfa ársins – Kvikmynda- og leikhústónlist
Hildur Guðnadóttir – Chernobyl

Plata ársins – Opinn flokkur
Kristín Anna – I must be the devil

Plata ársins – Þjóðlaga- og heimstónlist
Ásta – Sykurbað

Lag/tónverk ársins – Önnur tónlist
Lára Rúnars – Altari

Upptökustjórn ársins
Hildur Guðnadóttir og Sam Slater – Chernobyl

Plötuumslag ársins
Kristín Anna – I must be the devil
Ragnar Helgi Ólafsson – Hönnun og uppsettning
Ari Magg – Ljósmynd

Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp

Plata ársins – Popp
Vök – In the Dark

Plata ársins – Rokk
Grísalappalísa – Týnda rásin

Plata ársins – Raftónlist
Bjarki – Happy Earthday

Plata ársins – Rapp og hipp hopp
Cell7 – Is anybody listening?

Lag ársins – Popp
Auður – Enginn eins og þú

Lag ársins – Rokk
Hipsumhaps – Fyrsta ástin

Lag ársins – Raftónlist
Sykur – Svefneyjar

Lag ársins – Rapp og hipp hopp
Floni – Falskar ástir

Söngkona ársins
Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)

Söngvari ársins
Auðunn Lúthersson

Lagahöfundur ársins
Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)

Textahöfundur ársins
Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa)

Flytjandi ársins:
Auður

Tónlistarviðburður ársins
Hatari í Eurovision

Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna
Hipsumhaps

Tónlistarmyndband ársins 2019 – Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin:
Hatari – Hatrið mun sigra
Leikstjóri: Baldvin Vernharðsson & Klemens Hannigan

 

Sígild og samtímatónlist

Plata ársins
Concurrence – Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar

Tónverk ársins
Crevace, konsert fyrir flautu og fagott eftir Páll Ragnar Pálsson

Viðburður ársins – Einstakur viðburður
Hljóðön – Sýning tónlistar, Hafnarborg.

Viðburður ársins – Tónlistarhátíðir
Myrkir músíkdagar

Flytjandi ársins – Einstaklingar
Bjarni Frímann Bjarnason

Flytjandi ársins – Hópar
Elektra Ensemble

Söngvari ársins
Benedikt Kristjánsson

Söngkona ársins
Dísella Lárusdóttir

Bjartasta vonin – Sígild og samtímatónlist
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

 

Djass og blús

Plata ársins

Tómas Ragnar Einarsson – Gangandi bassi

Tónverk ársins
Avi
Tónskáld: Andrés Þór

Tónlistarflytjandi ársins – hópar
ADHD

Tónlistarflytjandi ársins – einstaklingar
Sunna Gunnlaugsdóttir

Tónlistarviðburður ársins
Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur

Lagahöfundur ársins
Einar Scheving

Bjartasta vonin
Ingi Bjarni Skúlason

Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Sigrún Hjálmtýsdóttir

 

 

Tilnefningar með rökstuðningi dómnefnda

By | awards, Fréttir, news, Tilnefningar 2020, Uncategorized | No Comments


Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 voru kynntar 19. febrúar  að viðstöddu fjölmenni í Kornhlöðunni.

 

Hér að neðan er að finna lista yfir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2019 ásamt rökstuðningi dómnefnda úr öllum flokkum.

DJASS OG BLÚS – TILNEFNINGAR

PLATA ÁRSINS

ADHD – ADHD 7
Skapmikil og í senn einlæg plata. Hér heldur ferðalag hljómsveitarinnar áfram um þeirra eigið landslag og hljóðheim þar sem innlifun og samspil er allsráðandi. Einfaldleiki laglínanna er þeirra styrkur í kyngimögnuðu andrúmsloftinu. Töfrarnir birtast í þögnum á milli nótnanna.

Einar Scheving – Mi Casa, Su Casa
Hér fléttast saman mögnuð spilamennska og fagrar tónsmíðar sem hitta hlustandann beint í hjartastað. Mjúkur og áreynslulaus hljóðheimurinn ber sterk höfundareinkenni Einars, sem teflir fram einvalaliði, eins og á fyrri plötum. Frábær flutningur og hljóðmynd.

hist og – Days of Tundra
Einstakur og frumlegur hljóðheimur þar sem rafhljóð og hljóðfæri mætast á jafnréttisgrundvelli. Ferskt og tilraunakennt en á sama tíma ákaflega áheyrilegt verk sem hirðir ekki um hefðbundin landamæri. Er þetta djass? Skiptir það máli?

Ingi Bjarni Skúlason – Tenging
Tenging er þriðja plata Inga Bjarna. Hér ríkir angurværð yfir vötnum í þroskuðum tónsmíðum og haganlegum útsetningum. Áferð og flutningur er af norræna skólanum og gefur plötunni sterkan heildarsvip. Flutningur af hæsta gæðaflokki þar sem trompetleikur Jakobs Eri Myhre stendur upp úr, ásamt píanóleik hljómsveitarstjórans.

Tómas Ragnar Einarsson – Gangandi bassi
Bassaleikarinn Tómas R Einarsson er þekktur fyrir að fanga afslappað andrúmsloft Kúbu og þar er platan Gangandi bassi engin undantekning. Hér ganga tónmál swingsins og latínsveiflunnar í eina sæng svo úr verður einlæg svipmynd af tónskáldinu Tómasi. Leikandi blús og bop kenndar laglínur svífa yfir dynjandi hrynsveitinni sem er að rifna úr spilagleði.


TÓNVERK ÁRSINS

AVI
Tónskáld: Andrés Þór
Lagið Avi eftir Andrés Þór er angurvær ballaða með fallegum stíganda þar sem gítarinn fær að njóta sín. Er hér kominn nýr íslenskur djass standard?

Ballad for my fearless friend
Tónskáld: Ingi Bjarni Skúlason
Grípandi stef og orkumikill hrynjandi í þrástefi setja lagið upp á myndrænan hátt. Þetta margslungna verk býður óttanum birginn frá því það byrjar sem nokkurskonar ballaða en þróast yfir í eitthvað allt annað. Eitthvað sem enginn djassunandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Counting Sheep
Tónskáld: Sigurður Flosason
Vel úthugsað og áleitið stykki þar sem taktur, hljóma- og bassagangur og laglína togast í ýmsar ólíkar áttir en falla svo aftur snilldarlega saman. Sigurður Flosason er meistari formsins og verkið ber sterk höfundareinkenni. Frábær píanóleikur hins Lúxemborgíska Michel Reis stendur upp úr.

Hangir
Tónskáld: ADHD
Enn ein rósin í hnappagat ADHD. Lagið Hangir ber sterk höfundaeinkenni þar sem saman fléttast einfaldur hljómagangur, sterk laglína og dramatískur stígandi að hætti hússins.

Óravídd
Tónskáld: Einar Scheving
Það er nánast eitthvað trúarlegt, óræðið og yfirnáttúrulegt við þennan fallega djasssálm Einars Scheving. Expressívur flutningur hljómsveitarinnar rær hlustandanum yfir í óþekktar óravíddir.


LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS – DJASS OG BLÚS

Anna Gréta Sigurðardóttir
Árið 2019 var annasamt hjá Önnu Grétu, sem er búsett í Stokkhólmi og starfar þar að mestu ásamt því að spila á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Anna Gréta sendi frá sér plötuna Brigther, ásamt gítarleikaranum Max Schultz, þar sem hún samdi 7 af verkum plötunnar og útsetti 3 strengjaútsetningar. Auk þess samdi Anna verk fyrir Stórsveit Reykjavíkur og Norrbotten Big Band í Svíþjóð. Anna Gréta hlaut ýmsar viðkenningar á árinu frá sænskum aðilum, m.a. eftirsótt verðlaun kennd við Monicu Zetterlund.

Einar Scheving
Ný plata Einars Scheving er í anda tveggja fyrri platna kvartetts hans, Cycles og Intervals, og einkennist af lágstemmdum en áhrifamiklum verkum sem mynda sterka heildarmynd. Ljóðrænar tónsmíðarnar kalla fram ljúfsár hughrif, senda hlustandann í ferðalag og koma honum aftur heim. Þetta er tónlist sem kallar á að hlustað sé á með hjartanu. Einar semur tónlist sína með kvartettinn í huga og nýtir hann á sannfærandi hátt sem sitt aðalhljóðfæri.

Ingi Bjarni Skúlason
Jákvæður kraftur og ríkt hugmyndaflug einkenna ferskar tónsmíðar Inga Bjarna sem eru innblásnar af djasshefð og norrænum þjóðlögum. Margslungnar tónsmíðar og vel úthugsaðar útsetningar sem verða betri með hverri hlustun.

Mikael Máni Ásmundsson
Á fyrstu sólóplötu Mikaels Mána er að finna listilegar lagasmíðar sem sækja innblástur í flókið lífshlaup skákmeistarans Bobby Fischer. Tíu hugleiðingar eða sögur sem grípa hlustandann og sleppa honum ekki.

Tómas Ragnar Einarsson
Tómas er Íslandsmeistari í Kúbudjassi og á nýjustu plötu sinni Gangandi bassi, er valinn maður í hverju horni. Blús og bopskotnum línum er kastað fram, oftar en ekki með kómísku yfirbragði. Laglínurnar falla vel að kontrabassanum og ganga í endurnýjun lífdaga þegar saxófónninn eða gítarinn bætast við. Allt sultuslakt og á gönguhraða Havana.


TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGUR

Andrés Þór
Andrés er djassgítarleikari í hæsta gæðaflokki og hefur um árabil verið leiðandi í íslensku djasssenunni. Flytjandaeinkenni hans eru hlýr og þéttur gítartónn í bland við hárnákvæman og lipran spuna. Á árinu 2019 sendi Andrés frá sér plötuna Paradox og fylgir þar eftir plötunni Ypsilon frá árinu 2016. Eins og á fyrri verkum velur Andrés með sér einvala lið innlendra og erlendra meðspilara.

Anna Gréta Sigurðardóttir
Árið 2019 var annasamt hjá Önnu Grétu, sem er búsett í Stokkhólmi og starfar þar að mestu ásamt því að spila á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Anna Gréta sendi frá sér plötuna Brigther, ásamt gítarleikaranum Max Schultz, þar sem hún samdi sjö verk plötunnar og skrifaði þrjár strengjaútsetningar. Auk þess samdi Anna verk fyrir Stórsveit Reykjavíkur og Norrbotten Big Band í Svíþjóð. Anna Gréta hlaut ýmsar viðkenningar á árinu frá sænskum aðilum, m.a. eftirsótt verðlaun kennd við Monicu Zetterlund.

Ingi Bjarni Skúlason
Ingi Bjarni er afkastamikill píanisti og tónskáld sem á skömmum tíma hefur sent frá sér plöturnar Skarkali​ (2015), ​Fundur​ (2018) og nú Tenging (2019). ​Þroskaður flutningur Inga Bjarna sýnir frábært innsæi og sterka tengingu við meðspilara og efnistök. Útgáfutúr Tengingar var veglegur en alls lék kvintett plötunnar sex tónleika vítt og breitt um landið í september.

Sunna Gunnlaugsdóttir
Sunna er sérlega ötull og afkastamikill djasspíanisti, tónskáld og tónleikahaldari. Þar er síðasta ár engin undantekning þar sem hún lék fjölda tónleika erlendis sem og hér á landi. Samstarf tríós Sunnu með finnska trompetleikaranum Verneri Pohjola hélt áfram og lék kvartettinn á Jazz Ahead hátíðinni í Þýskalandi. Sunna kom einnig fram á tónleikum á Ítalíu, Prag og í Köln ásamt því að að leiða hljómsveit skipaða þýskum djasstónlistarkonum á hátíðartónleikum í samvinnu við þýska sendiráðið á Íslandi.

Sigurður Flosason
Sigurður Flosason heldur uppi sama hætti og hin fyrri ár og efnir til gjöfuls samstarfs við erlenda flytjendur og tónsmiði. Á árinu 2019 gaf að líta fyrstu afurð samstarfs hans við leiðandi djasstónlistarmenn frá Lúxemborg, sem var fylgt úr hlaði með fjölda tónleika á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Auk þess var Sigurður í fararbroddi í starfi og tónleikahaldi Stórsveitar Reykjavíkur, eins og fyrri ár, ásamt því að koma fram á og skipuleggja fjölda tónleika og tónleikaraða á árinu.

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

ADHD
ADHD var á faraldsfæti á síðastliðnu ári og lék yfir þrjátíu tónleika erlendis. Ber þá hæst að nefna Elbjazz í Hamburg, Djasshátíð Kaupmannahafnar, Nattjazz í Bergen, Jazzfest í Trondheim, Wejazz í Helsinki, Konserthaus í Berlin og loks útgáfutónleika í Kaldalóni í lok maí. Eftir áralangar og reglulegar tónleikaferðir á meginlandinu á hljómsveitin sér nú traustan aðdáendahóp sem fyllir gjarnan tónleika sveitarinnar.

hist og
Tríóið hist og hefur verið duglegt við að hræra í pottunum á síðasta ári með sínum slagþunga og þokukennda djasskokteil. Tríóið gerði góð mót víðsvegar um Reykjavík, þ.á.m. í Mengi, Jazzhátíð Reykjavíkur og á hinum rómaða bar Röntgen. Þeir gáfu út plötuna Days of Tundra í september, sem var tilnefnd til Kraumsverðlaunanna, og hlutu viðurnefnið Spuni Ársins í samantekt Árna Matt í Morgunblaðinu yfir plötur ársins. Í samantektinni segir meðal annars: “Ef vel á að vera þurfa spunatónlistarmenn að þekkja hver annan svo vel að þeir viti fyrirfram hvert skal stefna. Þannig er því farið á plötunni Days of Tundra”.

