TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Þar var mikið um dýrðir í Hörpu í gær þar sem tónlistin var í aðalhlutverki en verðlaunað var í 20 flokkum auk Heiðursverðlauna og Björtustu vonarinnar …
TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Þar var mikið um dýrðir í Hörpu í gær þar sem tónlistin var í aðalhlutverki en verðlaunað var í 20 flokkum auk Heiðursverðlauna og Björtustu vonarinnar …
Markmið Íslensku tónlistarverðlaunanna er að vera uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans þar sem það sem vel er gert er hafið til vegs og virðingar. Á sama tima eru Íslensku tónlistarverðlaunin kjörið tækifæri til að kynna íslenska tónlist fyrir landi og þjóð með það að markmiði að auka umtal og í kjölfarið sölu. Núverandi stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna hefur einnig sett sér það markmið að gera verðlaunin að alþjóðlega viðurkenndum verðlaunum t.d. með því að fá meira umtal um tilnefningar til verðlaunanna og vinningshafa í erlendum miðlum. Það á að vera eftirsóknarvert að fá Íslensku tónlistarverðlaunin og ættu erlendir aðilar að geta litið til verðlaunanna til að sjá það áhugaverðasta og besta í íslenskri tónlist hverju sinni.