Category

Verðlaunahafar 2019

Kristín Anna

By | Verðlaunahafar 2019 | No Comments

Kristín Anna

Kristín Anna Valtýsdóttir vann til tveggja verðlauna í Opna flokknum en platan hennar I must be the devil var valin plata ársins, þar sem henni var lýst sem hreinasta galdri í umsögn auk þess sem umslagshönnun sömu plötu heillaði líka og var valið plötuumslag ársins. Umslagið felur í sér vísanir í rokksöguna en stendur einnig sem fallegt gjörningalistaverk sem þeir Ragnar Helgi Ólafsson og Ari Magg önnuðust.

Ásta

By | Verðlaunahafar 2019 | No Comments

Ásta

Fyrsta plata Ástu, Sykurbað, lét ekki fara mikið fyrir sér á síðasta ári en einlægni Ástu, vangaveltur hennar og hugleiðingar þóttu einstakar og heillandi sem skiluðu Ástu verðlaunum fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist fyrir þessa frumraun sína

Tómas R. Einarsson

By | Verðlaunahafar 2019 | No Comments

Tómas R. Einarsson

Djass og blústónlist var í mikilli uppsveiflu árið 2019. Djassinn dunar og það er gott en í ár var það enginn annar en Tómas Ragnar Einarsson sem stóð uppi sem sigurvegari þegar lesið var upp hvaða plata fengi Íslensku tónlistarverðlaunin sem djass og blúsplata ársins. Plata Tómasar, Gangandi Bassi, þykir fanga afslappað andrúmsloft Kúbu þar sem tónmál sveiflunnar og latíntónlistar ganga hönd í hönd.

 

Hatari og Vök

By | Verðlaunahafar 2019 | No Comments

Hatari og Vök

Margrét Rán Magnúsdóttir ásamt félögum sínum í Vök og Auður unnu til flestra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum eða þrenn hvor. Vök átti poppplötu ársins, In the Dark, og Margrét Rán var valin lagahöfundur ársins en hún var einnig valin söngkona ársins.

Ekki er hægt að hugsa um tónlistarárið 2019 án þess að leiða hugann að þátttöku Hatara í Söngvakeppninni en Hatari í Eurovision var valinn tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Skal engan undra enda verður þessi viðburður lengi í minnum hafður.  Hárbeitt ádeila sveitarinnar skilaði sér í stórgóðum flutningi lagsins​ Hatrið mun sigra​ og vakti athygli um heim allan. Hatari hlaut einnig önnur verðlaun áður en kvöldið var úti en tónlistarmyndband ársins sem kosið var af dómnefnd og lesendum Albumm.is var Hatrið mun sigra í leikstjórn Baldvins Vernharðssonar og Klemens Hannigan.