Ingi Bjarni Kvintett
Ingi Bjarni Skúlason leiðir kvintett skipaðan hljóðfæraleikurum sem kynntust í samnorrænu meistaranámi og leika verk Inga Bjarna á plötunni Tenging. Verkin eru sérstaklega samin með persónuleika og sérhæfðan hljóðfæraleik hljómsveitameðlima að leiðarljósi heldur en eiginlega hljóðfærasamsetningu. Útgáfu plötunnar var fagnað með veglegum tónleikatúr um landið í lok september.

Sigurður Flosason DeLux
Þessi íslensk-lúxemborgíski kvartett gaf út plötuna Here and Now í janúar hjá Double Moon útgáfunni í Þýskalandi. Komu þeir fram á fjölmörgum tónleikum í Lúxemborg, Þýskalandi og á Íslandi, þar á meðal á Jazzhátíð Reykjavíkur. Auk Sigurðar skipa kvartettinn tónlistarmenn úr framvarðarsveit lúxemborgískrar djasstónlistar.

Stórsveit Reykjavíkur
Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu 2019 var nokkuð umfangsmikil og lék sveitin á fjölda tónleika. Eins og fyrri ár þá tekst sveitin á við mjög ólík og krefjandi verkefni þar sem fengist er við vítt svið djasstónlistar af öllum gerðum – innlenda og erlenda, framsækna og létta. Heiðurstónleikar Ellingtons og Nat King Cole kallast á við nýja frumsamda íslenska tónlist og tónleikadagskrá með einungis verkum eftir konur. Gestir undanfarin ár hafa verið úr fremstu röð heimsins á þessu sviði, en einnig íslenskir djasstónlistarmenn og popptónlistarmenn. Þannig leggur Stórsveit Reykjavíkur sig fram um að vera nokkurskonar sinfóníuhljómsveit rytmískrar tónlistar á Íslandi og leikur fyrir unga sem gamla, gamanreynda djassgeggjara og almenna áheyrendur.


TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Freyjujazz
Tónleikaröðin​ ​Freyjujazz hefur haft aðsetur í Listasafni Íslands. Á árinu 2019 voru tólf tónleikar þar sem íslenskar konur voru leiðandi í samstarfi við íslenska starfsbræður sína og systur. Á liðnu ári komu einnig fimm þýskar tónlistarkonur fram á tónleikum Freyjujazz í samvinnu við þýska sendiráðið til heiðurs þeim 240 þýsku konum sem fluttu til Íslands eftir stríð. Freyjujazz hefur það að markmiði að skapa tækifæri fyrir konur í djassi og auka sýnileika þeirra.

Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur
Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu 2019 var nokkuð umfangsmikil og lék sveitin á fjölda tónleika. Eins og fyrri ár þá tekst sveitin á við mjög ólík og krefjandi verkefni þar sem fengist er við vítt svið djasstónlistar af öllum gerðum – innlenda og erlenda, framsækna og létta. Heiðurstónleikar Ellingtons og Nat King Cole kallast á við nýja frumsamda íslenska tónlist og tónleikadagskrá með einungis verkum eftir konur. Gestir undanfarin ár hafa verið úr fremstu röð heimsins á þessu sviði, en einnig íslenskir djasstónlistarmenn og popptónlistarmenn. Þannig leggur Stórsveit Reykjavíkur sig fram um að vera nokkurskonar sinfóníuhljómsveit rytmískrar tónlistar á Íslandi og leikur fyrir unga sem gamla, gamanreynda djassgeggjara og almenna áheyrendur.

Tónleikadagskrá Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
Jazzklúbburinn Múlinn er að ljúka sínu tuttugasta og þriðja starfsári ​og hefur starfsemin verið bæði kraftmikil og blómleg. Fjöldi tónleika með mesta móti og aðsókn á tónleika góð. Alls stóð klúbburinn fyrir fjörutíu tónleikum á árinu 2019. Dagskrá Múlans er eina reglulega tónleikadagskráin þar sem boðið er upp á djasstónlist í Reykjavík með formlegum hætti. Áætlað er að klúbburinn hafi staðið fyrir rúmlega 550 tónleikum frá upphafi.


SÍGILD- OG SAMTÍMATÓNLIST – TILNEFNINGAR

PLATA ÁRSINS

Concurrence
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar
Verkin á Concurrence eiga vel saman en sýna líka hve íslensk samtímatónlist er margbreytileg. Flutningurinn er fyrsta flokks og sérstaka athygli vekur upptökustjórnin sem er framsækin og metnaðarfull.

Drang in die Ferne
Benedikt Kristjánsson, Alexander Scmalcz, Tillmann Höfs
Óvenjuleg plata þar sem íslenskum þjóðlögum er stefnt til móts við valin sönglög Schuberts. Samsetningin er sannfærandi, túlkun stílviss og samspil söngvara og hljóðfæraleikara fallega mótað.

Lucid
Þóranna Dögg Björnsdóttir og Federico Placidi
Verkin á plötunni bjóða hlustendum í órætt ferðalag milli rafhljóða og hefðbundinna hljóðgjafa. Hér er skapaður margbreytilegur hljóðheimur en engu að síður er uppbygging verkanna og úrvinnsla skýr.

South of the Circle
Strokkvartettinn Siggi
Metnaðarfull plata með framsæknum og óvenjulegum verkum fyrir strengjakvartett. Hér sýnir strokkvartettinn hversu dýnamískt og áhugavert form strengjakvartettinn getur verið.

Vernacular
Sæunn Þorsteinsdóttir
Heildstæð plata sem sýnir vel hversu fær flytjandi Sæunn er. Verkin á plötunni vitna um gróskuna í íslenskri samtímatónlist og Sæunn túlkar þá fjölbreytni á aðdáunarverðan hátt.


TÓNVERK ÁRSINS

Crevace, konsert fyrir flautu og fagott
Páll Ragnar Pálsson
Páll Ragnar fléttar tveimur djörfum einleikspörtum saman við framsækin og hugvitssöm hljómsveitarskrif. Persónulegt og myndrænt tónmál Páls nýtur sín vel í þessu verki þar sem hann nær að tengja saman tóna og þann kraft sem ólgar í iðrum jarðar.

Enigma
Anna Þorvaldsdóttir
Við hlustun á ​Enigma​ er vart hægt að ímynda sér að hér séu einungis fjögur hljóðfæri á ferð. Anna Þorvaldsdóttir setur saman ótrúlegustu hljóð sem mynda sterka og sannfærandi heild.

Lendh
Veronique Vaka
Tónmál Veronique Vöku er myndrænt og persónulegt. ​Lendh​ sýnir ótvírætt hversu gott vald hún hefur á því að skrifa fyrir hljómsveit og útfærslan ber vott um hvorttveggja í senn: hugmyndaauðgi og natni.

Music to accompany your sweet splatter dreams
Bára Gísladóttir
Verkið er tilraunakennt, áhrifaríkt og spennandi. Bára Gísladóttir sýnir kjark þar sem hún sprengir ramma eigin höfundarverks og rótar upp þeim jarðvegi sem hún er sprottin úr.

Mysterium op. 53
Hafliði Hallgrímsson
Fágað og innihaldsríkt verk þar sem tónlist og texti mynda sterka heild og samspil kórs, orgels, hljómsveitar og einsöngvara er listilega útfært. Markvert og nútímalegt framlag til íslenskrar kirkjutónlistar.


TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

Hljóðön – Sýning tónlistar, Hafnarborg.
Spennandi og frumleg sýning með áhrifaríkum upphafstónleikum. Hér var unnið með samspil tónlistar og rýmis og flutningur Jennifer Torrence á verkinu ​Níu bjöllur​ eftir Tom Johnson var einkar vel heppnaður.

Rökkur – Nordic Affect og Maja S. K. Ratkje
Tónleikar á ​Myrkum músíkdögum
Eftirminnilegir tónleikar þar sem Nordic Affect og norska tónskáldið og flytjandinn Maja S. K. Ratkje leiddu saman hesta sína. Tónlistin byggði á samþáttun andstæðra hugmynda í frjálslegu og fjölbreyttu verki Ratkje.

The Little Match Girl Passion & Death Speaks
Tónleikar á ​Ljóðadögum Óperudaga
Frumflutningur tveggja verka eftir bandaríska tónskáldið David Lang á Íslandi. Efnisval tónleikanna var djarft og vel úthugsað og á eftir vönduðum flutningi fylgdi áhugavert samtal við Lang.

Orðin hljóð: Tónlistarhátíð Rásar eitt – Strokkvartettinn Siggi
Á þessum tónleikum birtust verk úr suðupotti frumsköpunar bókmennta og tónlistar á Íslandi í einkar sannfærandi flutningi. Öll verkin voru pöntuð sérstaklega af Ríkisútvarpinu og eru verðmæt viðbót við íslenskar tónbókmenntir.

Sinfóníuhljómsveit Íslands​ ​undir stjórn Daníels Bjarnasonar á Myrkum músíkdögum
Metnaðarfullir tónleikar með íslenskum verkum. Efnisskráin var einkar vel samsett þar sem saman fór frumflutningur nýrra verka og tímabærir endurfundir við flautukonsert Þuríðar Jónsdóttur, ​Flutter​.


TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR

Bjarni Frímann Bjarnason
Bjarni Frímann er fjölhæfur listamaður og kraftar hans nýtast vel íslensku tónlistarlífi. Hann sýndi einstaka hæfni sem listrænn stjórnandi í störfum sínum fyrir Íslensku óperuna og Sinfóníuhljómsveit Íslands á liðnu ári. Næmni hans á stíl, hvort sem um er að ræða gamla eða nýja tónlist, er aðdáunarverð.

Laufey Jensdóttir
Laufey Jensdóttir vakti verðskuldaða athygli fyrir einleik sinn í fiðlukonsert eftir Pergolesi á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Hún er í forystu Barokkbandsins Brákar sem hefur heillað áheyrendur með brakandi ferskum upprunaflutningi, síðast í ​Jóhannesarpassíu​ Bachs sem bandið flutti ásamt Cantoque Ensemble.

Sigurgeir Agnarsson
Sigurgeir Agnarsson er leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands en var einnig áberandi í flutningi kammertónlistar á liðnu ári, svo sem á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins og á Reykholtshátíð sem hann stýrir. Á árinu bar þó hæst rómaðan flutning þeirra Ara Þórs Vilhjálmssonar á tvíkonsert Brahms með Sinfóníuhljómsveitinni.

Sæunn Þorsteinsdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir er meira en sellóleikari. Með nánu samstarfi við tónskáld þróar hún ekki einungis sína eigin list heldur líka tónmál og rithátt tónskáldanna og möguleika hljóðfærisins. Frjótt starfsár Sæunnar er þversnið af staðfastri vinnu hennar við nútímatónlist og óþreytandi kynningarstarfi í þágu íslenskra listamanna.

Víkingur Heiðar Ólafsson
Víkingur Heiðar Ólafsson tók við stöðu staðarlistamanns Konzerthaus í Berlín á árinu og hélt einleikstónleika víða um lönd. Hann fylgdi Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Austurríkis og Þýskalands þar sem hann lék píanókonsert Daníels Bjarnasonar, ​Processions​. Hér heima stýrði hann tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music og fór þar á kostum, ekki síst í flutningi verka eftir Bach og Shostakovitsj.


TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Elektra Ensemble
Í áratug hefur Elektra verið eitt af flaggskipum íslenskrar samtímatónlistar. Hópinn skipa fimm framúrskarandi tónlistarkonur sem eru ófeimnar við tilraunir. Tíu ára afmælisins var minnst með útgáfu nýrrar plötu með verkum sem samin hafa verið sérstaklega fyrir Elektru og glæsilegum útgáfutónleikum.

Kammersveit Reykjavíkur
Kammersveit Reykjavíkur er landsþekkt að vönduðum flutningi kammerverka, jafnt nýrra sem eldri. Af verkefnum á árinu sætti glæsilegur flutningur sveitarinnar á kammersinfóníum Schönbergs og Adams mestum tíðindum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands er órjúfanlegur hluti af öflugu tónlistarlífi landsins. Hún stuðlar að frumsköpun og fjölbreyttu samstarfi innanlands og starfar ötullega að því að kynna sígilda tónlist fyrir ungum hlustendum. Sveitin hélt í velheppnaða tónleikaferð til Austurríkis og Þýskalands á árinu og ný plata hennar ​Concurrence​ vakti mikla athygli.


SÖNGVARI ÁRSINS

Benedikt Kristjánsson
Flutningur Benedikts Kristjánssonar og samverkamanna hans á ​Jóhannesarpassíu​ Bachs vakti mikla athygli og hrifningu erlendis á árinu. Þar fer Benedikt einn með öll einsöngshlutverk og stjórnar áheyrendum í kórsöng. Benedikt gaf einnig út einsöngsplötu þar sem fléttað er saman íslenskum þjóðlögum og sönglögum eftir Schubert svo hvorttveggja birtist í nýju ljósi.

