Category

news

ÞESSI VORU TILNEFND TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA

By | awards, Fréttir, news

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í dag á veitingastaðnum Hnossi á jarðhæð Hörpu. Tónlistarárið 2022 var æði skrautlegt, stappfullt af nýjum stjörnum í bland við eldri, uppfullt af glæsilegum viðburðum af öllum toga og útgáfa í öllum flokkum tónlistar í sérlegum blóma. Allt þetta má glöggt sjá á tilnefningunum, sem eru afar fjölbreyttar í ár og breiddin mjög mikil. 

Fjöldi innsendinga var í meira lagi, tæplega 800 talsins og verkefnin þar undir mýmörg í öllum flokkum tónlistar. Einnig vekur það athygli dómnefndarfólks sem og aðstandenda hvernig landamærin milli tónlistarstefna eru að mást út þar sem mörg tónskáld og flytjendur flakka á milli þeirra og dvelja ekki við að flokka sín verkefni sérstaklega. Það rímar einnig við þá flóðbylgju ungs og efnilegs tónlistarfólks sem er við það að springa út í sínum fjölbreyttu verkefnum.

Talsverðar breytingar voru gerðar á verðlaunaflokkum í ár, sameinað undir stærri flokka og samræmt milli helstu yfirflokkana. Verðlaunað er fyrir tónlistarflutning, söng, lög/tónverk og hljómplötur eða stærri verk. Nokkur verðlaun eru veitt þvert á alla flokka, s.s eins og fyrir upptökustjórn, myndbönd, viðburði og umslagshönnun. Síðastnefndu verðlaunin verða nú í fyrsta sinn veitt í samvinnu við Félag íslenskra teiknara á svokölluðum FÍT verðlaunum sem afhent verða seinna í mánuðinum.


Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars og verða þau í beinni útsendingu á RÚV. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli).

 
Hér eru allar tilnefningarnar sem kynntar voru í dag:

Tónlistarflytjendur ársins

Djasstónlist
Andrés Þór
Haukur Gröndal
Marína Ósk
Rebekka Blöndal
Stórsveit Reykjavíkur

Sígild og samtímatónlist
Barokkbandið Brák
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Kammersveit Reykjavíkur
Sæunn Þorsteinsdóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson

Popp-, rokk-, hipp hopp- og raftónlist
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir
Una Torfadóttir
Magnús Jóhann Ragnarsson
Friðrik Dór Jónsson
FLOTT

Önnur tónlist
Lón
Mugison
Magnús Jóhann
Arnar Guðjónsson
Guðrún Ólafsdóttir (RÚN)


Söngur ársins

Djasstónlist
Marína Ósk
Rebekka Blöndal
Silva Þórðardóttir
Steingrímur Teague
Stína Ágústsdóttir

Popp-, rokk-, hipp hopp- og raftónlist
Ásgeir Trausti Einarsson
Margrét Rán Magnúsdóttir
Ylfa Þöll Ólafsdóttir (Dead Herring)
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir
Una Torfadóttir

Sígild og samtímatónlist
Andri Björn Róbertsson
Hildigunnur Einarsdóttir
Dísella Lárusdóttir
Oddur A. Jónsson
Ólafur Kjartan Sigurðarson

 

Lög/tónverk ársins

Djasstónlist
Another Time – ASA Trio + Jóel Pálsson
Tónverk: Scott McLemore

Milder’s Mailbox – Baldvin Hlynsson
Tónverk: Baldvin Hlynsson

Prikó – ADHD
Tónverk: ADHD

Ray of Light – Haukur Gröndal
Tónverk: Haukur Gröndal

The Moon and the Sky – Marína Ósk
Tónverk: Marína Ósk

Sígild og samtímatónlist
Fasaskipti – Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Tónverk: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Texti: Þórdís Helgadóttir

FEAST – Daníel Bjarnason
Tónverk: Daníel Bjarnason

Gemæltan – Veronique Vaka
Tónverk: Veronique Vaka

Glerhjallar – Sveinn Lúðvík Björnsson
Tónverk: Sveinn Lúðvík Björnsson

Guðspjall Maríu (The Gospel of Mary) – Hugi Guðmundsson
Tónverk: Hugi Guðmundsson
Texti: Niels Brunse og Nila Parly

Popp-, rokk-, hipp hopp- og raftónlist 
Vinir – Elín Hall
Lag: Elín Sif Halldórsdóttir, Reynir Snær Magnússon
Texti: Elín Sif Halldórsdóttir

Á óvart (ásamt Kött Grá Pjé & Urður) – Benni Hemm Hemm
Lag og texti: Benedikt Hermann Hermannsson, Atli Sigþórsson

Rhodos – Ultraflex
Lag og texti: Katrín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen

Klisja – Emmsjé Gauti
Lag: Emmsjé Gauti og Þormóður Eiríksson
Texti: Emmsjé Gauti

Ungfrú Ísland – Kvikindi
Lag: Friðrik Margrétar Guðmundsson, Brynhildur Karlsdóttir
Texti: Brynhildur Karlsdóttir

Bleikur og blár – Friðrik Dór
Lag og texti: Friðrik Dór Jónsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson

Snowblind – Ásgeir Trausti
Lag: Ásgeir Trausti Einarsson
Texti: Ásgeir Trausti Einarsson, Pétur Ben

Allt (ásamt Bngrboy) – russian.girls
Lag: russian.girls & Bngrboy
Texti: Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko

Uppá rönd (ásamt GDRN) – Hjálmar
Lag: Sigurður Guðmundsson
Texti: Sigurður Guðmundsson og Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir

EF ÞEIR VILJA BEEF (ásamt Joey Christ) – Daniil
Lag og texti: Daníel Moroshkin og Jóhann Kristófer Stefánsson

 

Önnur tónlist
the world is between us – Árný Margrét
Lag og texti: Árný Margrét

We could stay – Ólafur Arnalds og Josin
Lag: Ólafur Arnalds & Josin
Texti: Josin

Haustdansinn – Mugison
Lag og texti: Mugison

Runaway (ásamt RAKEL) – Lón
Lag og texti: Ásgeir Aðalsteinsson, Ómar Guðjónsson og Valdimar Guðmundsson

Rome – Jelena Ćirić
Lag og texti: Jelena Ćirić


Hljómplata ársins

Sígild og samtímatónlist
Fikta – Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Quanta – Einar Torfi Einarsson
Two Sides – Barokkbandið Brák
VÍDDIR – Bára Gísladóttir
Windbells – Hugi Guðmundsson og Kammersveit Reykjavíkur

Kvikmynda- og leikhústónlist
The Essex Serpent – Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran
Jaula – Snorri Hallgrímsson
OWLS – Magnús Jóhann
Surface – Ólafur Arnalds
Un Monde Nouveau – Arnar Guðjónsson

Djasstónlist
ADHD 8 – ADHD
Aether – Iceland’s Liberation Orchestra
Another Time – ASA Trio + Jóel Pálsson
Five angles – Haukur Gröndal
One Evening in July – Marína Ósk

Popp-, rokk-, hipp hopp- og raftónlist
Ungfrú Ísland – Kvikindi
Hvernig ertu? – Prins Póló
Vök – Vök
Dætur – Friðrik Dór
12:48 – gugusar

Önnur tónlist
they only talk about the weather – Árný Margrét
Fossora – Björk
Tempó Prímó – Uppáhellingarnir
While We Wait – RAKEL, Salóme Katrín & ZAAR
Thankfully Distracted – LÓN 

Upptökustjórn ársins

Two sides – Barokkbandið Brák
Upptökustjórn: Ragnheiður Jónsdóttir

More Than you Know – Silva Þórðardóttir & Steingrímur Teague
Upptökustjórn: Styrmir Hauksson, Ragna Kjartansdóttir, Steingrímur Teague & Silva Þórðardóttir

