Íslensku tónlistarverðlaunin afhent

Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt 13. mars í Hörpu.

Alls voru 38 verðlaun veitt og viljum við óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með verðlaunin og auk þess þakka þeim sem komu fram kærlega fyrir skemmtunina og gestum fyrir komuna.

Hátíðin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV en kynnir kvöldsins var hin óviðjafnanlega Saga Garðarsdóttir.

Verðlaunahafar fyrir tónlistarárið 2018
awardsFréttirnews
14/03/2019

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2018

GDRN, Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig og JóiPé og Króli fengu flest verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2018 voru veitt í Hörpu í kvöld. Jón Ásgeirsson…
Fréttir
08/03/2019

LAUS STAÐA Í DÓMNEFND

LAUS STAÐA Í DÓMNEFND ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA Stjórn SAMTÓNs sem er bakhjarl Íslensku tónlistarverðlaunanna ( ÍSTÓN ) hefur ákveðið að gefa félagsmönnum aðildarfélaga SAMTÓNs kost á að bjóða sig fram til…
Fréttir
21/02/2019

Tilnefningar ásamt rökstuðningi dómnefnda

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 voru kynntar 20. mars að viðstöddu fjölmenni á Bryggjunni brugghúsi.   Hér að neðan er að finna lista yfir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 ásamt rökstuðningi…

Flokkar og reglur

Skoða nánar

Dómnefndir

Skoða nánar

Þátttaka

Skoða nánar

Skráning

Skoða nánar

Markmið ÍSTÓN

Markmið Íslensku tónlistarverðlaunanna er að vera uppskeruhátíð íslenska tónlistargeirans þar sem það sem vel er gert er hafið til vegs og virðingar. Á sama tima eru Íslensku tónlistarverðlaunin kjörið tækifæri til að kynna íslenska tónlist fyrir landi og þjóð með það að markmiði að auka umtal og í kjölfarið sölu. Núverandi stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna hefur einnig sett sér það markmið að gera verðlaunin að alþjóðlega viðurkenndum verðlaunum t.d. með því að fá meira umtal um tilnefningar til verðlaunanna og vinningshafa í erlendum miðlum. Það á að vera eftirsóknarvert að fá Íslensku tónlistarverðlaunin og ættu erlendir aðilar að geta litið til verðlaunanna til að sjá það áhugaverðasta og besta í íslenskri tónlist hverju sinni.

Saga ÍSTÓN