Fjölnir Ólafsson
Fjölnir Ólafsson hefur skapað sér sess sem óratóríusöngvari og ljóðatúlkandi. Frammistaða hans í ​Jóhannesarpassíu​ Bachs með Cantoque Ensemble, þar sem hann söng hlutverk Pílatusar og aríur, var glæsileg, og ljóðatúlkun hans naut sín á tónleikum í Tíbrárröð Salarins og á Sígildum sunnudögum í Hörpu.

Oddur Arnþór Jónsson
Oddur Arnþór Jónsson opnaði Reykholtshátíð með hrífandi einsöngstónleikum sem risu hvað hæst í túlkun þeirra Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur á ljóðaflokknum ​Schwanengesang​ eftir Schubert. Oddur fór líka með hlutverk í báðum uppfærslum Íslensku óperunnar á árinu og uppskar lof fyrir.


SÖNGKONA ÁRSINS

Dísella Lárusdóttir
Dísella Lárusdóttir vakti sérstaka athygli á árinu fyrir afburða frammistöðu á sviði Metropolitanóperunnar í New York þar sem hún fór með hlutverk Tye drottningar í óperunni Akhnaten​ eftir Philip Glass. Óperan var sýnd í beinni útsendingu víða um heim, meðal annars á Íslandi.

Guja Sandholt
Guja Sandholt tókst á við fjölbreytt verkefni hér heima og erlendis á liðnu ári og sýndi eftirtektarverða dramatíska breidd. Á Óperudögum tók hún m.a. þátt í flutningi verka Davids Lang, ​The Little Match Girl Passion​ og ​Death Speaks​, og hún vann listrænan sigur með flutningi sínum á öróperunni ​King Harald’s Saga​ eftir Judith Weir á Reykholtshátíð.

Herdís Anna Jónasdóttir
Herdís Anna hefur verið búsett í Þýskalandi um alllangt skeið og því er fagnaðarefni að heyra hana takast á við verkefni hérlendis. Hún fór með m.a. með einsöngshlutverk í ​Messíasi Händels í Hallgrímskirkju og hlaut lof fyrir túlkun sína á Violettu í ​La Traviata​ í Íslensku óperunni.


TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

Hátíðin einkenndist af breidd í verkefnavali þar sem nýrri tónlist og eldri var fléttað saman með góðum árangri. Upphafs- og lokatónleikar mynduðu sterkan ramma um hátíðina en auk þeirra voru tónleikar Georgiu Brown og barokksveitar Hallgrímskirkju einkar vel heppnaðir.

Myrkir músíkdagar
Nýju lífi hefur verið blásið í Myrka músíkdaga og var hátíðin sérlega glæsileg þetta árið. Hún sýndi vel fjölbreytni nýsköpunar í íslenskri tónlist og speglaði hana vel með erlendum verkum og flytjendum.

Reykjavík Midsummer Music
Aðalsmerki Reykjavík Midsummer Music er fjölbreytt og hugvitssamleg dagskrá í höndum úrvalsflytjenda. Meðal hápunkta í ár var flutningur píanóleikaranna Katia og Marielle Labèque á verkum eftir Ravel, Pärt og Glass.

ÖNNUR TÓNLIST : OPINN FLOKKUR – ÞJÓÐLAGA OG HEIMSTÓNLIST – LEIKHÚS OG KVIKMYNDATÓNLIST

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGA OG HEIMSTÓNLIST

Ásta – Sykurbað
Fyrsta breiðskífa Ástu inniheldur 15 frumsamin lög sem hún samdi einn nepjulegan vetur á Flateyri. Einlæg túlkun Ástu, tilfinningaríkur söngur og lunknar textasmíðar einkenna plötuna. Tónlist Ástu er full nándar sem umlykur mann og efniviðurinn, sem og flutningur hans, fer beint inn að hjartanu.

Góss – Góssentíð
Fyrsta plata Góss inniheldur íslenskar dægurperlur sem eru í sérstöku uppáhaldi meðlima. Þeim eru svo gerð framúrskarandi góð skil, enda einvalalið í hópnum. Efnið var tekið upp beint í Lágafellskirkju sem ljær plötunni einstaklega hlýja áferð og söngur þeirra Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar er engu lagi líkur.

Lára Rúnarsdóttir – Rótin
Rótin er sjötta plata Láru og er mikil uppgjörsplata. Fegurð og heiðarleiki Láru skín í gegnum lögin þar sem flæðið er látlaust, þægilegt og umfaðmandi. Textarnir þá einstaklega fallegir og Rótin stendur skýlaust uppi sem einlægasta verk sem Lára hefur látið frá sér.

Ragnheiður Gröndal – Töfrabörn
Plata Ragnheiðar Gröndal hefur rætur að rekja til þjóðlaga- og heimstónlistar en sækir einnig stíla og strauma úr öðrum áttum. Melankólía, epík og einslags ævintýramennska einkennir plötuna ásamt ástríðufullum söng Ragnheiðar sem er smekklega í forgrunni.

Umbra – ​LLIBRE VERMELL – Maríusöngvar frá miðöldum
Llibre Vermell er þriðja platan sem að Umbra sendir fá sér. Dularfullur og seiðandi hljóðheimur íslensks og miðevrópsks tónlistararfs miðalda rennur glæsilega um og snertir við hlustandanum. Platan er vel útsett og vönduð, enda hafa Umbra verið á feikimiklu flugi undanfarin ár.

ÚTGÁFA ÁRSINS – LEIKHÚS OG KVIKMYNDATÓNLIST

Arnar Guðjónsson – France Terres Sauvages: La Forêt
Í skóglendi Frakklands leikur tónlist Arnars fjölbreytt hlutverk og ýtir undir undrin og sjónarspilið sem ber fyrir augu. Arnar er næmur á tilfinningalega undirstrikun og tónlistin er dýnamísk og áhrifamikil.

Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
Meðferð Hildar á hljóðheimi þáttanna er djörf og brýst út fyrir hefðbundið hlutverk tónlistar í kvikmyndagerð. Mörkin milli hljóðvinnslu og tónlistar verða óræð en alltaf skín vel í gegn persónulegur stíll tónskáldsins.

Hildur Guðnadóttir – Joker
Tónlist Hildar leikur veigamikið hlutverk í kvikmyndinni og er sem framlenging á aðalpersónu hennar. Samspil tónlistar og leiks er óvenjulega náið sem eykur á heildaráhrif sögunnar. Framvinda og uppbygging tónlistarinnar er skýr og ýtir undir þau dramatísku hvörf sem eiga sér stað á skjánum.

Herdís Stefánsdóttir – The Sun is Also a Star
Fágun og nánd einkenna tónlist Herdísar í hennar fyrsta kvikmyndaverkefni í Hollywood. Fjölhæfni tónskáldsins nýtur sín vel og tónlistin fer ótroðnar slóðir án þess að víkja frá líflegum og hjartnæmum kjarna.

Tryggvi M. Baldvinsson og Einar Sv. Tryggvason – Flateyjargátan
Ljóðræn og spennuþrungin tónlist Tryggva og Einars styrkir persónusköpun og framvindu þáttanna. Höfundar flétta vel saman áhrifum frá ólíkum áttum og skeyta saman nýjum straumum kvikmyndatónlistar við sígildan blæ.


PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

Hlökk – Hulduljóð
Þessi tilkomumikla plata Hlakkar dansar á mörkum nútíma- og þjóðlagatónlistar. Verkin eru stundum afstrakt, stundum yfirþyrmandi, aldrei ódýr. Sterk plata frá tónlistarhóp sem án efa á eftir að kveða meira að í framtíðinni.

Kristín Anna – I must be the devil
Hér er á ferðinni verk eftir einstakan listamann sem á sér engan líka í íslenskri samtímatónlist. Lögin eru leidd áfram af píanói og söngrödd Kristínar, sem er eins og úr annarri vídd. Lögin innihalda öll sem eitt eitthvert „x“ sem verður trauðla lýst með orðum. Hreinasti galdur.

Kristofer Rodrígues Svönuson – Primo
Höfundur er hér innblásinn af hinu heimalandinu sínu, Kólumbíu, og fær hrynhiti rómönsku Ameríku að leiða lögin áfram, sem eru jafnframt hugleiðingar Kristófers um fjölskyldu sína. Framfærslan öll er einstaklega sjarmerandi, líkt og listamaðurinn sjálfur.

Marína Ósk – Athvarf
Söngkona sem kom á óvart á árinu, snaraði út jólaplötu í samstarfi við aðra konu en gaf einnig út þessa plötu hér, sem er sóló. Engilblíð, sterk og túlkandi söngröddin dansar yfir þjóðlagaskotnum smíðum og það er ekki annað hægt en að leggja eyrun fast að.

Ólafur Björn Ólafsson og Jo Berger Myhre – Lanzarote
Vönduð nútímatónlist, sem dregur inn áhrif frá djassi og tilraunatónlist en er um leið algerlega einstök. Ólafur Björn sýnir hér rækilega hversu djúpt er á tónlistinni hjá honum, lögin hér eru falleg og einkennast af næmni bæði og stillu.


LAG ÁRSINS/TÓNVERK ÁRSINS Í OPNUM FLOKKI, ÞJÓÐLAGA OG HEIMSTÓNLIST, LEIKHÚS OG KVIKMYNDATÓNLIST

Altari – Lára Rúnars
Í þessu lagi opnar Lára hjarta sitt og syngur af einlægni og afslöppun. Lagið er fallegt og flutningurinn heiðarlegur og næmur.

Konan og selshamurinn – Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Gömul saga er færð í nýjan búning og fær um leið endurnýjun lífdaga. Hér sameinast tónlistar- og sagnaarfurinn í nýjum búningi og hrífur hlustendur með sér.

Rigning – Marína Ósk
Lag og texti vinna fullkomlega saman í þessu lagi og tær og falleg rödd Marínu Óskar býr til hljóðheim sem er einlægur en um leið kraftmikill.

Skriftagangur – Teitur Magnússon
Í Skriftagangi blandar Teitur Magnússon saman Þursaskotinni þjóðlagahefð og afslöppuðu nútíma poppi og gerir það á hárfínan og nákvæman hátt.

Sykurbað – Ásta
Einlægni Ástu, vangaveltur hennar og hugleiðingar koma stökkvandi fram í lagi hvar rækjur og marhnútar, fegurð, hlátur, þreyta og grátur umvefja allt og alla sem á hlýða.

 

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS – ÞVERT Á FLOKKA

Cell7 – Is Anybody Listening?
Eysteinn Þórðarson sá um hönnun umslags
Hér svífa áhrif anime-mynda yfir vötnum og Ragna vel komin að búningi sem gæti klætt Mononoke prinsessu. Áhrif þessara kvikmynda eru brotin upp á nýstárlegan hátt með óhefðbundinni litasamsetningu og draumkenndri grafík.

Countess Malaise – HYSTERÍA
Dýrfinna Benita og Steinarr Ingólfsson – Hönnun og uppsettning
Ögrandi framsetning kvenlíkamans á umslagi Countess Malaise er svo sannarlega eftirtektarverð og minnir á að þótt það sé búið að strípa fólk því sem að jafnaði telst kynferðislegt að þá verður orkan sem kemur innanfrá aldrei hamin.

Dj. Flugvél og geimskip – Our Atlantis
Steinunn Harðardóttir – Málaði málverkið
Fallegar skapaður heimur Steinunnar Harðardóttur, Dj. Flugvél og geimskip, birtist í stórkostlegu plötuumslagi sem minnir einna helst á síkadelíu- og barnaplötur áttunda áratugarins. Albúmið er allt handverk Steinunnar, allt frá framhlið plötunnar yfir til lagalista.

Grísalappalísa – Týnda rásin
Sigurður Möller Sívertsen, Skýlið Studio, Baldur Baldursson og Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson – Hönnun og uppsetning / Sigurður Möller Sívertsen – Ljósmyndir á umslagi / Baldur Baldursson, Sigurður Möller Sívertsen, Heimir Gestur Valdimarsson og Gunnar Ragnarsson Ljósmyndir í textabók / Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson – Teikning / Brynja Hjálmsdóttir – Vélritun
Portrettljósmynd af ungum manni sem starir tómlega framfyrir sig endurspeglar einkar vel þema plötunnar Týnda rásin með Grísalappalísu. Á plötunni er tekist á við togstreitu fullorðinsáranna, ábyrgð og lífshamingju, þema sem flest ættu að kannast við.

​Kristín Anna – I must be the Devil
Ragnar Helgi Ólafsson – Hönnun og uppsettning
Ari Magg – Ljósmynd
Umslag plötunnar I must be the Devil er fallega uppstillt en jafnframt ögrandi mynd af Kristínu Önnu í hópi nakinna karla. Umslagið felur í sér fjölmargar vísanir í rokksöguna en stendur engu að síður sjálft sem innsetning eða gjörningalistaverk.


UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS – ÞVERT Á FLOKKA

Grísalappalísa – Týnda Rásin
Albert Finnbogason, Tumi Árnason og Finnur Hákonarson – Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar
Pönk, popp, tilfinningar og hljómsveit á krossgötum. Hljóðheimurinn er einstakur bræðingur sem ögrar hlustandanum, lemur á skynfærunum og lyftir tónlistinni á hærra stig.

Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
Hildur Guðnadóttir og Sam Slater – Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar
Útfærsla hljóðmyndarinnar fyrir þessa mögnuðu þætti er afrek, enda hverju hljóði smalað úr gömlu kjarnorkuverki í Litháen. Sá hljóðbanki var svo verkaður inn í tónspor sem á fáa sína líka í tónlistarsögunni, hvar tónlist og hljóðlist mynda órofa vef sem styður fullkomlega við framvinduna á skjánum.

hist og – Days of Tundra
Albert Finnbogason – Upptökustjórn, upptökur og hljóðblöndun Paul Corley – Hljómjöfnun
Einstakur og frumlegur hljóðheimur þar sem rafhljóð og hljóðfæri mætast á jafnréttisgrundvelli. Ferskt, tilraunakennt en á sama tíma ákaflega áheyrilegt verk sem hirðir ekki um hefðbundin landamæri. Flutningi Hist og eru hér gerð frábær skil.

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Concurrence
Daniel Shores – Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar
Upptökustjórnin á plötunni Concurrence er nýstárleg og vel úthugsuð. Hvert verk plötunnar fær sérsniðna meðferð í uppstillingu hljómsveitarinnar og einleikara sem ýtir undir ánægju hlustunarinnar og gefur gleggri sýn í inntök verkanna.

Vök – In the Dark
James Earp, Margrét Rán Magnúsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson – Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar
Hljóðheimur Vök var áður fyrr stálkaldur og stíliseraður, dumbungslegur og kæruleysislega kúl en á In the Dark, sem ætti eiginlega að heita In the Light, eru örugg skref tekin í átt að bjartari heimi hvar melódíum sveitarinnar er lyft upp í fágaða umgjörð án þess þó að listrænum heilindum sé nokkru sinni fórnað.


ROKK, POPP, RAF, RAPP OG HIP HOP

PLATA ÁRSINS – POPP

Between Mountains – Between Mountains
Frumraun þessarar vestfirsku hljómsveitar sem sigraði Músíktilraunir árið 2017 býður upp á vandaðar lagasmíðar og útsetningar. Between Mountains​ ​er hljómsveit Kötlu Vigdísar Vernharðsdóttur og hún sýnir með þessari plötu að hún er komin til að vera.

Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin
Best gleymdu leyndarmálin​ er dásamlegur bræðingur sem gengur upp í poppi, rokki og mögulega svífur einhver hipp hopp andi yfir vötnum líka. Lögin eru fjölbreytt, vel samin með frábærum textum sem eru fersk og kunnugleg á sama tíma.

K. óla – Allt verður alltílæ
Allt verður alltílæ​ er ein af áhugaverðustu plötum ársins, sýruskotin popptónlist með indie-ívafi, leikin og sungin af stakri snilld. Þótt lögin séu í grunninn poppuð er þau mjög óvenjuleg, textarnir eru áleitnir og áræðnir á meðan þekktum stefjum og hljómagangi er raðað saman á frumlegan hátt.

Sin Fang – Sad Party
Sindri Már Sigfússon er allt í öllu á plötunni ​Sad Party​. Hann blandar raftónlist og rokktónlist sérlega vel saman og úr verður aðgengilegur popprokkbræðingur. Sindri kann svo sannarlega sitt fag og þessi plata skartar fjörugum og hlýjum hljóðheimi.

Vök – In the Dark
Með annari plötu sinni sýnir Vök að hún er ein fremsta hljómsveit landsins um þessar mundir. Platan er uppfull af grípandi laglínum og ferskri poppmúsík í heimsklassa.​ In the Dark​ er vel samsett, vönduð og hressileg poppplata.

PLATA ÁRSINS – ROKK

Bubbi Morthens – Regnbogans stræti
Bubbi er sjálfum sér líkur á þessari fínu plötu. Hann rokkar og rífur kjaft á ​Regnbogans stræti​ en hann er líka ljúfur og ástfanginn. Hann syngur um óréttlæti heimsins og um að ástin sé allt sem þarf. Bubbi er eins og venjulega, hann vakir yfir og allt um kring.

Grísalappalísa – Týnda rásin.
Grísalappalísa hafa gefið það út að ​Týnda rásin​ sé svanasöngur sveitarinnar. Þarna kristallast allt sem hefur einkennt sveitina. Kaotískt pönk og lagasmíðar með frábærum textum sem bera þess merki að Grísalappalísa eru orðnir reyndir menn og allt gengur upp.

Of Monsters and Men – Fever Dream
Fever Dream​ er þriðja breiðskífa OMAM. Hún er rökrétt framhald af síðustu plötu, ​Beneath the Skin​ sem kom út 2015. Sveitin er ófeimin við að gera tilraunir og dregur hlustandann inn í skemmtilegt og hljómfagurt ferðalag sem ferðast úr grófu rokki yfir í áhugaverðar raftónlistaræfingar.

Singapore Sling – Killer Classics
Hljómsveitin Singapore Sling er löngu orðin íslensk rokkklassík. Platan þeirra ​Killer Classics geymir sumar af þeirra sterkustu lagasmíðum og gamli töffaraskapurinn alltumlykjandi. Samruni sargandi rokkgítara og hljóðgerfla mynda þéttan heildarhljóm sem gefur sig hvergi.

Une Misere -​ ​Sermon
Sermon​ er plata sem að lengi hefur verið beðið eftir. Gríðarlega sjálfsöruggur flutningur. Lögin ríghalda og boðskapurinn er skýr. ​Sermon​ hefur nú þegar náð út fyrir rokk í þyngri kantinum, fólk einfaldlega hrífst með. Ekki bara hér heima heldur út um allan heim.

PLATA ÁRSINS – RAPP OG HIP HOP

Cell7 – Is anybody listening?
Fáir íslenskir rapparar komast með tærnar þar sem Ragna Kjartansdóttir, eða Cell7, hefur hælana. Plata hennar​ Is anybody listening​ er fjölbreytt og orkumikil, lagasmíðarnar framúrskarandi og túlkun Cell7 á efninu óaðfinnanleg.

Countess Malaise – HYSTERÍA
Frumburður rapparans Countess Malaise ​HYSTERÍA e​ r ögrandi verk, full af skírskotunum til feminisma, neysluhyggju og dægurmenningar. Þetta er áleitin plata sem dregur skilur engan eftir ósnortinn.

Joey Christ – Joey 2
Önnur plata Joey Christ einkennist af flottum töktum, líflegu rappi og sérlega vandaðri upptökustjórn. Sem fyrr er veröld Joey full af skemmtilegum uppákomum, vinum sem koma í heimsókn og leikgleði sem fáir leika eftir.

PLATA ÁRSINS – RAFTÓNLIST

Bjarki – Happy Earthday
Bjarki Rúnar Sigurðarson hefur starfað við gerð raftónlistar um árabil. ​Happy Earthday​ er heilsteypt og vandað verk, og ber kunnáttusemi hans gott vitni. Bjarki fer með okkur í ferðalag um raftónlistarheiminn, þar sem hinum ýmsu stefnum er att saman.

Dj. Flugvél og geimskip – Our Atlantis
Tilraunakennd og glaðvær tónlist Steinunnar Harðardóttur hefur skipað sér öruggan sess í íslensku tónlistarlífi. Á fjórðu plötu Dj. Flugvél og geimskip er hlustendum boðið til Atlantis þar sem ævintýraveröld Steinunnar opnast öllum sem það vilja.

Janus Rasmussen – Vín
Janus Rasmussen hefur fyrir löngu skapað sér nafn innan raftónlistarsenunnar, þá einkum með hljómsveitunum Bloodgroup og Kiasmos. ​Vín​ er einstakalega vönduð raftónlistarplata þar sem Janus teflir fram stórum reynslubanka og skapar fágaðan og tæran hljóðheim.

Sunna Margrét – Art of History
Fyrsta plata Sunnu Margrétar einkennist af tilraunakenndum töktum og slagverki, draumkenndri rödd Sunnu og áhugaverðum hljóðheimi. Sunna notar rödd sína á fjölbreyttan og áhugaverðan hátt og er niðurstaðan gríðarlega flott plata.

Sykur – JÁTAKK
Hljómsveitin Sykur hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku tónlistarlífi með kraftmikilli sviðsframkomu. Tónlistin þeirra er líflegt tekknóskotið danspopp og á ​JÁTAKK​ má finna allt frá fallegum ballöðum yfir í alvöru klúbbaslagara.

SÖNGKONA ÁRSINS – VERÐLAUN ÞVERT Á FLOKKA

Agnes Björt Andradóttir
Agnes, söngkona Sykur er þekkt fyrir sína kraftmiklu og sterku rödd. Hún hefur löngum heillað íslenska tónleikagesti með sviðsframkomu sinni og krafti. Agnes er einstök og mikilvæg rödd í flóru íslenskra söngkvenna, sem verður bara betri og betri með hverju ári sem líður.

Ásta Kristín Pjetursdóttir
Ein af áhugaverðustu plötum ársins er plata Ástu, ​Sykurbað,​ þar sem hún flytur nýstárlega þjóðlagatónlist. Söngrödd Ástu er algerlega einstök, Ásta leikur sér að laglínum og teygir röddina eins og röddin sé þeramín en það er ógleymanleg reynsla að sjá hana á tónleikum.

Katla Vigdís Vernharðsdóttir
Between Mountains hefur svo sannarlega slegið í gegn á undanförnum misserum og er það ekki síst fallegri söngrödd Kötlu Vigdísar Vernharðsdóttur að þakka. Fallegur og ómþýður söngur skreytir lög sveitarinnar á ógleymanlegan hátt.

Margrét Rán Magnúsdóttir
Margrét vakti fyrst athygli þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2013. Síðan þá hefur hún heillað sífellt fleiri með öruggri sviðsframkomu með hljómsveit sinni Vök. Söngrödd Margrétar, sviðsframkoma og flutningur gerir hana eina af fremstu söngkonum í sinni röð.

Sigríður Thorlacius
Sigríður Thorlacius hefur um árabil verið ein fremsta söngkona landsins. Hún átti stórleik í tveimur lögum hljómsveitar sinnar Hjaltalín á árinu en plata frá þeim er væntanleg innan tíðar. Að auki er Sigríður hluti af tríóinu Góss en þau voru einnig með prýðisplötu á árinu 2019.

SÖNGVARI ÁRSINS – VERÐLAUN ÞVERT Á FLOKKA

Arnar Guðjónsson
Arnar Guðjónsson gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Leaves fyrir þó nokkrum árum og á að baki farsælan feril sem tónlistarmaður. Hrífandi söngrödd hans er virkilega grípandi og góð. Arnar getur sungið eins og rokkari eða þýðum rómi eins og hann gerir með Warmland.

Auður
Auðunn Lúthersson hefur sýnt það og sannað að hann er einn sterkasti söngvari í íslensku tónlistarlífi í dag. Hann hefur einstaka sviðsframkomu, geislar af öryggi og nýtir röddina til þess að ná fram mjög persónulegri nálgun í söng sínum.

Högni Egilsson
Högni Egilsson er einstakur söngvari og hefur lag á að nýta rödd sína til hins fyllsta, hvort sem það er í raftónlist, poppi eða öðrum tónlistarstíl. Hann er ávallt samkvæmur sjálfum sér í söng, er með einstaka rödd og frábært vald á henni.

Júníus Meyvant
Eyjapeyinn Júníus er náttúrutalent í söng, röddin er í senn seiðandi og þægileg og fyllir hlustanda vellíðan við að það eitt að hlusta á hana. Hvort sem er um angurværar ballöður eða fjörug popplög að ræða þá er ekki hægt annað en að hrífast með hrjúfum og sálarfullum flutningi.

Klemens Hannigan
Klemens Hannigan skipar annan helming söngpars Hatara en með sinni viðkvæmu, ómþýðu og fallegu rödd veitir hann ákveðið jafnvægi á móti hinum helmingnum, Matthíasi Haraldssyni. Einstök og eftirminnileg rödd sem einkennist af birtu og kærleika.

LAG ÁRSINS – ROKK

Grísalappalísa – Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin)
Sprenghlægileg útlistun á hversdagsleika fullorðinsáranna í formi gamaldags rokklags. Á bakvið glensið er lagið einnig saga af þunglyndi, erfiðleika við að lifa af, fjárhagsáhyggjum og öllu því sem alvara lífsins hefur upp á að bjóða. Útsetning og flutningur til fyrirmyndar.

Hatari – Hatrið mun sigra
Hatrið mun sigra​ stimplaði sig inn í íslenska menningarsögu svo um munaði á síðasta ári. Heimili landans, börnin og allt fólkið sem horfir á Eurovision þekkja nú Hatara. Lagið samtvinnar alla þá ólíku þætti sem koma saman í höfundaverki Hatara; pólitísk skilaboð, kraftmikið iðnaðarteknó í vel unnum og stórgóðum poppbræðingi.

Hipsumhaps – Fyrsta ástin>
Hver man ekki eftir fyrstu ástinni? Þeir Hipsumhaps piltar ná að fanga þá tilfinningu í laginu á skemmtilegan grípandi hátt en það fjallar um það að upplifa fyrstu ástina með öllu sem henni fylgir; spennuni, eftirvæntingunni, hamingjunni og í lokin, ástarsorginni í fyrsta sinn.

Of Monsters and Men – Alligator
Alligator ​er kraftmikið og gítardrifið lag sem opnar ​Fever Dream,​ þriðju og nýjustu plötu Of Monsters and Men sem kom út á árinu sem leið. Lagið er eins og áður sagði stórt og mikið og hentar einstaklega vel til flutnings í kraftmiklum græjum, í bílnum og auðvitað á tónleikum.