Time is on my Hands – Ásgeir
Upptökustjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson & Ásgeir Trausti Einarsson

Fossora – Björk
Upptökustjórn: Björk Guðmundsdóttir

OWLS – Magnús Jóhann
Upptökustjórn: Magnús Jóhann Ragnarsson 


Tónlistarviðburður ársins

ErkiTíð 2022
30 ára afmælistónleikar Stórsveitar Reykjavíkur
Moses Hightower & Prins Póló í Gamla Bíó
Guðspjall Maríu
Apparition


Tónlistarmyndband ársins

Snowblind – Ásgeir
Leikstjórn: Erlendur Sveinsson

Drift – Daniel Wohl
Leikstjórn: Máni M. Sigfússon

The world is between us – Árný Margrét
Leikstjórn: Erlendur Sveinsson

Radioflakes – Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Leikstjórn: Stephan Stephensen

Ósýnileg – Eliza Newman
Leikstjórn: Margrét SeemaTakyar

Sigra Heiminn – Kvikindi
Leikstjórn: Birnir Jón Sigurðsson

Cold Feet – Bríet
Leikstjórn: Bríet Ísis Elfar

Það vex eitt blóm fyrir vestan – Rún
Leikstjórn: Viktor Sigurjónsson

Rome – Jelena Ćirić
Leikstjórn: Sigurlaug Gísladóttir

Ancestress – Björk
Leikstjórn: Andrew Thomas Huang


Plötuumslag ársins

Fossora – Björk Guðmundsdóttir
Hönnun: Björk Guðmundsdóttir og James Merry

Models of Duration – John McCowen
Hönnun: John McCowen

Owls – Magnús Jóhann
Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson

Amatör – Unnsteinn
Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson

While We Wait – RAKEL, Salóme Katrín og ZAAR
Hönnun: Aron Freyr Heimisson

TILNEFNINGAR TILKYNNTAR Í DAG

By | awards, Fréttir, news

Í dag kemur það í ljós hvaða tónlistarverkefni, einstaklingar og hópar það verða sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.

Dómnefndirnar hafa unnið baki brotnu síðustu mánuði við að hlusta, vega og meta allar þær innsendingar sem bárust en nefndirnar eru fjórar og innihalda hátt í 30 manns. Þær eru samansettar af fólki af öllum kynjum og ýmsum aldri  sem hefur það sammerkt að hafa samið tónlist, flutt hana eða fjallað um að einhverju leyti síðustu misseri.

Það er vitaskuld ærið verkefni að velja á milli allrar þeirrar tónlistar sem sköpuð var á árinu 2022 en innsendingar voru tæplega áttahundruð. Góð vísa er jú sjaldnast of oft kveðin en þegar rætt er um íslenskt tónlistarlíf þá er oft talað um grósku og sköpunarorku. Hún er sannarlega til staðar og er á við nokkrar virkjanir.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar á veitingastaðnum Hnossi í Hörpu kl. 16 í dag, þar verður boðið upp á léttar veitingar og ljúfa tóna frá hljómsveitinni Lón en viðburðurinn verður einnig í streymi frá Facebook-síðu verðlaunanna.

FIMMTUDAGUR 9. MARS
HNOSS, 1. HÆÐ Í HÖRPU
KL. 16.

UPPFÆRÐ TÓNLISTARVERÐLAUN OG LANGLISTI BIRTUR Í FYRSTA SINN

By | awards, Fréttir, news

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudagskvöldið 22. mars. Verðlaunaflokkarnir hafa fengið talsverða upphalningu og umfang verðlaunanna gert nokkuð einfaldara. Ekki er um niðurskurð að ræða, enda gróskan í íslensku tónlistarlífi umtalsverð, heldur hefur verið hagrætt innan flokka og verðlaun sameinuð. Þar með eykst vægi hverra verðlauna. Verðlaunaflokkarnir sem voru samtals um 37 talsins í fyrra eru nú 22.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem akademía dómnefnda, samansett af tónlistarfólki, tónskáldum, flytjendum, fólki sem fjallar um, skrifar eða vinnur í kringum tónlist, velur úr öllu því helsta sem telst hafa staðið upp úr frá síðasta tónlistarári. Þá eru verðlaunin byggð á allri breiddinni, þar sem popp- og rokktónlist, sígild og samtímatónlist, djass-, kvikmynda- og leikhústónlist, heims- og þjóðlagatónlist sem og hver önnur sem fellur á milli fyrrgreinda flokka, á sitt heimili.

Verðlaunað er í hverjum tónlistarflokki fyrir plötur, söng, hljóðfæraleik eða flutning, einstök lög eða tónverk þar sem kastljósinu er beint að aðstandendum (laga- og textahöfundum) helstu lagasmíða ársins. Þá verður verðlaunað þvert á flokka fyrir myndbönd, tónleika og hátíðir og upptökustjórn auk þess sem bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi verður valin. Sú nýlunda verður að verðlaun fyrir plötuumslag ársins verða veitt í samvinnu við Félag íslenskra teiknara og afhent á FÍT verðlaunum fáeinum dögum fyrr. Loks verða veitt heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna en meðal fyrri verðlaunahafa eru Diddú, Kristinn Sigmundsson, Sigur Rós, Jón Ásgeirsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem hlaut þau í fyrra.

Langlisti platna, laga og tónverka birtur í fyrsta sinn
Svokallaður „langlisti“ þeirra platna og laga/tónverka sem koma munu til greina í tilnefningum ársins er hér birtur í fyrsta sinn á undan eiginlegum „stuttlista“ en sjálfar tilnefningarnar verða kynntar fimmtudaginn 9. mars.

PLÖTUR SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

12:48 gugusar
7 Lára Rúnars
ADHD 8 ADHD
Aether Haukur Gröndal og Iceland’s Liberation Orchestra
Another time ASA trio og Jóel Pálsson
Bjargrúnir Umbra
Dætur Friðrik Dór
Un Monde Nouveau Arnar Guðjónsson
Ekki treysta fiskunum Ólafur Kram
Fikta Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Finding Place MIMRA
Five Angles Haukur Gröndal
Flækt og týnd og einmana Una Torfa
Fossora Björk
From Afar Víkingur Ólafsson
Gork Óskar Kjartansson
Hereby Andrés Þór
Hiatus Terræ Ari Árelíus
High Expectations Veigar Margeirsson & Sinfonia Nord
Hríma Sævar Jóhannsson
Hvernig ertu? Prins Póló
Infinite Wellness Ultraflex
Jaula Snorri Hallgrímsson
Kúlomb Kraftgalli
Ljóð Rebekka Blöndal
Með vorið í höndunum Sönglög Jónasar Ingimundarsonar
Motive Baldvin Hlynsson
Nýr heimur Annalísa og Unnur Elísabet
One Evening in July Marína Ósk
OWLS Magnús Jóhann
Quanta Einar Torfi Einarsson
Skemmtilegt er myrkrið Tónleikhúshópurinn Töfrar
Solon Islandus Gabríel Ólafs
Sounds of Fischer Sin Fang, Kjartan Holm, Jonsi, Alex Somers
Stökk Kristján Martinsson
strengur Halla Steinunn Stefánsdóttir
Surface Ólafur Arnalds
Tempó Prímó Uppáhellingarnir
Thankfully distracted LÓN
The Essex Serpent Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran
They only talk about the weather Árný Margrét
Tindátarnir Soffia
Two Sides Barokkbandið Brák
Ungfrú Ísland Kvikindi
VÍDDIR Bára Gísladóttir
Víðihlíð Snorri Helgason
Vök Vök
Vökuró Graduale Nobili
While we wait RAKEL, Salóme Katrín & ZAAR
Windbells Kammersveit Reykjavíkur


