Hatari og Vök
Margrét Rán Magnúsdóttir ásamt félögum sínum í Vök og Auður unnu til flestra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum eða þrenn hvor. Vök átti poppplötu ársins, In the Dark, og Margrét Rán var valin lagahöfundur ársins en hún var einnig valin söngkona ársins.
Ekki er hægt að hugsa um tónlistarárið 2019 án þess að leiða hugann að þátttöku Hatara í Söngvakeppninni en Hatari í Eurovision var valinn tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Skal engan undra enda verður þessi viðburður lengi í minnum hafður. Hárbeitt ádeila sveitarinnar skilaði sér í stórgóðum flutningi lagsins Hatrið mun sigra og vakti athygli um heim allan. Hatari hlaut einnig önnur verðlaun áður en kvöldið var úti en tónlistarmyndband ársins sem kosið var af dómnefnd og lesendum Albumm.is var Hatrið mun sigra í leikstjórn Baldvins Vernharðssonar og Klemens Hannigan.