Une Misere – Sermon
Sermon​ er tillagið á fyrstu plötu Une Misére og leggur línunar fyrir ímynd og boðskap sveitarinnar. Það er verið að leggja á borð, boðskapurinn er boðaður og það eru engir fangar teknir en samt öllum boðið að vera með. Engir stælar hér á ferð, sem að gerir þetta svo töff.

LAG ÁRSINS – POPP

Auður – Enginn eins og þú
Enginn eins og þú​ kom eins og stormsveipur inn á íslenskar útvarpsstöðvar á síðasta ári enda ekki furða því þarna er á ferðinni einstaklega skemmtilegt og vel samið lag frá Auðunni Lútherssyni. Grípandi laglína og texti sem auðvelt er að tengjast og syngja með.

Ásgeir – Upp úr moldinni
Upp úr moldinni ​er að finna á þriðju plötu Ásgeirs sem kom út fyrir skemmstu og heitir ​Sátt.​ Lagið er ádeila á neyslumenningu og einkennist af einstökum söng Ásgeirs og vandaðri útsetningu.

Hipsumhaps – Lífið sem mig langar í
Það er ekki að ástæðulausu að þetta lag varð vinsælt á ótal útvarpsstöðvum, þvert á allar tónlistarstefnur. Gríðarlega vel saminn poppsmellur með frábærum og einlægum texta. Hvað dreymir unga fólkið um þegar allt á að vera gaman alltaf?

Hjaltalín – Baronesse
Baronesse​ er enn ein perlan frá hinni frábæru hljómsveit, Hjaltalín. Lagið er forsmekkur að plötu sem Hjaltalín ætlaði að senda frá sér í fyrra en kemur vonandi út á þessu ári. Engilfríð rödd og flekklaus flutningur Sigríðar Thorlacius fær hlustandann til að bíða með öndina í hálsinum.

Vök – In the Dark
In the Dark​ er opnunar- og titillag annarar plötu sveitarinnar. Í laginu er fjallað um myrkfælni og ótta, og fáránleika þess að óttast eigin hugsanir. Lagið er grípandi og skemmtilegt, dansvænt og gott til að hlusta á heima. Eitt af vinsælustu lögum ársins.


LAG ÁRSINS – RAPP OG HIP HOP

Cell7 – Peachy
Lagið Peachy er hressandi rapplag þar sem Cell7 sýnir einstaka kunnáttu sína sem meistari seremóníunnar. Lagið grípur hlustandann um leið og það býr yfir skemmtilega grúví og dansvænum hljóðheimi sem lætur lætur engan ósnortinn.

Flóni – Falskar ástir
Hér er á ferðinni óvenju fallegt popplag þar sem autotune-tæknin er nýtt á skemmtilegan hátt til þess að draga fram sálaangist ljóðmælanda. Vel samið lag hjá upprennandi tónlistarmanni sem á eftir að heyrast mikið í.

Joey Christ – 100p
Hér er kominn einn af rappsmellum ársins, Joey Christ ásamt Flóna, fjalla hér um lífið og vináttuna og hljóðsmala listilega smellinn ​Can’t get you out of my head​ með Kylie Minogue. Án nokkurs vafa eitt af rapplögum ársins.

LAG ÁRSINS – RAFTÓNLIST

Kraftgalli – Rússíbani
Rússíbani​ er skemmtilegt lag í anda hljóðtilrauna raftónlistarmanna á sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar, en gætt takti og leikgleði nútímans. Lagið er bæði tilraunakennt og hefðbundið í senn, sérstakur hljóðheimur í blandi við danstakt gerir ​Rússíbana​ eitt af skemmtilegustu lögum ársins.

Sunna Margrét – Art of History
Titillag fyrstu sólóplötu Sunnu Margrétar er líklega það aðgengilegasta af plötunni. Það inniheldur áhugaverðan en fallegan og fágaðan hljóðheim, minimalískan og ögn tilviljanakenndan takt undir og nánast dáleiðandi og angurværan söng Sunnu Margrétar yfir.

Sykur – Svefneyjar
Svefneyjar​ er grípandi danssmellur sem engan svíkur. Lagið er fullkomið hvort sem er fyrir útvarpið, bíltúrinn eða dansgólfið. Einstaklega fallegur og melódískur flutningur Agnesar Bjartar Andradóttur gefur laginu nákvæmlega fjörið sem þarf til að trylla dansgólfið.

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS – VEITT ÞVERT Á FLOKKA

Agnes Björt Andradóttir, Halldór Eldjárn, Kristján Eldjárn, Stefán Finnbogason (Sykur)
Hljómsveitin Sykur á í fórum sínum fjölmarga frábæra smelli en líklega stendur lagið ​Svefneyjar upp úr á síðasta ári. Þeim tekst að etja saman hljóðheimi teknótónlistar og grípandi laglínum poppsins með afbragðs árangri.

Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen (Warmland)
Það verður ekki annað sagt en hér séu á ferð miklir reynsluboltar en Arnar var í Sororicide og Leaves á meðan Hrafn gerði garðinn frægan með Jet Black Joe og Ensími. Það þarf því engan að undra að þeir hafi einstakt nef fyrir flottri melódíu og þekkingu til að útfæra lögin á afar smekklegan máta.

Fannar Ingi Friðþjófsson, Jökull Breki Arnarson og Magnús Jóhann Ragnarsson (Hipsumhaps)
Það verður seint vanmetið að geta samið dægurlög sem einhvernveginn grípa alla. Það geta lagahöfundar Hipsumhaps. Hér eru á ferðinni vel samin popplög þar sem einlægni er lykilorðið. Grípandi viðlög og yrkisefni sem að svo margir geta tengt við.

Hatari
Tónlist Hatara er grípandi og kraftmikil og ber þess merki að vera vandlega unnin. Andstæðurnar í söngvurunum tveimur, Matthíasi og Klemens, eru iðulega í forgrunni lagasmíðanna, sem eru þannig útfærðar að báðir megi njóta sín.

Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)
Margrét Rán var aðeins 13 ára gömul þegar hún flutti fyrst eigin lög í sjónvarpsþætti Jóns Ólafssonar á RÚV ásamt félaga sínum í hljómsveitinni Wipeout. Margrét er löngu búin að sanna með hljómsveitinni Vök að hún er einn helsti popplagasmiður landsins og semur einstaklega grípandi lög, og það á heimsmælikvarða.

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS – VEITT ÞVERT Á FLOKKA

Bubbi Morthens
Það á ekki að koma neinum á óvart að Bubbi skuli vera tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir textasmíðar. Á sinni nýjustu plötu sýnir hann okkur enn og aftur hvers vegna hann er kallaður kóngurinn, með textum við lög eins og ​Velkomin,​ ​Án þín​, ​Ást er allt sem þarf​ og titillagið ​Regnbogans stræti.​

Fannar Ingi Friðþjófsson (Hipsumhaps)
Ofureinlægni kemur upp í hugann þegar textar Fannars eru skoðaðir. Það er ekki síst það sem er svo hressandi við Hipsumhaps í samfélagi sem gengur svo mikið útá glansmyndir á samfélagsmiðlum og að alltaf eigi að vera gaman.

Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa)
Báðir eru þeir ótrúlega frumlegir textasmiðir og eiga það sameiginlegt að daðra við súrrealisma í sínum skrifum. Lögin eru oft á tíðum léttleikandi popplög með brjáluðum textum og þar liggur snilld Grísalappalísu. Skemmtilega skrýtnir íslenskir textar um lífið og tilveruna, það er hressandi.

Hatari
Textar Hatara eru hárbeitt ádeila á neysluhyggju nútímasamfélags. Hljómsveitarmeðlimir hafa gott vald á íslenskri tungu og ná í textum sínum að sameina skáldskap og pólitík. Þetta í bland við tónlist þeirra gefur sterka lýríska heild.

Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)
Margrét Rán gerir eins og svo margir aðrir góðir textahöfundar, hún semur um lífið eins og það kemur henni fyrir sjónir, um sína upplifun á tilverunni og hjúpar það síðan dulúð og poppmelódíum. Ástin og lífið á 21. öldinni.

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS

Auður
Auður er sér kapituli fyrir sig þegar kemur að lifandi flutningi. Þar er allt lagt undir og Auðunn einn sterkasti flytjandi poppsins í dag. Auðunn heldur athygli áhorfandans frá fyrstu nótu til hinnar síðustu og tenging hans við áhorfendur er ótrúlega sterk.

Hatari
Hatari er algerlega sér á báti þegar kemur að lifandi flutningi. Þar er leikið með ýmis þemu, allt frá þýskum expressjónisma í kvikmyndum yfir í BDSM. Hatari hafa gífurlegan kraft og leikgleði að vopni og ekki síst eru bæði sjálfsöryggi og fagmennska í fyrirrúmi.

Sykur
Sykur hafa lengi verið þekkt fyrir sérlega frábæran flutning og mikla orku sem leysist úr læðingi við tónleika sveitarinnar. Það hefur ekkert breyst og hverjir einustu tónleikar með Sykur eru einstök upplifun. Allt er lagt undir í bæði sviðsbúninga og kraftmikinn flutning og framkomu, Agnes er það fremst meðal jafningja.

Une Misere
Það sést langar leiðir að Une Misére eru gengi og þar er hugsað um hlutina, hvernig á að koma fram og boða fögnuðinn. Vel spilandi, gríðarlega þétt sveit sem geislar af sjálfsöryggi þannig að áhorfendur hrífast með.

Vök
Vök hefur um langt skeið verið að stimpla sig inn sem bestu flytjendur lifandi tónlistar á Íslandi í dag. Sveitin er gríðarlega þétt, hefur kraftmikla sviðsframkomu og nærveru. Margrét er þar auðvitað sérstaklega sterk framlínunni en hún rígheldur athygli áhorfandans með ótrúlegum söng og hljóðfæraleik, og orku sem nær öllum á hennar band. Flutningur hljómsveitarinnar er ávallt pottþéttur og þau skila sínu frá sér á afar fagmannlegan hátt.

TÓNLISTARVIÐBURÐIR ÁRSINS

Auður – “Afsakanir” – Útgáfutónleikar 29/03/2019
Útgáfutónleikar Auðuns í Gamla bíói voru nánast ólýsanlega góðir. Auður hélt áhorfendum sem dáleiddum alla tónleikana. Einlægnin, innlifunin og krafturinn var engu líkur. Flott sviðsmynd og frábært sánd, gríðarlega þétt band. Er hægt að biðja um meira?

Bræðslan
Bræðslan hefur fyrir löngu skipað sér það sess að vera ein vinsælasta sumarhátíð á Íslandi. Þar koma fram þekktustu listamenn þjóðarinnar og er staðsetningin ekki af verri endanum, Borgarfjörður Eystri, sem er samkvæmt öllum heimildum óviðjafnanlegur staður.

Hatari í Eurovision
Hatari var land og þjóð til sóma í Eurovision í Tel Aviv. Hárbeitt ádeila sveitarinnar skilaði sér í stórgóðum flutningi lagsins​ Hatrið mun sigra​ og vakti athygli um heim allan. Hatari í Eurovision eru tónleikar sem ekkert okkar mun gleyma á meðan við lifum.

Hjaltalín í Eldborg
Öllu var tjaldað til á tónleikum Hjaltalín í Eldborg í september. Heildarumgerð tónleikanna var mögnuð en hljómsveitin fékk til liðs við sig fagfólk á öllum sviðum, bæði í tónlistarflutningi, hljóðblöndun og ljósum og úr urðu einir bestu tónleikar sem Hjaltalín hefur nokkurn tíma haldið.

Iceland Airwaves
Iceland Airwaves var að venju haldin síðasta haust og tókst með miklum ágætum. Mikilvægi hátíðarinnar er ótvírætt enda koma hingað til lands fjöldinn allur af erlendum listamönnum á ári hverju auk urmuls erlendra gesta. Síðasta hátíð þótti heppnast einstaklega vel, ferskir vindar léku um hátíðina og var það ekki síst íslensku listafólki að þakka.

BJARTASTA VON RÁSAR 2

Gróa
Þessi þriggja kvenna pönksveit hefur verið að gera það gott síðan þær komu fyrst fram á Músíktilraunum árið 2017. Þær spila heiðarlegt pönk eða eins og Arnar Eggert sagði í dómi „​Gróa er alvöru pönkhljómsveit.” ​Gróa á að baki tvær breiðskífur, G​ RÓA​ og ​Í GLIMMERHEIMI og eru hluti af hinum gróskumikla jaðartónlistarhópi post-dreifingu. Seinni platan hljómsveitarinnar, ​Í Glimmerheimi,​ hlaut hin virtu Kraumsverðlaun í fyrra.

Hipsumhaps
Tvíeykið Hipsumhaps frá Álftanesi kom eins og þrumufleygur inn í íslenskt tónlistarlíf snemma í fyrra þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu ​Best Gleymdu Leyndarmálin.​ Platan, sem mætti flokka sem indípopprokk hefur fengið mikla spilun víða og hafa þeir hafa haldið nokkra tónleika sem hafa verið vel sóttir. Textarnir hafa fengið mikið lof þar sem þeir syngja um hversdagsleikann, ástina og lífið sem þá langar í.

Krassasig
Kristinn Arnar hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna ​Mmmm​ með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. Nú er hann sóló undir listamannsnafninu Krassasig og framleiðir einstaklega vandað popp, en lögin Brjóta Heilann og Hlýtt í Hjartanu náðu bæði miklu flugi á Rás 2 og streymisveitum. Krassasig var þar að auki valinn af Landsbankanum til að spila á Iceland Airwaves í fyrra.