LÖG/TÓNVERK SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

Á óvart (ásamt Kött Grá Pjé & Urður) Benni Hemm Hemm
Aether Haukur Gröndal
Allt russian.girls & Bngrboy
Andblær Lára Rúnars
Another time ASA og Jóel
ARCHORA Anna Þorvaldsdóttir
Bleikur og blár Friðrik Dór
Circle Finnur Karlsson
EF ÞEIR VILJA BEEF (ásamt Joey Christ) Daniil
Einn heima Kristján Martinsson
Einsetumaður Magnús Jóhann
Fasaskipti Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
FEAST Daníel Bjarnason
Gemæltan Veronique Vaka
Glerhjallar Sveinn Lúðvík Björnsson
Haustdansinn Mugison
Himnalag KIRA KIRA
Klisja Emmsjé Gauti
Lately Sycamore Tree
Milder’s Mailbox Baldvin Hlynsson
Partíta Hjálmar H. Ragnarsson
PLAY – a concerto for Martin Kuuskmann Páll Ragnar Pálsson
Prikó ADHD
Radioflakes Atli Ingólfsson
Ray of Light Haukur Gröndal
Rhodos Ultraflex
Rome Jelena Ciric
Runaway (ásamt Rakel) Lón
Snowblind Ásgeir Trausti
Sólarsamban Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson
The Gospel of Mary – Guðspjall Maríu Hugi Guðmundsson
The Man Who Came To Play Andrés Þór
The Moon and the Sky Marína Ósk
The Other Side Rakel, Salóme Katrín, ZAAR
The World is between us Árný Margrét
Um tind er fjallað Óskar Kjartansson
Ungfrú Ísland Kvikindi
Upp á rönd (ásamt GDRN) Hjálmar
Vinir Elín Hall
We could stay Ólafur Arnalds og Josin

 

MÓTTAKA INNSENDINGA HEFST 1. JANÚAR

By | awards, Fréttir, news

Kæra tónlistarfólk,
við munum hefja móttöku innsendinga til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2022
sunnudaginn 1. janúar 2023.

Það verður vægast sagt spennandi að sjá alla þá uppskeru ársins sem er að líða enda æði viðburðaríkt í útgáfu og lifandi flutningi.

Öllu íslensku tónlistarfólki, tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk, texta eða myndbönd árið 2022 er eindregið hvatt til að senda sín verk inn. Öll verkefni sem komu út eða birtust á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022 eiga sannarlega erindi. Skilafrestur rennur út sunnudagskvöldið 22. janúar.

Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í Silfurbergi Hörpu og í beinni útsendingu á RÚV, miðvikudagskvöldið 22. mars 2023.

FLOTT, BIRNIR, MONO TOWN, ANNA GRÉTA OG BRÍET SIGURSÆL Á ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNUNUM 2022

By | awards, Fréttir, news

Hljómsveitirnar FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir fengu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í Hörpu á miðvikudagskvöld, fyrir hið gjöfula tónlistarár 2021. Verðlaunastytturnar dreifðust annars vítt yfir sviðið og endurspeglar það hversu mikilli breidd íslenska tónlistarflóran býr yfir.

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Silfurbergi, Hörpu og var hátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Segja má að verðlaunahátíðin sé fyrsta stóra „partíið“ eftir erfiða mánuði heimsfaraldurs en Íslensku tónlistarverðlaunin 2020 voru haldin um miðjan mars það ár og voru síðasta partíið áður en öllu var nær lokað og læst. Í fyrra var hátíðin svo haldin án áhorfenda í sal. Mikið var um dýrðir í Hörpu þar sem veislustjórarnir Valgerður Guðnadóttir, söng- og leikkona ásamt Guðmundi Felixsyni grínara tóku á móti gestum, fóru á kostum í leik og söng og afhentu sigurvegurum kvöldsins verðlaunastyttuna góðu, Ístóninn eftir Ingu Elínu, hönnuð. Hljómsveitirnar BSÍ og FLOTT stigu á stokk, sem og Magnús Jóhann, rapparinn Birnir og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar- og viðskipta afhenti heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og var það píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir sem er heiðursverðlaunahafi ársins.


ANNA GUÐNÝ HLAUT VERÐSKULDUÐ HEIÐURSVERÐLAUN

Anna Guðný Guðmundsdóttir á glæstan feril að baki, lagði á sínum tíma sérstaka áherslu á kammermúsík og meðleik með söng og þar hófst farsælt samstarf hennar og söngkonunnar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddú. Um langt árabil hefur Anna Guðný sinnt kennslustörfum, var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og einnig við Menntaskólann í tónlist. Hún hefur starfað sem píanóleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil og er enn. Anna Guðný hefur víða komið fram á sínum glæsta ferli, spilað inn á um 30 hljómplötur með mörgu fremsta listafólki þjóðarinnar auk þess að gefa út rómaðar einleiksplötur. Anna Guðný er og hefur verið mikilvægur og sterkur hlekkur í íslensku tónlistarlífi í fjóra áratugi – Anna er handhafi heiðursverðlauna Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022. Félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðruðu heiðursverðlaunahafann með flutningi á köflum úr Holberg-svítu Edvards Grieg.


BJART YFIR Í
SLENSKRI TÓNLIST
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti björtustu vonum íslenskrar tónlistarflóru sín verðlaunin hverju. Bjartasta vonin í djasstónlist er gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson, bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist er fiðuleikarinn Rannveig Marta Sarc og í popp, rokk, rapp/hipphopp og raftónlist var valin hljómsveitin FLOTT sem bjartasta vonin í samvinnu við hlustendur Rásar 2. Eins og áður segir var breiddin mikil á verðlaunahátíð ársins og mörg kunnugleg andlit og nöfn sem birtust á skjánum – í bland við vonarstjörnur íslensks tónlistarlífs. Meðal vinningshafa voru þau John Grant og Herdís Anna Jónasdóttir sem verðlaunuð voru fyrir söng ársins, Teitur Magnússon fékk verðlaunin fyrir textagerð, píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen voru meðal flytjenda ársins og tónlistarkonurnar Emiliana Torrini og Markéta Irglová voru verðlaunaðar fyrir tónverk ársins sem var titillagið úr sýningu Þjóðleikhússins, Vertu úlfur.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks og eru haldin af aðildarfélögum íslenskrar tónlistar, STEF og SFH og eru verðlaunin liður í því að hampa þeirri breidd sem íslensk tónlist býr yfir og um leið að styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa. Það er því gleðilegt að þessi vettvangur sé til, þar sem allt fremsta tónlistarfólks landsins í öllum tegundum tónlistar er komið undir sama þak til að fagna kollegum og aðstandendum tónlistarverkefna.
Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um verðlaunahafa ársins í öllum flokkum. Við óskum verðlaunahöfum sem og öllum þeim sem voru tilnefnd – innilega til hamingju!


