Lítill fugl

Svanhildur Jakobsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu – Lítinn fugl – á Degi íslenskrar tónlistar 2016. Verðlaunin eru veitt fjölmiðlamanni sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina.

Svanhildur hóf farsælan söngferil þegar hún var 19 ára. Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið 1967, þegar lagið „Segðu ekki nei“ var tekið upp í útvarpshúsinu á Skúlagötu. Svanhildur hefur verið þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu síðan 1987. Hún stýrði lengi velStefnumóti, vikulegum tónlistarþætti, og hefur nú umsjón með óskalagaþættinum Óskastundin, þar sem flutt eru lög ásamt kveðjum frá hlustendum.