K. Óla
Katrín Helga Ólafsdóttir eða K.óla gaf út sína fyrstu breiðskífu í fyrra, plötuna ​Allt Verður Alltílæ sem var valin á Kraumslistann 2019. Katrín hefur verið meðlimur í hljómsveitinni Milkhouse þar sem hún spilar á hljómborð og syngur. Hún er sömuleiðis hluti af listhópnum post dreifingu. Hún gerir metnaðarfulla rafpopptónlist með skondnum textum. K. Óla rataði á lista The Grapevine Music Awards 2020 í flokknum “You Should Have Heard This” og stefnir á að gefa út plötuna Plastpinsessan Vaknar​ á þessu ári.

Zöe
Zöe Ruth Erwin er einstaklega fær upptökustjóri og lagahöfundur. Hún vakti fyrst athygli fyrir lagið Let Me Fall sem hún samdi fyrir kvikmyndina Lof mér að falla eftir Baldvin Z. Þá hefur hún samið fyrir og tekið upp tónlist fyrir annað tónlistarfólk á borð við Elísabetu Ormslev. Undanfarið hefur Zöe einnig kennt námskeið í upptökutækni og hljóðblöndun en hún skapar áhugaverðan og myrkan hljóðheim með einskærri snilld og hefur vakið athygli fyrir lögin sín Summer Funeral og Aint Gonna Rain Anymore.

ALBUMM.IS OG ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN

Bjarki – ANa5
Leikstjóri: Daníel Heimisson & Baldvin Vernharðsson
Myndband
Frábært og frumlegt myndband. Það er mjög oft sem maður sér íslenska náttúru í myndböndum en það er mjög gaman að sjá hana á nýstárlegan hátt. Hér er farin ný leið og er útkoman þrælskemmtileg. Minnir á margan hátt á 90 ́s raftónlistarmyndbönd frá gullöld MTV Chillout!

Doctor Victor feat. SVALA – Running Back
Leikstjóri: Anna Maggý
Myndband
Töff myndband með smá áhrifum frá tíunda áratugnum. Flottar hraðar klippingar og nóg um að vera. Lag og myndband talar vel saman sem framkallar heilsteypta mynd.

Hatari – Hatrið mun sigra
Leikstjóri: Baldvin Vernharðsson & Klemens Hannigan
Myndband
Hrátt, kalt og svalt myndband sem sem smellpassar tónlistinni. Frábær innlifun og auðvitað tröllreið lagið landanum á síðasta ári með þátttöku sinni í Júróvisjón söngvakeppninni. Í stuttu máli: Svalt myndband sem fer í sögubækurnar!

Krummi – Stories To Tell
Leikstjóri: Frosti Jón Runólfsson
Myndband
Þetta myndband hentar Krumma og laginu hans fullkomlega. Krummi er kúreki og þetta er kúreka lag. Myndbandið fangar andrúmsloftið og þegar horft er á það langar manni að kaupa sér hatt og gítar. Virkilega vel gert og flottar pælingar sem ganga upp!

Of Monsters and Men – Wars
Leikstjóri: WeWereMonkeys
Myndband
Wars er alveg rosalegt myndband! Stórbrotnar teikningar og óheft hugmyndaflæðið. Maður er ávallt spenntur að sjá hvað gerist næst og situr límdur við skjáinn. Frábært!

Oscar Leone – “Superstar”

Leikstjóri: Einar Egils
Myndband
Einar Egils hefur virkilega gott auga og er snillingur í að finna réttu augnablikin og fanga fallega birtu. Í þessu myndbandi nær hann að sameina þetta tvennt ásamt því að gera Ísland ansi kúrekalegt. Virkilega vel gert myndband!

Vök – In the Dark
Leikstjóri: Elí
Myndband
Ágúst Elí gerir ávallt eftirminnileg tónlistarmyndbönd. Hér er á ferðinni mjög flott myndband og það er greinilegt að mikil vinna liggur að baki gerð þess. Sagan er skemmtileg og nær að koma á óvart. Áhorfandinn dettur inn í söguna, litina og andrúmsloftið sem myndbandið hefur að geyma. Húrra!

Warmland – Blue Place
Leikstjóri: Bernhard Kristinn & Warmland
Myndband
Það er ekki á hverjum degi sem maður sér borðtennis, keilu o.fl stundað úti í náttúrunni. Flott skotið, virkilega flott lýsing og góð hugmynd. Og auðvitað er tónlistin að auki frábær og allt blandast þetta vel saman.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt þann 11. mars í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu hjá RÚV.

Samstarfs- og styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna eru:
RÚV, Concept Events, Luxor, Harpa, Alda Music, Instamyndir, MekkaWines&Spirits og Tónlistarsjóður.

 

 

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020

By | awards, Fréttir, news, Tilnefningar 2020 | No Comments

Vök, Hatari, Hipsumhaps, Ingi Bjarni, Sykur og Sinfóníuhljómsveit Íslands með flestar tilnefningar 

 

Kunngert hefur verið hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 eftir magnað tónlistarár 2019. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 11. mars.

Tónlistarárið 2019 verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir. Sköpunarkraftur og áræðni íslensks tónlistarfólks fór ekki framhjá neinum, hvorki hér heima né erlendis en þar skal á engan halla þegar tekið er út framlag Hildar Guðnadóttur með tónlist sinni við sjónvarpsþættina Chernobyl og kvikmyndina Joker. Hægt væri að telja upp fjölda annarra skrautfjaðra íslensks tónlistarfólks á árinu en í sömu mund getum við einnig gleðst yfir gríðarlegri nýliðun og óvenju spennandi hlutum sem eru að gerjast innan þessarar greinar.

Innsendingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 gáfu góða mynd af afar blómlegu tónlistarstarfi ársins 2019 á öllum sviðum tónlistar en talsverð aukning varð á milli ára í öllum verðlaunaflokkum. Flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2019 hljóta: Vök, Sykur, Ingi Bjarni Skúlason, Hatari, Hipsumhaps, Grísalappalísa, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska Óperan, Myrkir Músíkdagar, ADHD og Einar Scheving.

Í flokki popp- og rokktónlistar mátti sjá mikla breidd í tilnefningum. Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar í ár eða alls átta talsins en plata sveitarinnar In the Dark hefur vakið verðskuldaða athygli hér heima sem og erlendis. Engan skal undra að gjörningahópurinn Hatari fái margar tilnefningar fyrir magnaða frammistöðu sína á síðasta ári en sveitin landar hvorki meira né minna en sjö tilnefningum. Sömuleiðis vekja nýliðarnir í Hipsumhaps athygli fyrir sínar sex tilnefningar í ár sem er afar glæsilegur árangur hjá nýliða. Stuðsveitin Sykur heillaði marga með plötu sinni JÁTAKK og fær hvorki meira né minna en fimm tilnefningar. Loks er það ljúfsárt að sjá að Grísalappalísa, sem hyggst leggja hljóðfæri sín á hilluna innan tíðar, fær fimm tilnefningar. Vonandi nógu margar til að snúa frá villu síns vegar. 

Í flokki sígildrar og samtímatónlistar var sömuleiðis mikið um dýrðir á nýliðnu ári. Verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands bera þess glöggt merki, fær alls fimm tilnefningar í ár og Íslenska óperan landar þremur, m.a. fyrir frábæra útfærslu á La Traviata. Tónlistarhátíðin Myrkir músikdagar gerði meira en að festa sig rækilega í sessi sem einn af tónlistarviðburðum ársins en hún fær fjórar tilnefningar í þetta sinnið. Í flokki djass og blústónlistar er Ingi Bjarni Skúlason atkvæðamestur með fimm tilnefningar fyrir sínar margslungnu tónsmíðar á plötunni Tengingu en svo koma í humátt eftir Inga, ADHD, Sigurður Flosason og Einar Scheving með þrjár tilnefningar.

Í opnum flokki hlýtur fyrrnefnd Hildur Guðnadóttir þrjár tilnefningar, m.a. tvær í leikhús- og kvikmyndartónlist og síðan hljóta þær Kristín Anna Valtýsdóttir og Ásta Kristín Pjetursdóttir tvær tilnefningar, Kristín fyrir plötu sína I must be the devil og nýliðinn Ásta fyrir sína plötu Sykurbað en Ásta hefur vakið sérstaka athygli fyrir frumraun sína á árinu en hún lenti í þriðja sæti á Músiktilraunum Tónabæjar 2019. 

Íslensku tónlistarverðlaunin eru  byggð á fjórum meginflokkum; flokkur popp-, rokk-, hipphopp- og raftónlistar, flokkur djass- og blústónlistar, flokkur sígildrar og samtímatónlistar og að lokum flokkurinn önnur tónlist en þar eru veitt verðlaun fyrir tónlist í opnum flokki, kvikmynda- og leikhústónlist, og fyrir þjóðlaga- og heimstónlist. Veitt verða 38 verðlaun auk Heiðursverðlauna Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Eins og undanfarin ár skera nokkur verðlaun sig úr. Þannig er Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist og í djass og blústónlist útnefnd af dómnefnd og tilkynnt á verðlaunahátíðinni sjálfri. Bjartasta vonin í flokki popp-, rokk-, hipphopp- og raftónlistar er tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og er kosin á vefnum Ruvmenning.is. Loks fer sérstök dómnefnd á vegum Albumm.is með tilnefningar til Tónlistarmyndbands ársins en kosning fer fram á heimasíðu Albumm. Þar er hægt að horfa á myndböndin átta sem hlutu tilnefningu.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 11. mars og verður verðlaunahátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er hinn lögfræðimenntaði uppistandari og rithöfundur Bergur Ebbi Benediktsson sem nýlega sló í gegn sem óvenju tæknisinnaður starfsmaður lögreglunnar í þáttunum Brot á RÚV.

Það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum en aðilar að Samtóni eru STEF – Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélag Íslands, Félag tónskálda og textahöfunda, SFH-Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda auk aðildarfélaga.Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.

Frekari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin veitir stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna en hana skipa Margrét Eir, Kristján Freyr Halldórsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson.

 


Eftirtaldir hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

 Rokk, popp, raftónlist, rapp og hip hop – Tilnefningar fyrir tónlistarárið 2019

Plata ársins – Rokk
Bubbi Morthens – Regnbogans stræti
Grísalappalísa – Týnda rásin
Of Monsters and Men – Fever Dream
Singapore Sling – Killer Classics
Une Misere – Sermon

Plata ársins – Popp
Between Mountains – Between Mountains
Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin
K. óla – Allt verður alltílæ
Sin Fang – Sad Party
Vök – In the Dark

Plata ársins – Raftónlist
Sykur – JÁTAKK
Sunna Margrét – Art of History
Dj Flugvél og geimskip – Our Atlantis
Bjarki – Happy Earthday
Janus Rasmussen – Vín

Plata ársins – Rapp og hip hop
Cell7 – Is anybody listening?
Countess Malaise – HYSTERÍA
Joey Christ – Joey 2

Söngvari ársins
Arnar Guðjónsson
Auður
Högni Egilsson
Júníus Meyvant
Klemens Hannigan

Söngkona ársins
Agnes Björt Andradóttir
Ásta Kristín Pjetursdóttir
Katla Vigdís Vernharðsdóttir
Margrét Rán Magnúsdóttir
Sigríður Thorlacius

Lag ársins – Popp
Auður – Enginn eins og þú
Ásgeir – Upp úr moldinni
Hipsumhaps – Lífið sem mig langar í
Hjaltalín – Baronesse
Vök – In the dark

Lag ársins – Rokk
Grísalappalísa – Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin)
Hatari – Hatrið mun sigra
Hipsumhaps – Fyrsta ástin
Of Monsters and Men – Aligator
Une Misere – Sermon

Lag ársins – Rapp og hipp hopp
Cell7 – Peachy
Flóni – Falskar ástir
Joey Christ – 100p

Lag ársins – Raftónist
Kraftgalli – Rússíbani
Sunna Margrét – Art of History
Sykur – Svefneyjar

Textahöfundur ársins
Bubbi Morthens
Fannar Ingi Friðþjófsson (Hipsumhaps)
Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa)
Hatari
Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)

Lagahöfundur ársins
Agnes Björt Andradóttir, Halldór Eldjárn, Kristján Eldjárn, Stefán Finnbogason (Sykur)
Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen (Warmland)
Fannar Ingi Friðþjófsson, Jökull Breki Arnarson og Magnús Jóhann Ragnarsson (Hipsumhaps)
Hatari
Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök)

Tónlistarviðburður ársins
Auður – “Afsakanir” – Útgáfutónleikar 29/03/2019
Bræðslan
Hatari í Eurovision
Hjaltalín í Eldborg
Iceland Airwaves

Tónlistarflytjandi ársins
Auður
Hatari
Sykur
Une Misere
Vök

Bjartasta vonin – Verðlaun veitt í samstarfi við Rás 2
Gróa
Hipsumhaps
K. Óla
Krassasig
Zöe