VERÐLAUNAHAFAR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2022

 

POPP, ROKK, RAPP & HIPP HOPP OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS
Mobile Home – GusGus

ROKK – PLATA ÁRSINS
Mono Town Time Vol. I – Mono Town

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS
Bushido – Birnir

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS
radio vatican – sideproject

POPP – LAG ÁRSINS
Mér er drull – FLOTT

ROKK – LAG ÁRSINS
Vesturbæjar Beach – BSÍ

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS
Vogur – Birnir

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS
Halda áfram – russian.girls

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Kveðja, Bríet – Útgáfutónleikar í Eldborg

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
Teitur Magnússon

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Mono Town

SÖNGUR ÁRSINS
John William Grant

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar

BJARTASTA VONIN Í SAMVINNU VIÐ RÁS 2
FLOTT


SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Ethereality  – Berglind María Tómasdóttir

TÓNVERK ÁRSINS
CATAMORPHOSIS – Anna Þorvaldsdóttir

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Björk Orkestral, Live from Reykjavík

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
Óperan KOK – Þórunn Gréta Sigurðardóttir

SÖNGUR ÁRSINS
Herdís Anna Jónasdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Víkingur Heiðar Ólafsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Mótettukórinn

BJARTASTA VONIN
Rannveig Marta Sarc


DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Nightjar in the Northern Sky – Anna Gréta

TÓNVERK ÁRSINS
Hlýnun – Tumi Árnason

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Anna Gréta

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Magnús Trygvason Eliassen

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Hljómsveit Sigmars Þórs Matthíassonar

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Tónleikaröð á Skuggabaldri

BJARTASTA VONIN
Hróðmar Sigurðsson


ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST
Y: The Last Man – Herdís Stefánsdóttir

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGATÓNLIST
Brek – Brek

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Mother Melancholia  – sóley

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Vertu úlfur, titillag – Emilíana Torrini, Markéta Irglová

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS
Ég er bara að ljúga er það ekki? – Annalísa. Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS
Án tillits – Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson. Hönnun: Halldór Eldjárn

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS
Ox – Gyða Valtýsdóttir. Upptökustjórn: Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson

DAMON ALBARN HLÝTUR SÍNA FYRSTU TILNEFNINGU, TUMI ÁRNASON, FLOTT, BIRNIR OG SUPERSPORT! MEÐ FLESTAR

By | awards, Fréttir, news


Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í dag á veitingastaðnum Hnossi á jarðhæð Hörpu. Tónlistarárið 2021 var uppfullt af spennandi viðburðum, þrátt fyrir hamlandi viðburðahald mestan part ársins, útgáfa í öllum flokkum tónlistar var í sérlegum blóma og gróskan kraumandi undir niðri. Allt þetta má glöggt sjá á tilnefningunum, sem eru afar fjölbreyttar í ár og breiddin mjög mikil.

Athygli vakti fjöldi tilnefninga, hversu útgáfa var fjölbreytt og verkefnin mýmörg í sígildri og samtímatónlist sem og í djasstónlist. Það rímar einnig við þá flóðbylgju ungs og efnilegs tónlistarfólks sem er við það að springa út í sínum verkefnum.

Að tilnefningum ársins – og nýliðum, þá vekur það sérstaka athygli að Íslendingurinn Damon Albarn (Blur, Gorillaz og fl.) hlýtur sína fyrstu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Það eru fjölmargt listafólk sem hlýtur fleiri en eina tilnefningu en djasstónlistarmaðurinn Tumi Árnason hlýtur þær flestar í ár, alls sex talsins. Hljómsveitin FLOTT, rapparinn Birnir og rokksveitin Supersport! hljóta fjórar tilnefningar og meðal þeirra sem hlutu þrjár eru meðal annars þau Herdís Anna Jónasdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 30. mars í vbeinni útsendingu á RÚV. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leikarinn og sjónvarpsgrínarinn Guðmundur Felixson og leik- og söngkonan Valgerður Guðnadóttir.

Hér eru allar tilnefningarnar í öllum flokkum:

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN 2022

TILNEFNINGAR POPP, ROKK, RAPP & HIPP HOPP OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS
GusGus – Mobile Home
John Grant – Boy from Michigan
Inspector Spacetime – Inspector Spacetime
Teitur Magnússon – 33
Damon Albarn – The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows

ROKK – PLATA ÁRSINS
Mono Town – Mono Town Time Vol. I
Skrattar – Hellraiser IV
Supersport! – tveir dagar
Ophidian I – Desolate
The Vintage Caravan – Monuments

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS
Birnir – Bushido
Countess Malaise – Maldita
Elli Grill – Púströrafunk
Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur – MOLD
Aron Can – Andi, líf, hjarta, sál

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS
sideproject – radio vatican
Eva808 – Sultry Venom
Lord Pusswhip – Lord Pusswhip is Rich
Ægir – The Earth Grew Uncertain
Mikael Lind – Geographies

POPP – LAG ÁRSINS
Spurningar – Birnir
Mér er drull – FLOTT
Ástrós (feat. BRÍET) – Bubbi Morthens
Ingileif – Snorri Helgason
Lúser – Unnsteinn

ROKK – LAG ÁRSINS
Vesturbæjar Beach – BSÍ
Drullusama – SKRATTAR
Because Of You – Mono Town
Hring eftir hring – Supersport!
Can’t Get You off My Mind – The Vintage Caravan

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS
Vogur – Birnir
Hit It (feat. LYZZA) – Countess Malaise
It’s complicated – Cell7
Láttu það ganga (feat. Kött Grá Pjé) – Elli Grill
Geekd – Daniil

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS
Halda áfram – russian.girls
Dansa og bánsa – Inspector spacetime
Bara í góðu – Kraftgalli
Bounce Back – RED RIOT
He is so timid – Ægir

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Kveðja, Bríet – Útgáfutónleikar í Eldborg
Extreme Chill Festival 2021
Þögn – Dimma, útgáfutónleikar í Eldborg
Korda Samfónía
NýKlassík og Sinfó – Eldborg, ágúst 2021

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
Teitur Magnússon
Laufey Soffía Þórsdóttir (Kælan Mikla)
Bjarni Daníel Þorvaldsson
Birnir Sigurðarson
Vigdís Hafliðadóttir

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Mono Town
Teitur Magnússon
GusGus
John William Grant
Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir

SÖNGUR ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar
John William Grant
Soffía Björg Óðinsdóttir
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Unnsteinn Manuel Stefánsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar
BSÍ – Sigurlaug Thorarensen & Julius Pollux Rothlaender
The Vintage Caravan
Högni Egilsson
Bubbi Morthens

BJARTASTA VONIN Í SAMVINNU VIÐ RÁS 2
Flott
Árný Margrét
Sucks to be you, Nigel
RAKEL
Supersport!


SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Spektral Quartet / Anna Þorvaldsdóttir – Engima
Berglind María Tómasdóttir – Ethereality
Víkingur Heiðar Ólafsson – Mozart & Contemporaries
Herdís Anna Jónasdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason – Nýir vængir
Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir – Last Song

TÓNVERK ÁRSINS
Agape – Bergrún Snæbjörnsdóttir
CATAMORPHOSIS – Anna Þorvaldsdóttir
LEIKSLOK, fiðlukonsert – Þuríður Jónsdóttir
Húsið mitt – Halldór Smárason
Óperan KOK – Þórunn Gréta Sigurðardóttir

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Björk Orkestral, Live from Reykjavík
Hljóðön í Hafnarborg
Óperudagar
Reykholtshátíð 2021
„Græna röðin“ með Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
AIŌN – Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn
Jólaóratóría J.S. Bach í Hörpu – Listvinafélagið í Reykjavík og Mótettukórinn
Víkingur spilar Mozart – Víkingur Heiðar Ólafsson
Norrænt ekkó – Cantoque Ensemble, Camerata Öresund og Ensemble Nylandia
Óperan KOK – Þórunn Gréta Sigurðardóttir

SÖNGUR ÁRSINS
Andri Björn Róbertsson
Benedikt Kristjánsson
Björk Níelsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir
Herdís Anna Jónasdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Bjarni Frímann Bjarnason
Björg Brjánsdóttir
Katie Buckley
Una Sveinbjarnardóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Cauda Collective
Dúó Freyja
Hið íslenska gítartríó
Mótettukórinn
Nordic Affect

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 30. MARS


DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Þorgrímur Jónsson – Hagi
Anna Gréta – Nightjar in the Northern Sky
Sigmar Matthíasson – Meridian Metaphor
Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson – Án tillits
Tumi Árnason – Hlýnun

TÓNVERK ÁRSINS
Nightjar in the Northern Sky – Anna Gréta
Hlýnun – Tumi Árnason
6:20 – Þorgrímur Jónsson
Án tillits – Magnús Jóhann Ragnarsson
Mehmetaphor – Sigmar Matthíasson

