Íslensku tónlistarverðlaunin 2024
Íslensku tónlistarverðlaunin eru afhent þriðjudagskvöldið 12. mars 2024 í Hörpu. Sjónvarpað verður frá athöfninni á RÚV.
Það hljóta að vera gleðitíðindi að innsendingum til Íslensku tónlistarverðlaunanna fjölgaði milli ára því ætla má að fjöldi innsendinga endurspegli að það er gróska í íslenskri tónlist.
Verðlaunahátíðin hefst með fordrykk fyrir gesti á Eyri í Hörpu. Útsending frá verðlaununum hefst svo kl. 20:10. Freyr Eyjólfsson tryggir að allt fari vel fram en meðal þeirra er koma fram eru Bára Gísladóttir, Spacestation og Elín Hall.
Veitt eru verðlaun fyrir söng, flutning, plötur lög og tónsmíðar auk þess sem tonlistarmyndband ársins, tónlistarviðburður ársins og upptökustjórn eru verðlaunuð. Kynntar eru tilnefningar til plötuumslags ársins í samvinnu við Félag Íslenskra teiknara. Þá veitir Samtónn heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og bjartasta vonin er útnefnd.