Tónlistarmyndband ársins – Verðlaun veitt í samstarfi við Albumm.is
Bjarki – ANa5 – Leikstjóri: Daníel Heimisson & Baldvin Vernharðsson
Doctor Victor feat. SVALA – Running Back / Leikstjóri: Anna Maggý
Hatari – Hatrið mun sigra / Leikstjóri: Baldvin Vernharðsson & Klemens Hannigan
Krummi – Stories To Tell / Leikstjóri: Frosti Jón Runólfsson
Of Monsters and Men – Wars / Leikstjóri: WeWereMonkeys
Oscar Leone – “Superstar” / Leikstjóri: Einar Egils
Vök – In the Dark / Leikstjóri: Elí.
Warmland – Blue Place / Leikstjóri: Bernhard Kristinn & Warmland

  

Sígild og samtímatónlist – Tilnefningar fyrir tónlistarárið  2019

Plata ársins
Benedikt Kristjánsson – Drang in die Ferne
Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar – Concurrence
Strokkvartettinn Siggi – South of the Circle
Sæunn Þorsteinsdóttir – Vernacular
Þóranna Dögg Björnsdóttir og Federico Placidi – LUCID

Tónverk ársins
Enigma – Anna Þorvaldsdóttir
Music to accompany your sweet splatter dreams – Bára Gísladóttir
Mysterium op. 53 – Hafliði Hallgrímsson
Crevace, konsert fyrir flautu og fagott – Páll Ragnar Pálsson
Lendh – Veronique Vaka

Söngvari ársins
Benedikt Kristjánsson
Fjölnir Ólafsson
Oddur Arnþór Jónsson

Söngkona ársins
Dísella Lárusdóttir
Guja Sandholt
Herdís Anna Jónasdóttir

Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar
Bjarni Frímann Bjarnason
Laufey Jensdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir
Sigurgeir Agnarsson
Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarflytjandi ársins – Hópar
Elektra Ensemble – Fagnaði 10 ára starfsafmæli með útgáfu á geisladiski með verkum samin fyrir hópinn
Kammersveit Reykjavíkur – Lokatónleikar Myrkra músikdaga. Kammersinfóníur Schönbergs og Adams
Sinfóníuhljómsveit Íslands – Hljóðritun og útgáfur, tónleikar og tónleikaferðir árið 2019

Tónlistarviðburður ársins ( Einstakir tónleikar)
Hafnarborg: Hljóðön – Sýning tónlistar. Opnunarhátíð Myrka Músíkdaga
Ljóðadagar Óperudaga í RVK – The Little Match Girl Passion/Death speaks
Nordic Affect – Rökkur með Nordic Affect og Maja S. K. Ratkje
Sinfóníuhljómsveit Íslands – Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar á Myrkum músíkdögum
Strokkvartettinn Siggi – Tónlistarhátíð RÁSar 1

Tónlistarviðburðir ársins (Hátíðir, tónleikaraðir)
Listvinafélag Hallgrímskirkju :  Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Myrkir músíkdagar :  Myrkir Músíkdagar 2019
Reykjavík midsummer music : Reykjavíki midsummer music 2019

Bjartasta von í sígildri og samtímatónlist verður kynnt 11. mars þegar tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu.


Djass og blús – Tilnefningar fyrir tónlistarárið 2019

 Plata ársins
ADHD – ADHD 7
Einar Scheving – Mi Casa, Su Casa
hist og – Days of Tundra
Ingi Bjarni Skúlason – Tenging
Tómas Ragnar Einarsson – Gangandi bassi

Tónverk ársins
AVI –  Andrés Þór
Ballad for my fearless friend -Ingi Bjarni Skúlason
Counting Sheep – Sigurður Flosason
Hangir  – ADHD
Óravídd – Einar Scheving

Lagahöfundur ársins
Anna Gréta Sigurðardóttir
Einar Scheving
Ingi Bjarni Skúlason
Mikael Máni Ásmundsson
Tómas Ragnar Einarsson

Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingur
Andrés Þór
Anna Gréta Sigurðardóttir
Ingi Bjarni Skúlason
Sigurður Flosason
Sunna Gunnlaugsdóttir

Tónlistarflytjandi ársins – Hópar
ADHD
hist og
Ingi Bjarni Kvintett
Sigurður Flosason DeLux
Stórsveit Reykjavíkur

Tónlistarviðburður ársins
Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur
Tónleikadagskrá Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
Freyjujazz

Bjartasta von í djass og blús verður kynnt á sjálfri hátíðinni þann 11. mars næstkomandi.

Önnur tónlist: Opinn flokkur, kvikmynda- og leikhústónlist, þjóðlaga- og heimstónlist Tilnefningar fyrir tónlistarárið 2019

Plata ársins – Opinn flokkur
Hlökk – Hulduhljóð
Kristín Anna – I must be the devil
Kristofer Rodríguez Svönuson – Primo
Marína Ósk – Athvarf
Ólafur Björn Ólafsson og Jo Berger Myhre – Lanzarote

Plata ársins – Þjóðlagatónlist
Ásta – Sykurbað
Góss – Góssentíð
Lára Rúnars – Rótin
Ragnheiður Gröndal – Töfrabörn
Umbra – LLIBRE VERMELL

Plata ársins – Leikhús- og kvikmyndatónlist
Arnar Guðjónsson – France terres sauvages
Herdís Stefánsdóttir – The sun is also a star
Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
Hildur Guðnadóttir – Joker
Tryggvi M. Baldvinsson og Einar Sv. Tryggvason – Flateyjargátan (The Flatey Enigma)

Lag ársins/Tónverk ársins í Opnum flokki
Ásta – Sykurbað
Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Ragnheiður Erla Björnsdóttir – Konan og selshamurinn
Lára Rúnars – Altari
Marína Ósk – Rigning
Teitur Magnússon – Skriftagangur  

Plötuumslag ársins
Cell7 – Is anybody listening?
Countess Malaise – HYSTERÍA
Dj. Flugvél og geimskip – Our Atlantis
Grísalappalísa – Týnda rásin
Kristin Anna – I must be the devil 

Upptökustjórn ársins

Grísalappalísa – Týnda rásin
Albert Finnbogason: Upptökustjórn, upptökur og hljóðblöndun. Tumi Árnason: Annar stýrimaður, auka upptökur. Finnur Hákonarson: Hljómjöfnun

Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
Hildur Guðnadóttir og Sam Slater: Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar

hist og – Days of Tundra
Albert Finnbogason: Upptökustjórn, upptökur og hljóðböndun. Paul Corley: Hljómjöfnun

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Concurrence
Daniel Shores: Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar

Vök – In The Dark
James Earp, Margrét Rán Magnúsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson: Upptökustjórn og gerð hljóðmyndar

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2018

By | awards, Fréttir, news | No Comments

GDRN, Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig og JóiPé og Króli fengu flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2018 voru veitt í Hörpu í kvöld. Jón Ásgeirsson fékk sérstök heiðursverðlaun á athöfninni og boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði úr ýmsum áttum.

Fjölbreytni og fagmennska var í fyrirrúmi á glæsilegri verðlaunahátíð tónlistargeirans þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi Hörpu í kvöld. Það má með sanni segja að bjartar vonir síðustu ára séu tilbúnar að stimpla sig inn og gott betur því á sviði stóð ný kynslóð verðlaunahafa á íslensku tónlistarverðlaununum sem átti stóran þátt í að setja sinn svip á kvöldið og gera það eftirminnilegt. Undanfarið hefur mikið verið rætt um að kynslóðarskipti séu að eiga sér stað í íslensku tónlistarlífi og ekki verður undan því hlaupið að leiða hugann að því þegar litið er til verðlaunahafa kvöldsins.

Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eins og hún heitir fullu nafni hlaut fern verðlaun á hátíðinni og má segja að þetta hafi verið kvöldið hennar. Plata GDRN, Hvað ef var valin poppplata ársins en hér er á ferðinni einstaklega frambærileg frumraun þar sem allt smellur saman, frábærar lagasmíðar og áhugaverðir textar. Lagið Lætur mig sem hún syngur með Flóna og samið með ra:tio var valið popplag ársins og Guðrún Ýr var kosin söngkona ársins í flokki popp, rokk, raf- og hiphopptónlistar. Að endingu fékk GDRN verðlaun fyrir myndband ársins við lagið Lætur mig en myndbandinu er leikstýrt af Ágústi Elí Ásgeirssyni. Frábær uppskera hjá vaxandi listakonu.

Auðunn Lúthersson (Auður) er búinn að stimpla sig rækilega inn og átti hreint út sagt frábært ár í fyrra og uppskar eftir því á verðlaunaafhendingu kvöldsins. Plata hans Afsakanir var valin plata ársins í raftónlist auk þess sem Auður var valinn lagahöfundur ársins 2018 en platan þykir afar heilsteypt verk sem einkennist af sterkum lagasmíðum og nær óaðfinnanlegri upptökustjórn og hljóðblöndun. Þess má geta að Auður hlaut flestar tilnefningar í ár eða alls átta talsins en hann hlaut jafnframt tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2017.

Í heildina voru um 37 verðlaun afhent á verðlaunaafhendingunni en þess fyrir utan voru verðlaunin fyrir plötuumslag ársins afhent sérstaklega í þættinum Menningunni á RÚV kvöldið áður. Hér verður tæpt á öllu því helsta og neðar í tilkynningunni má finna heildarupptalningu allra verðlaunahafa.

Plata ársins 2018 í Rapp og hiphopp var að þessu sinni skífan Afsakið hlé með JóaPé & Króla. Þeir félagarnir áttu líka lag ársins í flokki rapptónlistar en þar var lagið Í átt að tunglinu sem bar af í ár að mati dómnefndar og ekki má betur sjá en að JóiPé & Króli eru komnir til að vera.

Í flokki sígildrar og samtímatónlistar var það Víkingur Heiðar Ólafsson sem fór heim með verðlaunagripinn fyrir plötu ársins fyrir hljóðritun á hljómborðstónlist eftir Johann Sebastian Bach. Óhætt er að fullyrða að Víkingur geri tónlist þessa mikla meistara barokksins frábær skil en Víkingur Heiðar var einnig valinn tónlistarflytjandi ársins úr röðum einstaklinga en á liðnu ári hélt hann frábæra útgáfutónleika til þess að fagna útgáfu plötu með tónlist Johann Sebastians Bach auk þess sem hann frumflutti nýjan píanókonsert Hauks Tómassonar.

Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur var valið tónverk ársins í sígildri og samtímatónlist en hljóðheimur þess og línur eru hvort tveggja í senn seiðandi en jafnframt ögrandi tónvefur að mati dómnefndar.

Strokkvartettinn Siggi var valinn tónlistarflytjandi ársins úr röðum hópa en kvartettinn hefur frá upphafi verið í fremstu röð kammerhópa og unnið ötullega að nýsköpun í tónlistarlífi hér á land. Söngvari ársins var valinn Oddur Arnþór Jónsson fyrir burðarhlutverk  í óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason þar sem hann túlkaði hlutverk Michael stórkostlega í eftirminnilegri uppfærslu, bæði hvað varðar leik og söng. Söngkona ársins er Hallveig Rúnarsdóttir sem blómstraði í verkefnum sínum á liðnu ári og hefur einstakt lag á að snerta hjörtu áheyrenda. Hún heillaði áhorfendur meðal annars með söng sínum í Klassíkin okkar og skemmti ungum sem öldnum í titilhlutverkinu í frumflutningi á óperunni Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason í uppsetningu Íslensku Óperunnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarviðburður ársins í sígildri og samtímatónlist. Þessi uppfærsla á magnþrunginni óperu þótti stórfengleg og vel skipuð frábærum listamönnum í hverju hlutverki, bæði innan sviðs og utan. Einsöngvarar ásamt og kór Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn tónskáldsins Daníels Bjarnasonar sköpuðu eina eftirminnilegustu óperusýningu sem sett hefur verið upp hér á landi. Tónlistarviðburður ársins úr flokki hátíða eru Óperudagar í Reykjavík en með fádæma framtakssemi og sterkri listrænni sýn hafa stjórnendur Óperudaga sýnt fram á nýja möguleika og hinar fjölbreyttustu birtingarmyndir óperuformsins, auk þess að fara nýstárlegar leiðir í að ná til og heilla áhorfendur.

Verðlaun fyrir útgáfu ársins í flokki kvikmynda og leikhústónlistar voru veitt í þriðja sinn og komu í hlut Davíðs Þórs Jónssonar fyrir músíkina við kvikmyndina Kona fer í stríð. Í huga dómnefndar er tónlistin við mynd Benedikts Erlingssonar algerlega órofa hluti af myndmáli myndarinnar.

Í flokki popp og rokktónlistar réð fjölbreytnin ríkjum í ár en verðlaun skiptust á nokkrar hendur. Valdimar átti rokkplötu ársins, en platan Sitt sýnist hverjum þykir afar sterkt verk þar sem að textarnir spila stóra rullu og hljóðheimurinn er bæði stór og mikilfenglegur. Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins fyrir frábæra frammistöðu sína Sitt sýnist hverjum en Valdimar býr yfir einstaklega fallegri rödd með ótal blæbrigðum, flauelsmjúk og kraftmikil í senn. Verðlaunin fyrir rokklag ársins féllu í skaut Benny Crespo’s Gang fyrir lagið Another Little Storm en lagið þykir að mati dómnefndar gríðarlega vel samið, grípandi og vel flutt. Textahöfundur ársins var Svavar Pétur Eysteinsson sem á nýjustu plötu Prins Póló heldur áfram að syngja skemmtilega texta af barnslegri einlægni, í bland við alvarleika og þráðbeinan sannleik enda oftast gott kaffi þegar Svavar Pétur á í hlut.