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Þorgrímur Jónsson
Anna Gréta
Sigmar Þór Matthíasson
Tumi Árnason
Karl Olgeir Olgeirsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Rebekka Blöndal
Andrés Þór
Þorgrímur Jónsson
Anna Gréta
Magnús Trygvason Eliassen

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar
Tendra
Hróðmar Sigurðsson og hljómsveit
Hljómsveit Sigmars Þórs Matthíassonar
Tumi Árnason og hljómsveit

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Síðdegistónar í Hafnarborg
Tendra – Stutttónleikasería
Jazzhátíð Reykjavíkur
Sumartónleikar í Máli og menningu
Tónleikaröð á Skuggabaldri

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 30. MARS


ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST
Barði Jóhannsson – AGONY
Valgeir Sigurðsson – KVIKA
Þórður Magnússon – Saga Borgarættarinnar
Atli Örvarsson – Wolka
Herdís Stefánsdóttir – Y: The Last Man

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGATÓNLIST
Bony Man – Cinnamon Fields
Brek – Brek
Cauda Collective – Adest Festum
Spilmenn Ríkínís – Gullhetta
Sycamore Tree – Western Sessions

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Calder – Inner
Gyða Valtýsdóttir – Ox
Kig & Husk – Kill the Moon
sóley – Mother Melancholia
Tunglleysa Tunglleysa

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Gyða Valtýsdóttir – Alphabet
Thin Jim and the Castaways – Confession
sóley – Sunrise Skulls
Herdís Stefánsdóttir & Kjartan Holm – Verbúðin – titillag
Emilíana Torrini og Markéta Irglová  – Vertu úlfur – titillag

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS
Flýg upp X Varlega – Aron Can. Leikstjórn: Erlendur Sveinsson
Ég er bara að ljúga er það ekki? – Annalísa. Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir
Love is Alone – GusGus. Leikstjórn: Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirssson
Hollow – Haukur Þór Harðarson. Leikstjórn: Timna Tomiša
Sunrise Skulls – sóley. Leikstjórn: Samantha Shay

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS
MOLD – Emmsjé Gauti/Helgi Sæmundur: Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt), Eygló Gísladóttir
Kick The Ladder – Kaktus Einarsson: Åsmund Sollihøgda
Án tillits – Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson: Halldór Eldjárn
Mother Melancholia – sóley: Héðinn Finnsson, Sunna Ben
Hlýnun – Tumi Árnason: Elín Edda Þorsteinsdóttir, Héðinn Finnsson, Þorsteinn Cameron, Brynja Hjálmsdóttir, Tómas Ævar Ólafsson og Tumi Árnason.

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS
Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk – BSÍ: Alison MacNeil, Thomas Götz, Marten Ebsen, Francine Perry og Sarah Register
Ox – Gyða Valtýsdóttir: Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson
Y: The Last Man – Herdís Stefánsdóttir: Herdís Stefánsdóttir
From The Ocean/To The Ocean (Memories of Snæfellsjökull) – Minningar: Magnús Bergsson og Francesco Fabris
Hlýnun – Tumi Árnason: Albert Finnbogason og Sarah Register

KYNGREINDIR FLOKKAR HEYRA SÖGUNNI TIL Á ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNUNUM

By | awards, Fréttir, news


Aðstandendur Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa tekið þá ákvörðun að fella út þá kyngreindu flokka sem eftir standa frá og með verðlaunahátíðinni 2022. Það verða því ekki sérverðlaun fyrir söngvara og/eða söngkonur. Flokkarnir verða sameinaðir og verðlaun veitt fyrir söng ársins, hvers kyns sem viðkomandi er.

Kristján Freyr, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir þetta tákn um nýja tíma og að einhugur aðildarfélaga tónlistarfólks hafi verið algjör um þessa ákvörðun. „Nýtt og betra samfélag kallar eftir álíka breytingum og sýnir að við erum ekki lengur svo pólaríseruð eða bara tvívíð. Við erum alls konar, sís, trans, intersex, kynsegin; konur, karlar og kvár. Kynin eru ekki bara í steríó.“

Það lítur því út fyrir að þeir söngvarar og söngkonur sem hlutu verðlaun í sínum flokkum í apríl síðastliðinn hafi verið þau síðustu að hljóta þá nafnbót. Það voru þau Högni Egilsson, Bríet Ísis Elfar, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir (sem er hér á mynd að ofan) og Stuart Skelton sem voru söngvarar og söngkonur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í mars 2022 en tónlistarárið 2021 var gríðarlega gjöfult og með þeim betri til síðari ára. Opnað var fyrir innsendingar til verðlaunanna 1. janúar á Iston.is.

1. JANÚAR

By | awards, Fréttir, news

Kæra tónlistarfólk,
við munum hefja móttöku innsendinga til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2021
– laugardaginn 1. janúar 2022.

Við erum afar spennt að sjá alla þá uppskeru ársins sem er að líða enda æði viðburðaríkt í útgáfu og lifandi flutningi.

Öllu íslensku tónlistarfólki, tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd árið 2021 er eindregið hvatt til að senda sín verk inn. Öll verkefni sem komu út eða birtust á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021 eiga sannarlega erindi. Skilafrestur rennur út sunnudagskvöldið 23. janúar.

Tilnefningar frá dómnefndum ÍSTÓN verða svo kynntar í lok febrúar og loks verður verðlaunahátíðin í Hörpu og í beinni útsendingu á RÚV, miðvikudagskvöldið 30. mars 2022.

Bríet, Ingibjörg Turchi, Haukur Gröndal og Hjaltalín sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021

By | awards, Fréttir, news


Bríet Ísis Elfar, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru meðal þess tónlistarfólks sem var hve sigursælast á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í Hörpu á laugardagskvöld. Verðlaunin dreifðust annars vítt yfir sviðið og endurspeglar hversu mikla breidd íslenska tónlistarflóran býr yfir.

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Brugðið var til þeirra ráða að boða allt tónlistarfólk í smærri hópum, skömmu fyrir útsendinguna allt til þess gert að virða þær reglur um fjöldatakmarkanir sem uppi eru. Mikið var um dýrðir í Hörpu þar sem veislustjórinn, Saga Garðarsdóttir, tók á móti gestum, fór að kostum að venju og bauð upp á lifandi tónlist þess á milli. Hljómsveitirnar HAM og GusGus stigu á stokk, sem og Ingibjörg Turchi, Bríet og Álfheiður Erla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti loks heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og var það hljómsveitin Sigur Rós sem er heiðursverðlaunahafi ársins.

BRÍET GAF FINGURINN
Söngkonan Bríet Ísis Elfar átti geysiöfluga innkomu á síðasta ári þegar hún í byrjun árs gaf út lagið Esjuna, sem naut mikilla vinsælda og mun eflaust gera um ókomna tíð, og á seinni hluta ársins kom út hljómplatan Kveðja, Bríet. Bríet var sigursælust listafólks þetta kvöld en hún hreppti hnossið í þremur flokkum; hún á poppplötu ársins, var valin textahöfundur ársins og einnig er hún söngkona ársins í flokki popptónlistar. Það vakti mikla eftirtekt í útsendingunni þegar Bríet tók við verðlaunum sínum sem textahöfundur ársins. Í þakkarræðu sinni beindi hún orðum sínum til allra þeirra sem hafa spurt hana í gegnum tíðina hver það eru sem semja alla textana fyrir hana. Öllu því fólki gaf hún fingurinn. Ingibjörg Turchi ásamt hljómsveit sinni vakti talsverða athygli á síðasta ári með plötu sinni Meliae, hún var m.a. valin plata ársins í Morgunblaðinu en Meliae er einnig plata ársins í flokki djasstónlistar auk þess sem Ingibjörg hlaut önnur verðlaun með sínu fólki fyrir upptökustjórn Meliae. Meðlimir Hjaltalín voru valin lagahöfundar ársins auk þess sem Högni Egilsson var valinn söngvari ársins. Haukur Gröndal var sigursæll á kvöldinu en hann, ásamt Frelsissveit Íslands endaði með þrenn verðlaun í farteskinu, fyrir tónverk ársins sem og tónlistarflutning einstaklinga og hópa.

