Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk eða myndbönd er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka sem eru þrír:

1. Klassík og samtímatónlist. 2. Djass og blús. 3. Popp, rokk og önnur tónlist.

Opið verður fyrir tilnefningar til 15. Janúar 2017.

Fylgstu með á Facebook, Twitter og Instagram!

Nýjustu fréttir

 • Ný stjórn ÍSTÓN 2016

  Ný stjórn ÍSTÓN hefur tekið til starfa og samanstendur hún af einum forsvarsmanni STEF og tveimur forsvarsmönnum SFH.
 • Nú styttist í beina útsendingu á ÍTV 2015

  Nú styttist í að úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna verði kunngjörð en þau munu fara fram í Silfurbergi í Hörpu n.k. föstudag 4. mars.  Bein útsending frá athöfninni hefst á RÚV um kl. 21.00. Rjóminn af íslensku tónlistarfólki mun koma fram á hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Björk, Of Monsters and […]
 • Tilnefningar Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2015 kynntar

  Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 voru kynntar í Gamla Bíó kl.16:00 í dag . Margrét Eir, söngkona og formaður ráðgjafanefndar ÍTV kynnti tilnefningarnar. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna má finna hér http://iston.is/tilnefningar-2015/ en rökstuðningur með tilnefningunum kemur inn á síðuna eftir helgi. Alls eru flokkarnir 21 talsins. Heiðursverðlaunin sem og bjartasta vonin í flokki djass & blús og […]
 • Tilnefningar ÍTV 2015

  Tilnefningar til ÍTV 2015 verða tilkynntar á blaðamannafundi þann 5. febrúar 2016 í Petersen svítunni í Gamla Bíó kl. 16.00. Rás 2 verður á staðnum með beina útsendingu.
 • Skráningu lokið.

  Skráningu til þátttöku ÍTV 2015 er nú formlega lokið. Yfir 200 umsóknir bárust að þessu sinni og munu því dómnefndir hafa í nógu að snúast næstu 2 vikurnar en tilnefningarnar verða kynntar á blaðamannafundi þann 29. janúar nk, Nánari upplýsingar um staðsetningu og framkvæmd verður auglýst síðar. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og ljóst […]
 • Skráningu til þátttöku ÍTV lýkur á miðnætti 12. janúar

  Við viljum minna á að skráningu til þátttöku ÍTV lýkur á miðnætti þann 12. janúar (þ.e. til og með 12. janúar)  og þá hefst vinna dómnefnda að velaj úr innsendum tilnefningum. Skráning fer fram á heimasíðu ÍTV www.iston.is Tilnefningar verða svo kynntar á blaðamannafundi þann 29. janúar.
 • Skráning á tilnefningum á www.iston.is

  Rétt er að vekja athygli á því að skráningarblaðið fyrir tilnefningar gerir einungis ráð fyrir að send séu inn rafræn eintök af verkum.  Ef hins vegar ekki eru til rafræn eintök af verkunum er hægt að senda eintök verka til  Sagafilm, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. B.t. Ragnhildur Ragnarsdóttir, sem mun koma eintökunum áfram til dómnefnda. […]
 • Skráning til þátttöku ÍTV fer vel af stað

  Við viljum minna á að opnað var fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 þann 1. janúar sl. Skráning fer vel af stað en opið verður fyrir skráningar til og með 12. janúar. Þá mun dómnefnd fara yfir umsóknir og verða tilnefningar kynntar á blaðamannafundi þann 29. janúar 2016. Búið er að tilnefna dómnefndir í öllum […]
 • Opnað verður fyrir tilnefningar ÍTV á miðnætti 1. janúar 2016

  Opnað verður fyrir tilnefningar á heimasíðu www.iston.is þann fyrsta janúar 2016 til og með 12. janúar 2016. Nánari upplsýingar um reglur og skráningar er að finna inn á heimasíðu. Allar upplýsingar hvað varðar gjaldgengi og fyrirkomulag umsókna veita: Gunnar Guðmundsson Framkv.stjóri SFH.   S.561 8065 / gunnar@sfh.is og Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkv.stjóri STEF,  S: 561 6173 […]
 • Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent föstudaginn 4. mars 2016

  ATHUGIÐ að gerðar hafa verið nokkrar breytingar á tilhögun tilnefninga til verðlauna. Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 16. nóvember 2014 til 31. desember 2015. (Ástæða þessa er að framvegis verður miðað við almanaksárið.) Tekið er við tilnefningum frá 1. janúar  til og með 12. janúar 2016. Tilnefningar verða kynntar þann 29. janúar 2016. Verðlaunahátíðin mun […]