Lagahöfundur ársins var eins og fyrr hefur komið fram Auðunn Lúthersson (Auður) og söngkona ársins var valin Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN).

GDRN og Auður

Hljómsveitin Hatari hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins og kemur sú nafnbót eflaust engum á óvart enda er sveitin kraftmikið listrænt atriði sem fær alla sem á horfa til þess að staldra við og hlusta (og jafnvel dansa smá líka).

Aldrei fór ég suður var valinn tónlistarviðburður ársins 2018 en á síðustu 15 árum hefur hátíðin fest sig rækilega í sessi sem einn af stóru viðburðunum í íslensku tónlistarlífi. Á Aldrei fór ég suður eiga allar tegundir íslenskrar dægurtónlistar sér samastað og í fyrra var slegið aðsóknarmet en talið er að íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hafi tvöfaldast á meðan á hátíð stóð.

Sólhvörf var valin þjóðlagaplata ársins en þar tekur sveitin Umbra hlustandann í heillandi ferðalag þar sem tónlist tengd dimmum vetrardögum er í forgrunni. Virkilega vönduð plata þar sem lögin eiga það sameiginlegt að vera framúrskarandi útsett og flutt. Arnór Dan hlaut verðlaun fyrir lag ársins í opnum flokki, en í laginu Stone By Stone fetar Arnór Dan nýjar brautir þar sem fegurð og framúrstefna fá að njóta sín til fullnustu í firnagóðri tónsmíð.

Gyða Valtýsdóttir átti plötur ársins í opnum flokk en á Evolution þykir hún sýna gríðarlega sterk höfundareinkenni á sinni fyrstu sólóplötu með frumsömdu efni. Þversögn einkennir plötuna en hún er kraftmikil og sannfærandi, en um leið viðkvæmnisleg og blíð.

Veit voru verðlaun fyrir upptökustjórn og það var Ómar Guðjónsson sem hlaut þau fyrir heilsteypta hljóðmynd á plötu Jónas Sig, Milda hjartað. Hljóðheimur Milda hjartans, skírskotar að sumu leyti til flauelsmýktar söngvaskálda áttunda áratugarins en tekur líka til hráleika og kynngikrafts, eins og heyra má í smellinum „Dansaðu“. Heildarhljómurinn er lífrænn og umlykjandi og heldur hlustandanum föngnum allt til enda segir í umsögn dómnefndar.

Milda hjartað hlaut fleiri verðlaun en á þriðjudaginn var tekið smá forskot á sæluna en þá voru veitt verðlaun fyrir plötuumslag ársins í þættinum Menningunni á RÚV. Verðlaunin fyrir plötuumslag komu í hlut Ámunda Sigurðarsonar hönnuðar og Jónatans Grétarssonar ljósmyndara en það var umslagið fyrir plötu Jónasar Sig., Milda hjartað sem bar sigur úr bítum. Sterk ljósmynd af andliti höfundar undirstrikar titil plötunnar og efniviðinn vel. Jónas er í senn mildur í fasi og einbeittur, nákvæmlega eins og djúpir textarnir sem fjalla um styrk kærleikans í viðsjárverðum samtímanum.

Í flokki djass og blús var það Karl Olgeirsson sem stóð uppi með tvenn verðlaun, fyrir djassplötu ársins og sem lagahöfundur ársins. Plata Karls, Mitt bláa hjarta þykir með afbrigðum góð en hún inniheldur fjórtán nýja djasssöngva. Bæði tónsmíðar og textar eru grípandi með hnyttnum skírskotunum í íslenskan veruleika en fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara kemur fram á plötunni og er hún kærkomin viðbót í flóru íslenskra djasssöngva. Lagasmíðar plötunnar þykja sem fersk vindhviða inn í tónlistarlífið, fjölbreytt og aðgengileg án þess að gefa nokkurn afslátt af fagurfræði eða innihaldi.

Bugða eftir Agnar Már Magnússon hlaut verðlaun sem tónverk ársins í djass og blús en þar hlykkjast raddir píanós og gítars hverjar um aðra í fallegu og áhugaverðu samtali sem unun er að hlýða á. Tónlistarflytjandi ársins úr hópi einstaklinga var Kjartan Valdemarsson, en Kjartan er einn virkasti og ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann hefur leikið inn á fjöldann allan af hljómplötum, á tónleikum og unnið mikið í leikhúsi, útvarpi og sjónvarpi – ýmist sem tónskáld, útsetjari eða hljóðfæraleikari. Tónlistarflytjandi ársins úr flokki stærri sveita og hópa var Stórsveit Reykjavíkur en starfsemi hennar var með blómlegasta móti á síðasta ári. Hljómsveitin hélt marga fjölbreytta og metnaðarfulla tónleika þar sem lögð var áhersla á nýja tónlist, bæði innlenda sem erlenda.

 Tónleikaraðir Jazzklúbbsins Múlans var kosinn tónlistarviðburðir ársins 2018. Í fyrra var tuttugasta og fyrsta starfsár Múlans og var árið að vanda metnaðarfullt og sýndi gott þversnið af því sem er að gerast í íslensku djasssenunni. Fjöldi tónleika voru 43 og fram komu margir af fremstu tónlistarmönnum og -konum landsins ásamt nokkrum vel völdum erlendum gestum.

Björtustu vonirnar

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, veitti þrenn verðlaun á hátíðinni sem komu í hlut bjartra vona í íslensku tónlistarlífi.
Í flokki sígildrar og samtímatónlistar er það Björk Níelsdóttir sem er bjartasta vonin. Björk hefur verið að skapa sér sess sem einn af áhugaverðustu tónlistarmönnum okkar. Hún starfar sem tónskáld, hljóðfæraleikari og einsöngvari og syngur jafnt þjóðlagatónlist, sígilda og samtímatónlist Hún starfar með kammerhópunum Duplum dúó og Stirni emsemble hér heima auk þess að taka þátt í erlendu samstarfi. Einstaklega fjölhæf og næm listakona sem verður afar spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

Í flokki djass og blús er það Daníel Helgason gítarleikari sem hlýtur þessa nafnbót í ár.

Daníel Helgason er einstaklega fjölhæfur gítarleikari og kemur víða við í starfi sínu sem flytjandi lifandi tónlistar og í hljóðverum landsins. Hann er einn fárra íslenskra gítarleikara sem hefur tileinkað sér kúbanska tresgítarinn og kafað í stílbrögð tónlistar Suður Ameríku. Ásamt flytjandastarfinu er Daníel afkastamikið tónskáld og meðlimur tríósins DÓH sem sendi frá sér plötuna DÓH á árinu.

Bjartasta vonin í poppi, rokki, rappi og raftónlist var tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 eins og undanfarin ár. Kosning fór fram á vef Rásar 2 en það er Bríet sem hlýtur nafnbótina í ár, bjartasta vonin 2019. Bríet gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2018 og vakti strax mikla athygli enda setur eiðandi rödd Bríetar, næmni hennar og góð túlkun hana í fremstu röð söngkvenna. Það má búast við því að árið 2019 verði spennandi en von er á nýju efni auk þess sem hún er nú þegar farin að þreifa fyrir sér erlendis.

Heiðursverðlaun

Jón Ásgeirsson hlýtur heiðursverðlaun Samtóns í ár en það var mennta og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir sem afhenti Jóni verðlaunin og ekki annað sagt en að Jón Ásgeirsson sé verðskuldaður heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Jón Ásgeirsson er fæddur á Ísafirði 1928 og varð því níræður á síðasta ári. Jón hefur á langri æfi verið afkastamikið tónskáld, kennari og höfundur kennslubóka í tónlist. Á meðal kammerverka hans má nefna strengjakvartetta, blásarakvintetta, oktett fyrir blásara og Sjöstrengjaljóð fyrir strengjasveit. Konsertarnir eru sex fyrir ýmis hljóðfæri; síðast var flautukonsert hans frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í janúar á þessu ári.


Jón Ásgeirsson er einna þekktastur fyrir söngtónlist sína; sönglög, kórverk og óperur. Þá samdi Jón ballettinn Blindisleik sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu árið 1979. Einsöngslög Jóns eru um 90 talsins. Hæst ber lög hans við ljóð Halldórs Laxness: Maístjörnuna, Hjá lygnri móðu og Vor hinsti dagur, þá má nefna sönglagaflokkinn Svartálfadans við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar og hvert mannsbarn á Íslandi þekkir kórlag hans við vísur Vatnsenda-Rósu: Augun mín og augun þín. Á meðal stærri kórverka Jóns eru Tíminn og vatnið við ljóð Steins Steinarrs og Á þessari rímlausu skeggöld við samnefnt kvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Jón kenndi um árabil við Kennaraskóla Íslands, síðar Kennaraháskóla Íslands. Hann var skipaður prófessor við skólann árið 1996, fyrstur allra til þess að gegna slíkri stöðu í listgreinum á Íslandi. Tólf árum síðar, árið 2008, var honum veitt doktorsnafnbót í heiðursskyni fyrir framlag hans til tónlistaruppeldis í skólum landsins.

Fram komu

Saga Garðarsdóttir var kynnir kvöldsins í ár. Skemmtiatriði á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár komu úr ýmsum áttum en áttu það öll sameiginlegt að vera tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Fram komu  á hátíðinni: Hórmónar, Víkingur Heiðar Ólafsson, GDRN, Auður, Karl Olgeirsson ásamt Ara Braga Kárasyni og Ragnheiði Gröndal, Ylja og að lokum var það hljómsveitin Valdimar sem stimplaði hátíðina út.

– – –

Alls voru veitt 38 verðlaun fyrir tónlistarárið 2018 en það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum. Að baki Samtón standa FÍH, FHF, STEF, SFS, FTT og Tónskáldafélag Íslands, Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna skipa Margrét Eir Hönnudóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson.

– – –

Sérstakar þakkir frá Íslensku tónlistarverðlaunum fá:
Concept Events, RÚV, Harpa, Lúxor, Instamyndir, Alda Music, Albumm, Isavia, Tónlistarsjóður og allir þeir sem komu fram á hátíðinni og lögðu hönd á plóginn á einn eða annan hátt

– – –

Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2018 eru

Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist

Útgáfa ársins – Kvikmynda- og leikhústónlist
Davíð Þór Jónsson – Kona fer í stríð

Plata ársins – Opinn flokkur
Gyða Valtýsdóttir – Evolution

Plata ársins – Þjóðlagatónist
Umbra – Sólhvörf

Lag/tónverk ársins opinn flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist
Arnór Dan, Stone by stone

Plötuumslag ársins
Jónas Sig. – Milda hjartað
Hönnun: Ámundi Sigurðsson
Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson

Upptökustjórn ársins:
Ómar Guðjónsson fyrir Milda hjartað – Jónas Sig


Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp

Plata ársins – Popp:
GDRN – Hvað ef

Plata ársins – Rokk:
Valdimar – Sitt sýnist hverjum

Plata ársins – Rapp/Hiphopp:
JóiPé & Króli – Afsakið hlé

Plata ársins – Raftónlist:
Auður – Afsakanir

Lag ársins – Popp:
GDRN – Lætur mig

Lag ársins – Rokk:
Benny Crespo’s Gang – Another Little Storm

Lag ársins – Rapp/Hiphopp:
JóiPé & Króli – Í átt að tunglinu

Lagahöfundur ársins
Auðnn Lúthersson (Auður)

Textahöfundur ársins
Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Söngkona ársins
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN)

Söngvari ársins
Valdimar Guðmundsson

Tónlistarviðburður ársins
Aldrei fór ég suður

Tónlistarflytjandi ársins
Hatari

Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna
Bríet

Tónlistarmyndband ársins 2018 – Albumm.is og Íslensku Tónlistarverðlaunin
GDRN – Lætur mig ft. Floni & ra:tio
Leikstjóri: Ágúst Elí


Sígild og samtímatónlist

Plata ársins – Sígild og samtímatónlist
Johann Sebastian Bach – Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónverk ársins – Sígild og samtímatónlist
Spectra – Anna Þorvalds

Tónlistarflytjandi ársins – einstaklingar : Sígild og samtímatónlist
Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarflytjandi ársins – hópar : Sígild og samtímatónlist
Strokkvartettinn Siggi

Söngvari ársins – Sígild og samtímatónlist
Oddur Arnþór Jónsson

Söngkona ársins – Sígild og samtímatónlist
Hallveig Rúnarsdóttir

Tónlistarviðburður ársins – Tónleikar : Sígild og samtímatónlist
Brothers eftir Daníel Bjarnason – Íslenska Óperan, Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og kór Íslensku óperunnar

Tónlistarhátíð ársins – hátíðir : Sígild og samtímatónlist
Óperudagar í Reykjavík

Bjartasta Vonin – Sígild og samtímatónlist
Björk Níelsdóttir


Djass og blús

Plata ársins – Djass og blús
Karl Olgeirsson – Mitt bláa hjarta

Tónverk ársins – Djass og blús
Bugða – Agnar Már Magnússon

Lagahöfundur ársins – Djass og blús
Karl Olgeirsson

Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar : Djass og blús
Kjartan Valdemarsson

Tónlistarflytjandi ársins – Hópar : Djass og blús
Stórsveit Reykjavíkur

Tónlistarviðburðir ársins – Djass og blús
Tónleikaraðir Jazzklúbbsins Múlans

Bjartasta vonin – Djass og blús
Daníel Helgason

 

Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Jón Ásgeirsson