Eins og áður segir var breiddin mikil á verðlaunahátíð ársins og mörg kunnugleg andlit og nöfn sem birtust á skjánum – í bland við vonarstjörnur íslensks tónlistarlífs. Meðal vinningshafa voru Bubbi Morthens sem er tónlistarflytjandi ársins, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir var valin söngkona ársins en hún er ein helsta vonarstjarna okkar í klassískum söng og var Stuart Skelton valinn söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist en Skelton er í fremstu röð tenórsöngvara í óperuheiminum. Þrátt fyrir almenna tónleikaþurrð á síðasta ári má þó sjá glöggt hversu listafólk náði að klífa ýmsar áskoranir í viðburðahaldi og ímyndunaraflið fékk að njóta sín. Helgi Björnsson var þar fremstur meðal jafningja en hann hlaut verðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins í flokki popptónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn tónlistarflytjandi ársins í sígildri tónlist, Jófríður Ákadóttir, JFDR, átti lag ársins í raftónlist og þjóðargersemin Daði Freyr Pétursson fer til Hollands með verðlaunagrip í farteskinu en hann átti popplag ársins.


BJARTAR VONIR Í Í
SLENSKRI FLÓRU
Fyrr í vikunni var tekin forskot á sæluna þegar fern verðlaun voru veitt utan hátíðarinnar í Hörpu. Björtustu vonunum þremur; í popp-, rokk-, rapp/hiphop- og raftónlist, djass- og blústónlist og loks sígildri og samtímatónlist var komið á óvart á ýmsan hátt í þættinum Menningunni á RÚV. Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir sem kallar sig gugusar var sótt heim og henni afhent styttan og er hún bjartasta vonin í popp-, rokk-, rapp/hipp hopp- og raftónlist, Steiney Sigurðardóttir sellóleikari var elt á fund í Perlunni í Öskjuhlíð og henni afhent stytta þar og loks fékk Laufey Lín Jónsdóttir símtal til Boston og henni tilkynnt að hún væri bjartasta vonin í flokki djass- og blústónlistar. Þrjár virkilega spennandi hæfileikakonur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Þá var einnig tilkynnt á vefmiðlinum Albumm.is hvert tónlistarmyndband ársins væri en það var valið í kosningu á netinu auk þess að dómnefnd, skipuð tónlistarfólki og kvikmyndaleikstjóra, hafði vægi á móti. Tónlistarmyndband ársins var valið myndband Frosta Jóns Runólfssonar við lag Jónsa, Sumarið sem aldrei kom. Sjón er sögu ríkari; https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw


HLJÓ
MSVEITIN SIGUR RÓS HEIÐRUÐ
Heiðursverðlaunahafar ársins er hljómsveitin Sigur Rós og tóku þeir við viðurkenningunni frá Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Sigur Rós var stofnuð 1994 í Mosfellsbæ, eftir hana liggja meðal annars sjö breiðskífur, kvikmyndir og önnur listaverk sem hafa gert það að verkum að Sigur Rós er ein þekktasta og dáðasta hljómsveit okkar þjóðar sem á milljónir áhangenda um alla veröld. Stofnmeðlimir hljómsveitarinnar, sem í fyrstu hét Victory Rose, þeir Georg Holm, Ágúst Ævar Gunnarsson og Jónsi veittu verðlaununum viðtöku. Jónsi var þó mættur í streymisformi þar sem hann er búsettur erlendis. Með þeim voru vitaskuld þeir Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason sem hafa verið meðlimir Sigur Rósar um langa hríð. Þeim er hér þakkað fyrir sitt drjúga framlag til íslenskrar tónlistar og menningar.

Boðið var upp á tónlistaratriði á heimsmælikvarða í beinni útsendingu þegar nýkrýnd söngkona ársins, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir flutti útgáfu sína af hinu þekkta þjóðlagi, Móðir mín í kví kví. Ingibjörg Elsa Turchi sem hlaut tvenn verðlaun kom fram ásamt hljómsveit sinni og flutti verk sitt Elefþería af hinni frábæri hljómplötu Meliae. Rokkgreifarnir í HAM heiðruðu samkomuna með flutningi á rokklagi ársins, Haf trú af plötu sinni Chromo Sapiens sem þeir unnu í tengslum við verk Hrafnhildar Shoplifter Arnardóttur. Bríet sem hlaut þrenn verðlaun á hátíðinni bauð upp á magnþrungið atriði þegar hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt og hóf sig til flugs í lokin. Það var svo GusGus sem sló botn í dagskrá kvöldsins þegar þau fluttu lagið Higher ásamt mögnuðum danshópi, diskókúlum og konfettísprengjum.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um verðlaunahafa ársins í öllum flokkum. Við óskum verðlaunahöfum sem og öllum þeim sem voru tilnefnd – innilega til hamingju!


VERÐLAUNAHAFAR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2021


POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS
Kveðja, Bríet  – BRÍET

ROKK – PLATA ÁRSINS
Endless Twilight of Codependent Love  – Sólstafir

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS
VACATION  – CYBER

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS
Visions of Ultraflex  – Ultraflex

POPP – LAG ÁRSINS
Think About Things – Daði Freyr

ROKK – LAG ÁRSINS
Haf trú – HAM

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS
Geimvera  – JóiPé x Króli

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS
Think Too Fast  – JFDR

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
Heima með Helga

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Hjaltalín

SÖNGVARI ÁRSINS
Högni Egilsson

SÖNGKONA ÁRSINS
Bríet Ísis Elfar

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
Bubbi Morthens

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS
Sumarið sem aldrei kom – Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson
https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw

BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2
Gugusar

 

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS
John Speight, Solo Piano Works  – Peter Máté

TÓNVERK ÁRSINS
Accordion Concerto – Finnur Karlsson

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
Sönghátíð í Hafnarborg

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
Brák og Bach

SÖNGKONA ÁRSINS
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

SÖNGVARI ÁRSINS
Stuart Skelton

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Víkingur Heiðar Ólafsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Sinfóníuhljómsveit Íslands

BJARTASTA VONIN Í SÍGILDRI OG SAMTÍMATÓNLIST
Steiney Sigurðardóttir sellóleikari

 

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS
Meliae – Ingibjörg Turchi

TÓNVERK ÁRSINS
Four Elements – Haukur Gröndal

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Sigurður Flosason

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR
Haukur Gröndal

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
Frelsissveit Íslands

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
Jazzhátíð Reykjavíkur

BJARTASTA VONIN Í DJASS- OG BLÚSTÓNLIST
Laufey Lín Jónsdóttir


ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST
Defending Jacob – Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST
Shelters one  – Jelena Ciric

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
EPICYCLE II – Gyða Valtýsdóttir

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
Astronaut  – Red Barnett

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS
PLASTPRINSESSAN  – K.óla:
Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS
Meliae – Ingibjörg Turchi:
Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

  

SIGUR RÓS HLÝTUR HEIÐURSVERÐLAUN ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2021

Árið 1994 fæddist í Mosfellsbæ hljómsveitin Sigur Rós, sem fékk nafn sitt frá systur söngvara og gítarleikara sveitarinnar – Jóns Þórs Birgissonar, en stúlkan sú var nýfædd þegar hljómsveitin fékk nafn sitt. Upphaflega var hljómsveitin kölluð Victory Rose.

