Íslensku tónlistarverðlaunin 2017

Undirbúningur vegna Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017 er á fullu. Lokað var fyrir innsendingar til verðlaunanna 15. janúar og dómnefndir eru teknar til starfa. Þátttakan í ár er gríðarlega góð og það er greinilegt að tónlistarárið 2017 var gjöfult og gott. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar 23. febrúar. Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg þann 14. mars 2018 í Hörpu.

Upplýsingar fyrir þátttakendur
Fréttirnews
30/11/2017

​Opnað fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna og ný heimasíða

Framkvæmdastjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna vill vekja athygli á því að 1. desember er opnað fyrir umsóknir til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017. Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út…
Fréttir
19/07/2017

Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í Hörpu

Emmsjé Gauti verðlaunahafi kvöldsins Emmsjé Gauti hlýtur fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, Íslenska Óperan fékk þrenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir uppfærslu sína á Évgení Onegin eftir Tchaikovsky…
Fréttir
06/03/2017

Af gefnu tilefni

Vegna umræðna síðustu daga um verðlaunahafa á Íslensku tónlistarverðlaununum vill stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna leiðrétta ákveðinn misskilning sem upp hefur komið og um leið taka fram að allir sem komu að vinnu…

Flokkar og reglur

Skoða nánar

Dómnefndir

Skoða nánar

Þátttaka

Skoða nánar

Skráning

Skoða nánar

Markmið ÍSTÓN

Markmið Íslensku tónlistarverðlaunanna er að vera uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans þar sem það sem vel er gert er hafið til vegs og virðingar. Á sama tima eru Íslensku tónlistarverðlaunin kjörið tækifæri til að kynna íslenska tónlist fyrir landi og þjóð með það að markmiði að auka umtal og í kjölfarið sölu. Núverandi stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna hefur einnig sett sér það markmið að gera verðlaunin að alþjóðlega viðurkenndum verðlaunum t.d. með því að fá meira umtal um tilnefningar til verðlaunanna og vinningshafa í erlendum miðlum. Það á að vera eftirsóknarvert að fá Íslensku tónlistarverðlaunin og ættu erlendir aðilar að geta litið til verðlaunanna til að sjá það áhugaverðasta og besta í íslenskri tónlist hverju sinni.

Saga ÍSTÓN