Íslensku tónlistarverðlaunin 2025

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu og beinni útsendingu á RÚV miðvikudagskvöldið 12. mars 2025.

Meðal þeirra er koma fram eru Rebekka Blöndal, Múr, Bríet, Sif Margrét Tulinius, Kaktus Einarsson og Nýdönsk. Tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Friðrik Ómar stjórnar veisluhöldum. Útsending á RÚV hefst 19:55.

Okkur listasendifulltrúum Íslands er afar mikilvægt að fá regulega byr undir okkar flökkuvængi að heiman, líkt og þið nú sendið til mín. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, og þá sérstaklega þegar íslensk ópera hefur öðlast það heimili og sess sem hún á skilið. Takk elsku vinir!

Ólafur Kjartan Sigurðarson, söngvari ársins

Móttöku innsendinga til verðlaunanna lauk 17. janúar og er fjöldi þeirra gleðiefni. Dómnefndaakademía Íslensku tónlistarverðlauna saman stendur af 4 dómnefndum. Þær eru skipaðar fagfólki í tónlist, útgáfu og framleiðslu viðburða.

Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar 25. febrúar.