Meðlimir Victory Rose voru ásamt Jóni Þór eða Jónsa, þeir Georg Holm og Ágúst Ævar Gunnarsson og byrjuðu þeir á að apa eftir uppáhalds hljómsveitunum sínum, en hófu svo fljótlega að skapa sinn eigin stíl. Tónlistin var draumkennd og dramatísk, rödd Jónsa notuð meira eins og eitt af hljóðfærunum frekar en hefðbundin söngrödd og spilaði Jónsi á litríkan rafmagnsgítar sinn gjarnan með fiðluboga og hafði hátt, en stundum lágt. Hljóðheimurinn

var þarna kominn – fullskapaður á fyrstu plötunni, Von sem kom út árið 1997 undir merkjum Sigur Rósar og því Victory Rose nafnið lagt til hliðar. Einkennandi hljóðheimur sveitarinnar var svo innsiglaður rækilega til framtíðar á meistaraverkinu Ágætis byrjun 1999, en sú plata náði sannarlega eyrum tónlistarunnenda um allan heim. Þarna hafði hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson bæst við sem fastur liðsmaður Sigur Rósar.

Á svigaplötunni 2002 bjuggu þeir til sitt eigið tungumál – Vonlensku – hopelandic, enn stækkaði aðdáendahópurinn um víða veröld og við tóku tónleikaferðalög umhverfis veröldina gjörvalla. Ágúst trommari hafði lagt kjuðana á hilluna og í hans stað kominn Orri Dýrason. Platan var tekin upp í nýju hljóðveri sem hljómsveitin kom sér upp í gamalli sundlaug í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og er enn starfandi undir Sundlaugar nafninu.

Sigur Rós sýndu fylgjendum sínum þakklæti og sögðu Takk á næstu plötu sem kom út árið 2005. Þar er t.d. lagið Hoppípolla sem BBC notaði mikið til að auglýsa einstaka náttúrulífsþætti sína um tíma. Árið 2008 leit fimmta platan dagsins ljós, Með suð í eyrum við spilum endalaust og má þar finna þeirra helstu smelli sem ennþá heyrast reglulega í útvarpi um allan heim. Fjórum árum ssíðar kemur út platan Valtari – og nýjasta platan, en vonandi ekki sú síðasta, Kveikur, kom svo árið 2013.

Sigur Rós hefur undanfarinn aldarfjórðung með einstakri tónlist sinni heillað milljónir manna um allan heim, kveikt áhuga fólks á heimalandi þeirra, því stórbrotna landi elds og ísa sem býr til fólk sem skapar tónlist eins og Sigur Rós gerir. Og það sem meira er – tónlist Sigur Rósar, þegar hún er ekki á Von-lensku, er sungin á Íslensku. Sigur Rós hefur sýnt það og sannað að það er hægt að sá í gegn alþjóðavísu með því að syngja á Íslensku og það er öllum ljóst að þetta hefur skapað Sigur Rós en meiri sérstöðu en ella. Sigur Rós hefur unnið til fjölda verðlauna, og fengið enn fleiri tilnefningar til verðlauna í gegnum tíðina bæði fyrir tónlist sína og kynngimögnuð myndbönd. Lögin þeirra hafa líka heyrst í gríðarlegum fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta um allan heim.

Sigur Rós hefur gefið okkur 7 breiðskífur sem allar eru einstakar. Þeir hafa gert kvikmyndir, ferðast um Ísland og allan heim aftur og aftur og allstaðar eiga þeir aðdáendur sem hafa ýmist hlegið eða grátið á tónleikum hjá þeim, og oft bæði í einu. Sigur Rós kom síðast fram hér heima á Norður og niður listahátíðinni sem hljómsveitin stóð fyrir í Hörpu milli jóla og nýárs 2017 og fáum við vonandi að sjá Sigur Rós á sviði aftur sem allra fyrst. Við eigum Sigur Rós mikið að þakka – þeir hafa gert svo margt gott fyrir íslenska tónlist, íslenska menningu og okkur öll um langa hríð. Þeim er hér færðar þakkir fyrir þeirra framlag.
Hljómsveitin Sigur Rós er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021

By | awards, Fréttir, news

 

Bríet, Auður, Ingibjörg Turchi, GDRN, Ólafur Arnalds, Hjaltalín og Ásgeir með flestar tilnefningar í ár!

Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14. apríl.

Tónlistarárið 2020 verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir. Sköpunarkraftur og áræðni íslensks tónlistarfólks fór ekki framhjá neinum, á sama tíma þegar heimsfaraldur gekk yfir alla heimsbyggðina með öllum þeim takmörkunum á hinu hefðbundna lífi sem við þekkjum. Sjálfsbjargarviðleitnin skilaði sér í fjölmörgum skemmtilegum viðburðum á rafrænu formi, tónlist var áberandi í ljósvakamiðlum og síðast en ekki síst var uppskera nýrrar tónlistar með mesta móti. Innsendingar til verðlaunanna gáfu glögga mynd af því hversu blómlegt tónlistarstarfið var árið 2020 en metfjöldi barst í öllum flokkum verðlaunanna.

Flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár hlýtur Bríet Ísis Elfar fyrir tónlistina á plötu sinni Kveðja, Bríet en tilnefningarnar eru sjö talsins auk þess sem Pálmi Ragnar Ásgeirsson samstarfsmaður Bríetar er tilnefndur sem lagahöfundur ársins. Ingibjörg Turchi hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og djassáhugafólks fyrir plötu sína Meliae en hún var m.a. valin plata ársins hjá Morgunblaðinu í fyrra. Ingibjörg ásamt  Auði hljóta næstflestar tilnefningar, sex talsins, Ólafur Arnalds hlýtur fimm og þau GDRN, Hjaltalín og Ásgeir hljóta fjórar. Um 120 flytjendur og hópar eru tilnefndir í ár og eru það fleiri en þrjátíu sem hljóta fleiri en eina tilnefningu í ár.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. apríl og verður verðlaunahátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er ein fyndnasta kona landsins, grín- og leikkonan Saga Garðarsdóttir.

Helsti stuðningsaðili Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár er NOVA en verðlaunahátíðin er haldin árlega af Samtóni, sem eru regnhlífarsamtök aðildarfélagana í íslensku tónlistarlífi. Þetta er því sannarlega uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks.

 

Eftirtaldir hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021:

 

POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

POPP – PLATA ÁRSINS

BRÍET – Kveðja, Bríet
GDRN – GDRN
Hjaltalín – Hjaltalín
JFDR – New Dreams
Ásgeir – Sátt

ROKK – PLATA ÁRSINS

Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Sólstafir – Endless Twilight of Codependent Love
Auðn – Vökudraumsins fangi
Celebs – Tálvon hinna efnilegu
Dream Wife – So When You Gonna…

RAPP&HIPPHOPP – PLATA ÁRSINS

CYBER – VACATION
JóiPé x Króli – Í miðjum kjarnorkuvetri
Logi Pedro – Undir bláu tungli

RAFTÓNLIST – PLATA ÁRSINS

Ultraflex – Visions of Ultraflex
gugusar – Listen To This Twice
Mikael Lind – Give Shape to Space
Moff & Tarkin – Man of the Match
Volruptus – First Contact

POPP – LAG ÁRSINS

Esjan – BRÍET
Think About Things – Daði Freyr
Vorið – GDRN
Það bera sig allir vel – Helgi Björns
Stundum – Moses Hightower

ROKK – LAG ÁRSINS

Haf trú – HAM
Visitor – Of Monsters and Men
Eldborg – Auðn
Prince – MAMMÚT
Kraumar – Celebs

RAPP&HIPPHOPP – LAG ÁRSINS

Ungi Besti & Milljón – Vera Illuga
Auður og Floni – Týnd og einmana
JóiPé x Króli – Geimvera
CYBER – calm down
Logi Pedro – Ef Grettisgata gæti talað

