Flokkar og reglur
Reglur og útskýringar á flokkum
Grunngjald fyrir hverja innsendingu er kr. 6000 nema verið sé að skrá viðburði (tónleika eða tónlistarhátíð) en þeir flokkar eru gjaldfrjálsir. Skráningargjald fyrir einn og sama titilinn/verkið í þrjá verðlaunaflokka eða fleiri er þó aldrei hærra en kr. 18.000 fyrir einstaka tilnefningu.
Dæmi um skráningu: Listamaður sækir um í flokknum Popp fyrir eina plötu og skráir í fjóra verðlaunaflokka: Plötu ársins, Lag ársins, Söngvara ársins og Plötuumslag ársins. Um einn titil er að ræða og gjaldið er því kr. 18.000 (en ekki 24.000). Annað dæmi: Listamaður sækir um í flokknum Popp en fyrir tvær plötur, og skráir báðar plöturnar í Plötu og Lag ársins. Um er að ræða tvo titla í tvo flokka, og því er gjaldið 24.000. Dæmi þrjú: Ef plötufyrirtæki sæki um í flokknum Plötu ársins fyrir tíu listamenn sem er gjaldið 10 x 6.000 kr. eða 66.000 kr.
Innsendingargjald þarf að greiða í umsóknarferlinu (undir Skráning: Skrá verk) til að geta klárað umsóknina. Tilnefning er ekki tekin gild, fyrr en greiðsla hefur borist.
Skráning til Íslensku tónlistarverðlaunanna fer fram á vefsíðu www.iston.is frá og með 1. janúar til miðnættis þann 23. janúar 2023.
Í skráningarferlinu er tekið við rafrænum eintökum af tilnefndum verkum en það má einnig skila geisladiskum og vínýlplötum á skrifstofu STEFs sem er að Laufásvegi 40. Dómnefndir munu hlusta á öll innsend verk. Eintökum er ekki skilað aftur til útgefenda þeirra.
Nánari upplýsingar um flokka
Flokkar óháðir útgáfu
Viltu að þú eða verkefnið komi til greina?
Tekið er á móti innsendingum á sérstökum innsendingarvef verðlaunanna.