RAFTÓNLIST – LAG ÁRSINS

Inspector Spacetime – Hvað sem er
Ólafur Arnalds – Loom (feat. Bonobo)
JFDR – Think Too Fast
Ultraflex – Full of Lust
Kuldaboli – Ískaldur veruleikinn

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Heima með Helga
Auður í Vikunni með Gísla Marteini
Listagjöf Listahátíðar í Reykjavík
HAM í Listasafni Reykjavíkur
Big Party Post-Club International

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar
Jóhannes Bjarki Bjarkason
Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
Einar Georg Einarsson, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson og Ásgeir Trausti Einarsson
Benedikt H. Hermannsson

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Pálmi Ragnar Ásgeirsson
Hjaltalín
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Auðunn Lúthersson
Moses Hightower

SÖNGVARI ÁRSINS

Högni Egilsson
Jón Jónsson
Auðunn Lúthersson
Ásgeir Trausti Einarsson
Matthías Matthíasson

SÖNGKONA ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar
Jófríður Ákadóttir
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Jelena Ciric
Rakel Mjöll Leifsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS

BRÍET
Auður
HAM
Daði Freyr
Bubbi Morthens


TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS

Sumarið sem aldrei kom – Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson.
https://www.youtube.com/watch?v=z04sE7L2DVw

Pictures – Ásgeir. Leikstjórn: Einar Egilsson
https://www.youtube.com/watch?v=jRmatUn6aRY

Ljós – Auður feat. BRÍET og Drengur.  Leikstjórn: Kristinn Arnar Sigurðsson aka krassasig
https://www.youtube.com/watch?v=KNneHAYZetQ

Hvíti dauði – Teitur Magnússon (feat. Gunnar Jónsson Collider). Leikstjórn: Jón Bjarki Magnússon
https://www.youtube.com/watch?v=87JeT0ppWiU

Píla – Joey Christ ft. Lil Binni. Leikstjórn: Rough Cult
https://www.youtube.com/watch?v=IauLXt4Bn40

Take the Seasons – Oscar Leone. Leikstjórn: Midnight Mar
https://www.youtube.com/watch?v=qGyqPklZoOo

Easy – aYia. Leikstjórn: Salomon Ligthelm
https://www.youtube.com/watch?v=o6IJZXZ2dzY

Back To The Sky – Ólafur Arnalds, JFDR. Leikstjórn: Arni & Kinski
https://www.youtube.com/watch?v=SwX4b8ohI5o


BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2

Kristin Sesselja
Inspector Spacetime
Skoffín
gugusar
Salóme Katrín

Tónlistarkonan gugusar

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS

Elfa Rún Kristinsdóttir – Baroque Violin Sonatas
Víkingur Heiðar Ólafsson – Debussy-Rameau
Peter Máté – John Speight, Solo Piano Works
Halldór Smárason – STARA: Music of Halldór Smárason
Páll Ragnar Pálsson – Atonement

TÓNVERK ÁRSINS

Finnur Karlsson – Accordion Concerto
Hafdís Bjarnadóttir – Sumar
Bára Gísladóttir – VÍDDIR
Hugi Guðmundsson – BOX, konsert fyrir harmónikku og lírukassa
Snorri Sigfús Birgisson – Konsert fyrir hljómsveit

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR

Listagjöf Listahátíðar í Reykjavík
Myrkir Músíkdagar
Reykholtshátíð 2020
Sönghátíð í Hafnarborg
Sumartónleikar í Skálholti 2020

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

70 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands (5. mars)
KIMI: Afkimar
Brák og Bach
The Modern Romantic – Stuart Skelton (Sönghátíð í Hafnarborg)
Ekkert er sorglegra en manneskjan – Friðrik Margrétar-Guðmundsson

SÖNGKONA ÁRSINS

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Heiða Árnadóttir
Herdís Anna Jónasdóttir
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

SÖNGVARI ÁRSINS

Elmar Gilbertsson
Kristinn Sigmundsson
Stuart Skelton
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Sverrir Guðjónsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR

Anna Guðný Guðmundsdóttir
Elfa Rún Kristinsdóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson
Halla Steinunn Stefánsdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Barokkbandið Brák
Elektra Ensemble
Strokkvartettinn Siggi
Cantoque Ensemble

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 14. APRÍL

Ingibjörg Turchi og hljómsveit

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS

Melismetiq Live – Melismetiq
Make – MONOGLOT
Meliae – Ingibjörg Turchi
hits of – hist og
Four Elements – Haukur Gröndal og Frelsissveit Íslands

TÓNVERK ÁRSINS

Geneva – Ari Bragi Kárason
Svörður – Agnar Már Magnússon
Þú varst ástin mín – Sigurður Flosason
Four Elements – Haukur Gröndal
I don’t want to sleep – Mikael Máni Ásmundsson og Kristín Birgitta Ágústsdóttir

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Ingibjörg Elsa Turchi
Sigurður Flosason
hist og (Eiríkur Orri Ólafsson, Róbert Reynisson og Magnús Trygvason Eliassen)
Mikael Máni Ásmundsson
Þórir Úlfarsson (Thor Wolf)

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – EINSTAKLINGAR

Haukur Gröndal
Sigurður Flosason
Leifur Gunnarsson
Andrés Þór
Stína Ágústsdóttir

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Frelsissveit Íslands
Ingibjörg Turchi og hljómsveit
hist og
Brim
Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

Jazzhátíð Reykjavíkur
Jazz í Borgarbókasafninu: Beint á ská og Jazz í hádeginu
Síðdegistónar í Hafnarborg
Ingibjörg Turchi og hljómsveit: Útgáfutónleikar Meliae í Kaldalóni
Charlie Parker with strings á Jazzhátíð Reykjavíkur

BJARTASTA VONIN TILKYNNT Í HÖRPU 14. APRÍL

 

ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

Defending Jacob – Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds
Thin Ice – Biggi Hilmars
We’re Here – Herdís Stefánsdóttir
The Vasulka Effect – Hugar
Chasing the Present – Snorri Hallgrímsson

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGATÓNLIST

Brek – Brek
Elín Hall – Með öðrum orðum
Baggalútur – Kveðju skilað
Jelena Ciric – Shelters one
Ásgeir Ásgeirsson – Persian path

PLATA ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

The Ghost Choir – The Ghost Choir
Ólafur Arnalds – some kind of peace
Red Barnett – Astronauts
K.óla – PLASTPRINSESSAN
Gyða Valtýsdóttir – EPICYCLE II

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson – Morphogenesis
Ólafur Arnalds –  Defending Jacob Theme
Magnús Jóhann – Sálmur fyrir Sollu systur
Kira Kira – We The Feels
Red Barnett – Astronaut

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS

Ingibjörg Turchi – Meliae: Klara Arnalds
BRÍET – Kveðja, Bríet: Bríet Ísis Elfar, Sigurður Erik Hafliðason, Þorgeir Blöndal
Mikael Lind – Give Shape to Space: Sigga Björg Sigurðardóttir, Harry Towell
K.óla – PLASTPRINSESSAN: Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson
Jesper Pedersen – Katydids: Páll Ivan frá Eiðum

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS

EPICYCLE II – Gyða Valtýsdóttir: Upptökustjórn: Albert Finnbogason, Hljóðblöndun: Gyða Valtýsdóttir, Jónsi og Albert Finnbogason

Meliae – Ingibjörg Turchi: Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

STARA – Halldór Smárason: Upptökustjórn: Dan Merceruio og Daniel Shores

Kveðja, Bríet – BRÍET: Upptökustjórn: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Hljómjöfnun: Friðfinnur Oculus Sigurðsson

Hjaltalín – Hjaltalín: Upptökustjórn: Styrmir Hauksson og Hjaltalín